Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en þar segir að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi aðstoðað við handtökuna.
Greint var frá því í gær að ítrekað hafi verið skotið á íbúðarhús í Kórahverfi að undanförnu, en að minnsta kosti sjö skotárásir eru til rannsóknar. Síðast var skotið á hús við Baugakór á nýársmorgun á meðan íbúar voru heima.
Lögregla segist í tilkynningunni ekki ætla að tjá sig nánar um málið að svo stöddu.