Klifurveggur, hlaupabraut og fótbolti í nýju höllinni í Garðabæ: „Búið að búa til ákveðinn vinningskúltúr“ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2022 08:32 Nýja höllin er fyrst og fremst ætluð til æfinga og bæjarstjórinn vonast til þess að tilkoma hennar fjölgi enn iðkendum íþrótta í Garðabæ. Stöð 2 Nú í byrjun ársins verður eitt glæsilegasta íþróttahús landsins opnað í Garðabæ. Um er að ræða fjölnota íþróttahús þar sem kennir ýmissa grasa. Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson heimsótti Gunnar Einarsson, bæjarstjóra Garðabæjar og fyrrverandi atvinnumann í handbolta, í nýja húsið. Það er staðsett við Vetrarmýri, nærri Vífilsstöðum og Leirdalsvelli. „Við tókum þá ákvörðun að búa hér til eitt besta æfingahús landsins, fjölnota. Hér verðum við með klifurvegg, hér verður auðvitað fótbolti, og alls kyns íþróttir. Við erum með hlaupabraut í kringum völlinn, og síðan eru hér tvær hæðir sem við ætlum undir heilsutengda starfsemi og íþróttastarfsemi, sem eru 3.400 fermetrar,“ segir Gunnar. Klippa: Ný íþróttahöll í Garðabæ Hann segir nýja húsið gjörbylta íþróttastarfinu í Garðabæ, sem þó hefur vaxið fiskur um hrygg á þessari öld: „Já, sérstaklega fyrir útiíþróttirnar auðvitað. Við sjáum fram á það að geta fjölgað þátttakendum. Við byggðum hér fimleikahús á sínum tíma og þá voru um 200 manns að æfa fimleika. Núna eru 600 og það er biðlisti. Við erum því líka að byggja til þess að vaxa. Garðabær er að vaxa. Þegar ég kom hingað til starfa árið 2005 voru hér 9.000 íbúar. Nú eru þeir 18.000. Við erum því líka að horfa til þeirrar framtíðar sem verður hérna. Það er gríðarlegur vöxtur í bænum og mikill kraftur, og við erum stolt af því að geta mætt þessum vexti,“ segir Gunnar. Setti markið hátt í að búa til góða umgjörð í íþróttum Gunnar kom fyrst til starfa hjá Garðabæ sem íþróttafulltrúi árið 1980 og hefur starfað fyrir bæinn í rúma fjóra áratugi. Hann hefur verið bæjarstjóri í tæp 17 ár en hættir í vor. Færri vita kannski að hann var áður atvinnumaður í handbolta í Þýskalandi í fimm ár, og íþróttirnar eru honum kærar: „Ég kem úr íþróttabæ, Hafnarfirði, og var þátttakandi og atvinnumaður í íþróttum. Ég hef séð í gegnum allar rannsóknir og annað hversu mikilvægt þetta starf er. Að vera í skipulögðu starfi, hvort sem það eru tómstundir, skátastarf eða íþróttir, hefur gríðarleg áhrif. Þess vegna setti maður markið mjög hátt í þessu, að búa til góða umgjörð. Þegar ég tek við Stjörnunni til að þjálfa hérna, nýkominn frá Þýskalandi, 25 ára gamall, er liðið í 3. deild. Við vinnum okkur upp um deild á hverju einasta ári og endum í 4. sæti í 1. deild, og sem bikarmeistarar, og það er svolítið kveikjan að því að Garðabær gat sagt: „Við getum þetta“. Það smitaðist út í allar aðrar deildir. Núna í dag er fótboltinn á efsta plani, körfuboltinn á efsta plani, handboltinn líka og fimleikarnir. Það er búið að búa til ákveðinn vinningskúltúr, og þannig viljum við halda áfram,“ segir Gunnar. Gunnar Einarsson hættir sem bæjarstjóri í Garðabæ í vor. Hann sýndi Gaupa nýja íþróttahúsið í bænum.Stöð 2 Hann fagnar því að sjá nýtt og glæsilegt íþróttamannvirki rísa í Garðabæ – hús sem að eflaust mun gagnast vel á köldum vetrarmánuðum: „Ég sá þetta hús ekki fyrir mér, fyrir 40 árum, en það voru margir aðilar innan fótboltans sem voru að tala um að það þyrfti að byggja yfir knattspyrnuna til að geta æft allan ársins hring. Það voru hér mjög miklir frumkvöðlar að ýta þessu af stað, fyrir svona 20 árum síðan þegar ég var íþróttafulltrúi. Þá vorum við að athuga með samvinnu við önnur sveitarfélög og staðsetningar. Þegar þetta tækifæri kom svo, til að setja húsið hér og gera þetta með góðan fjárhag Garðabæjar og alla þá reynslu sem við höfum af uppbyggingu íþróttamannvirkja, þá kýldum við á þetta og gerðum þetta vel.“ Stjarnan Garðabær Klifur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson heimsótti Gunnar Einarsson, bæjarstjóra Garðabæjar og fyrrverandi atvinnumann í handbolta, í nýja húsið. Það er staðsett við Vetrarmýri, nærri Vífilsstöðum og Leirdalsvelli. „Við tókum þá ákvörðun að búa hér til eitt besta æfingahús landsins, fjölnota. Hér verðum við með klifurvegg, hér verður auðvitað fótbolti, og alls kyns íþróttir. Við erum með hlaupabraut í kringum völlinn, og síðan eru hér tvær hæðir sem við ætlum undir heilsutengda starfsemi og íþróttastarfsemi, sem eru 3.400 fermetrar,“ segir Gunnar. Klippa: Ný íþróttahöll í Garðabæ Hann segir nýja húsið gjörbylta íþróttastarfinu í Garðabæ, sem þó hefur vaxið fiskur um hrygg á þessari öld: „Já, sérstaklega fyrir útiíþróttirnar auðvitað. Við sjáum fram á það að geta fjölgað þátttakendum. Við byggðum hér fimleikahús á sínum tíma og þá voru um 200 manns að æfa fimleika. Núna eru 600 og það er biðlisti. Við erum því líka að byggja til þess að vaxa. Garðabær er að vaxa. Þegar ég kom hingað til starfa árið 2005 voru hér 9.000 íbúar. Nú eru þeir 18.000. Við erum því líka að horfa til þeirrar framtíðar sem verður hérna. Það er gríðarlegur vöxtur í bænum og mikill kraftur, og við erum stolt af því að geta mætt þessum vexti,“ segir Gunnar. Setti markið hátt í að búa til góða umgjörð í íþróttum Gunnar kom fyrst til starfa hjá Garðabæ sem íþróttafulltrúi árið 1980 og hefur starfað fyrir bæinn í rúma fjóra áratugi. Hann hefur verið bæjarstjóri í tæp 17 ár en hættir í vor. Færri vita kannski að hann var áður atvinnumaður í handbolta í Þýskalandi í fimm ár, og íþróttirnar eru honum kærar: „Ég kem úr íþróttabæ, Hafnarfirði, og var þátttakandi og atvinnumaður í íþróttum. Ég hef séð í gegnum allar rannsóknir og annað hversu mikilvægt þetta starf er. Að vera í skipulögðu starfi, hvort sem það eru tómstundir, skátastarf eða íþróttir, hefur gríðarleg áhrif. Þess vegna setti maður markið mjög hátt í þessu, að búa til góða umgjörð. Þegar ég tek við Stjörnunni til að þjálfa hérna, nýkominn frá Þýskalandi, 25 ára gamall, er liðið í 3. deild. Við vinnum okkur upp um deild á hverju einasta ári og endum í 4. sæti í 1. deild, og sem bikarmeistarar, og það er svolítið kveikjan að því að Garðabær gat sagt: „Við getum þetta“. Það smitaðist út í allar aðrar deildir. Núna í dag er fótboltinn á efsta plani, körfuboltinn á efsta plani, handboltinn líka og fimleikarnir. Það er búið að búa til ákveðinn vinningskúltúr, og þannig viljum við halda áfram,“ segir Gunnar. Gunnar Einarsson hættir sem bæjarstjóri í Garðabæ í vor. Hann sýndi Gaupa nýja íþróttahúsið í bænum.Stöð 2 Hann fagnar því að sjá nýtt og glæsilegt íþróttamannvirki rísa í Garðabæ – hús sem að eflaust mun gagnast vel á köldum vetrarmánuðum: „Ég sá þetta hús ekki fyrir mér, fyrir 40 árum, en það voru margir aðilar innan fótboltans sem voru að tala um að það þyrfti að byggja yfir knattspyrnuna til að geta æft allan ársins hring. Það voru hér mjög miklir frumkvöðlar að ýta þessu af stað, fyrir svona 20 árum síðan þegar ég var íþróttafulltrúi. Þá vorum við að athuga með samvinnu við önnur sveitarfélög og staðsetningar. Þegar þetta tækifæri kom svo, til að setja húsið hér og gera þetta með góðan fjárhag Garðabæjar og alla þá reynslu sem við höfum af uppbyggingu íþróttamannvirkja, þá kýldum við á þetta og gerðum þetta vel.“
Stjarnan Garðabær Klifur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira