„Ég held að við séum á leiðinni út úr þessu helvítis Covid“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2021 16:37 Sigurður Ingi kallaði hlutina eflaust réttum nöfnum að mati margra, þegar hann talaði um „helvítis Covid“ í Kryddsíldinni á Stöð 2. Fulltrúar flokkanna á þingi voru gestir Kryddsíldarinnar á Stöð 2. Í lok þáttar voru þeir beðnir að fara stuttlega yfir árið sem er að líða og vonir sínar fyrir árið 2022, bæði í einkalífinu og stjórnmálunum. Allir voru sammála um að árið 2022 yrði vonandi árið þar sem kórónuveirufaraldurinn yrði kvaddur fyrir fullt og allt. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins reið á vaðið. Hann sagði að gaman hefði verið ef Framsókn hefði fengið 20 prósent í síðustu Alþingiskosningum frekar en 17,3, en sagði að viðlíka árangur hefði kostað meiri vinnu, af hans hálfu og annarra. Þá var hann ekki viss um hvort hann sjálfur og fólkið í kringum hann hefði þolað það. „Ég hlakka svolítið til framtíðarinnar. Mér finnst þessi ríkisstjórn vera spennandi og markviss, með sóknarfæri í sínum stjórnarsáttmála sem eru uppfull af betri væntingum um betra Ísland. En ef maður lítur til baka, á hvað maður hefði getað gert betur, þá held ég að maður þurfi að vera svolítið persónulegur og segja að maður hefði átt að sinna fjölskyldu og sjálfum sér betur,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagðist þó hafa yfir litlu að kvarta. Hann á sex barnabörn og von er á því sjöunda í janúar. Að lokum kvaðst hann á komandi ári vilja kveðja faraldurinn sem stjórnað hefur lífum landsmanna frá því snemma á árinu 2020. „Ég held að við séum á leiðinni út úr þessu helvítis Covid.“ Jól í einangrun veisla miðað við spítalann Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var fulltrúi síns flokks í Kryddsíldinni í ár þar sem formaðurinn, Bjarni Benediktsson, er í einangrun með Covid-19. Hún ætlar að verja áramótunum heima með eiginmanni sínum og börnum. „Ég á mín tvö börn og er vissulega ekki að boða það að ég sé ófrísk, en ég væri til í að eiga fleiri börn. Ekki endilega á næsta ári en einhvern tímann.“ Þórdís Kolbrún varði jólunum í einangrun og mætti nánast nýútskrifuð þaðan í Kryddsíldina. Raunar var það ein af ástæðum þess að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sá sér ekki fært að mæta. „Við vorum í einangrun yfir jól. Ég hef eytt jólunum á Barnaspítalanum, þannig að þetta var nú bara veisla í samanburði við það.“ Þórdís Kolbrún sagði gamlársdag vera góðan dag til að staldra við og hugsa. Hún sagðist meðvituð um forréttindi sín, að fá að starfa við það sem henni þyki skemmtilegast. Hvað einkalífið varðar sagðist Þórdís Kolbrún vilja treysta vinasamböndin í framtíðinni. „Vinir mínir, ég sinni þeim ekki nógu vel. Þegar maður er eins og hamstur á hjóli alla daga og passar sig að vera heima þess á milli, þá langar mann ekki að vakna upp þegar maður er orðinn aðeins eldri og allt í einu eru einhverjir vinir manns orðnir veikir og maður hefur misst af einhverjum árum. Það getur verið snúið að keyra slíkt lúxusprógramm, því það er svo mikið skemmtilegt að gerast að maður þarf einhvern veginn að forgangsraða.“ Þá vill hún skilja við Covid-pirringinn á nýju ári, en óhætt er að fullyrða að því geti flestir landsmenn verið sammála. Bjartari tímar í kortunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagðist almennt ekki leggja upp með eftirsjá, heldur horfa fram á veginn. Engu að síður væri ýmislegt sem hægt væri að gera betur eða öðruvísi. „Þetta ástand nær til okkar allra. Við erum auðvitað öll mennsk. Það er sóttkví hjá börnunum og það er smitgát hjá þessum og þetta er einhvern veginn alltaf til skiptis, þetta púsluspil. Þetta hefur verið erfitt fyrir okkur öll sem búum hérna og heiminn allan. Ég held hins vegar og ætla að vona að þetta sé upphafið að endalokunum,“ sagði Katrín og vísaði þar til þess að margt bendir til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar virðist valda vægari veikindum en fyrri afbrigði. Hún ítrekaði þó að fólk yrði áfram að fara varlega, þar sem álagið á kerfið mætti ekki verða of mikið ef of margir veiktust í einu. Þá hvatti hún fólk til þess að ganga hægt um gleðinnar dyr í kvöld og gæta að persónubundnum sóttvörnum. „Ég trúi því að á næsta ári munum við sjá bjartari tíma og að einhverju leyti endurheimta eðlilegt líf.“ Vill elda meira grænt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagðist telja að stjórnmálafólk væri alltaf að læra, og merkir breytingu í stjórnmálamenningu landsins. „Mér finnst við vera að læra. Mér finnst fullt af stjórnmálafólki vera einmitt að viðurkenna mistök, þora að líta í eigin barm og þora að viðurkenna að heimurinn er ekki eins og maður hélt að hann væri eða vildi að hann væri.“ Þorgerður viðurkennir sjálf að hana þyrsti í frelsið, hvort sem er í pólitíkinni eða í einkalífinu og vísar þar til þeirra takmarkana sem hafa gilt hér á landi, nánast óslitið frá upphafi faraldursins. Í persónulegu nótunnum sagðist hún þá vilja læra að elda meira grænkerafæði. „Það er eitthvað sem ég er að hugsa um að einsetja mér.“ Hundóánægður með árið Aðspurður sagðist Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, alls ekki vera ánægður með árið sem senn er liðið. „Alls ekki. Af mörgum ástæðum. 2021 var ekki nógu gott ár, en núna er ég í tólfta skipti í þessum þætti og það er svolítið svekkjandi að átta sig á því þegar maður er spurður þessarar spurningar að maður er eiginlega enn með sömu væntingar og vonir um nýtt ár: Að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Ég held að ég sé búinn að tala um þetta í tólf ár. Vonandi gengur það eftir á nýju ári.“ Hann sagðist einnig vona að árið yrði betra fyrir íslenskt samfélag, sem og önnur, og vonar að Covid verði á bak og burt á nýju ári. „En ég vona líka að við losnum við Covid-hugarfarið. Það er að segja að við getum aftur farið að lifa frjálsara lífi og ræða pólitík. Það væri óskastaðan.“ Kallar eftir aðgerðum í loftslagsmálum „Síðasta ár hefur bara verið eins og það er, allt fullt af óvæntum atburðum og mistökum í mínu persónulega lífi, vissulega. Það er nú kannski það fallega við að vera maður. Við erum breysk, alls konar, gerum mistök og stundum vegnar okkur vel,“ sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Á næsta ári ætlar hann að endurskipuleggja garðinn sinn, rækta blóm og gróðursetja tré. „Og ég vona bara að okkur öllum í stjórnmálunum auðnist að grípa til nógu harkalegra loftslagsaðgerða til þess að þessi tré fái að vaxa í nokkur hundruð ár í viðbót.“ Umræður formannanna í Kryddsíldinni má sjá í efstu klippunni í þessari frétt. Kryddsíld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Það gerist ýmislegt á bak við tjöldin „Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta.“ Þessi tilvitnun hefur sjaldan átt jafn vel við og á þessum síðustu og verstu. Stundum er bara allt svolítið flókið og erfitt. En það gera allir mistök og það má bara ekki tapa gleðinni. 30. desember 2021 06:54 Inga ekki í Kryddsíldinni með nýútskrifaðri Þórdísi Kolbrúnu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti í dag að hún yrði ekki með í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Yfir 1.500 manns greindust með Covid hér á landi í gær. 31. desember 2021 14:08 Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp. 31. desember 2021 14:50 Unnsteinn Manuel og Hermigervill frumfluttu nýtt lag Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill komu með stemninguna með sér í Kryddsíldina, áramótaþátt Stöðvar 2. Þar frumfluttu þeir nýtt lag, sem ber heitið Eitur. 31. desember 2021 15:05 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins reið á vaðið. Hann sagði að gaman hefði verið ef Framsókn hefði fengið 20 prósent í síðustu Alþingiskosningum frekar en 17,3, en sagði að viðlíka árangur hefði kostað meiri vinnu, af hans hálfu og annarra. Þá var hann ekki viss um hvort hann sjálfur og fólkið í kringum hann hefði þolað það. „Ég hlakka svolítið til framtíðarinnar. Mér finnst þessi ríkisstjórn vera spennandi og markviss, með sóknarfæri í sínum stjórnarsáttmála sem eru uppfull af betri væntingum um betra Ísland. En ef maður lítur til baka, á hvað maður hefði getað gert betur, þá held ég að maður þurfi að vera svolítið persónulegur og segja að maður hefði átt að sinna fjölskyldu og sjálfum sér betur,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagðist þó hafa yfir litlu að kvarta. Hann á sex barnabörn og von er á því sjöunda í janúar. Að lokum kvaðst hann á komandi ári vilja kveðja faraldurinn sem stjórnað hefur lífum landsmanna frá því snemma á árinu 2020. „Ég held að við séum á leiðinni út úr þessu helvítis Covid.“ Jól í einangrun veisla miðað við spítalann Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var fulltrúi síns flokks í Kryddsíldinni í ár þar sem formaðurinn, Bjarni Benediktsson, er í einangrun með Covid-19. Hún ætlar að verja áramótunum heima með eiginmanni sínum og börnum. „Ég á mín tvö börn og er vissulega ekki að boða það að ég sé ófrísk, en ég væri til í að eiga fleiri börn. Ekki endilega á næsta ári en einhvern tímann.“ Þórdís Kolbrún varði jólunum í einangrun og mætti nánast nýútskrifuð þaðan í Kryddsíldina. Raunar var það ein af ástæðum þess að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sá sér ekki fært að mæta. „Við vorum í einangrun yfir jól. Ég hef eytt jólunum á Barnaspítalanum, þannig að þetta var nú bara veisla í samanburði við það.“ Þórdís Kolbrún sagði gamlársdag vera góðan dag til að staldra við og hugsa. Hún sagðist meðvituð um forréttindi sín, að fá að starfa við það sem henni þyki skemmtilegast. Hvað einkalífið varðar sagðist Þórdís Kolbrún vilja treysta vinasamböndin í framtíðinni. „Vinir mínir, ég sinni þeim ekki nógu vel. Þegar maður er eins og hamstur á hjóli alla daga og passar sig að vera heima þess á milli, þá langar mann ekki að vakna upp þegar maður er orðinn aðeins eldri og allt í einu eru einhverjir vinir manns orðnir veikir og maður hefur misst af einhverjum árum. Það getur verið snúið að keyra slíkt lúxusprógramm, því það er svo mikið skemmtilegt að gerast að maður þarf einhvern veginn að forgangsraða.“ Þá vill hún skilja við Covid-pirringinn á nýju ári, en óhætt er að fullyrða að því geti flestir landsmenn verið sammála. Bjartari tímar í kortunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagðist almennt ekki leggja upp með eftirsjá, heldur horfa fram á veginn. Engu að síður væri ýmislegt sem hægt væri að gera betur eða öðruvísi. „Þetta ástand nær til okkar allra. Við erum auðvitað öll mennsk. Það er sóttkví hjá börnunum og það er smitgát hjá þessum og þetta er einhvern veginn alltaf til skiptis, þetta púsluspil. Þetta hefur verið erfitt fyrir okkur öll sem búum hérna og heiminn allan. Ég held hins vegar og ætla að vona að þetta sé upphafið að endalokunum,“ sagði Katrín og vísaði þar til þess að margt bendir til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar virðist valda vægari veikindum en fyrri afbrigði. Hún ítrekaði þó að fólk yrði áfram að fara varlega, þar sem álagið á kerfið mætti ekki verða of mikið ef of margir veiktust í einu. Þá hvatti hún fólk til þess að ganga hægt um gleðinnar dyr í kvöld og gæta að persónubundnum sóttvörnum. „Ég trúi því að á næsta ári munum við sjá bjartari tíma og að einhverju leyti endurheimta eðlilegt líf.“ Vill elda meira grænt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagðist telja að stjórnmálafólk væri alltaf að læra, og merkir breytingu í stjórnmálamenningu landsins. „Mér finnst við vera að læra. Mér finnst fullt af stjórnmálafólki vera einmitt að viðurkenna mistök, þora að líta í eigin barm og þora að viðurkenna að heimurinn er ekki eins og maður hélt að hann væri eða vildi að hann væri.“ Þorgerður viðurkennir sjálf að hana þyrsti í frelsið, hvort sem er í pólitíkinni eða í einkalífinu og vísar þar til þeirra takmarkana sem hafa gilt hér á landi, nánast óslitið frá upphafi faraldursins. Í persónulegu nótunnum sagðist hún þá vilja læra að elda meira grænkerafæði. „Það er eitthvað sem ég er að hugsa um að einsetja mér.“ Hundóánægður með árið Aðspurður sagðist Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, alls ekki vera ánægður með árið sem senn er liðið. „Alls ekki. Af mörgum ástæðum. 2021 var ekki nógu gott ár, en núna er ég í tólfta skipti í þessum þætti og það er svolítið svekkjandi að átta sig á því þegar maður er spurður þessarar spurningar að maður er eiginlega enn með sömu væntingar og vonir um nýtt ár: Að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Ég held að ég sé búinn að tala um þetta í tólf ár. Vonandi gengur það eftir á nýju ári.“ Hann sagðist einnig vona að árið yrði betra fyrir íslenskt samfélag, sem og önnur, og vonar að Covid verði á bak og burt á nýju ári. „En ég vona líka að við losnum við Covid-hugarfarið. Það er að segja að við getum aftur farið að lifa frjálsara lífi og ræða pólitík. Það væri óskastaðan.“ Kallar eftir aðgerðum í loftslagsmálum „Síðasta ár hefur bara verið eins og það er, allt fullt af óvæntum atburðum og mistökum í mínu persónulega lífi, vissulega. Það er nú kannski það fallega við að vera maður. Við erum breysk, alls konar, gerum mistök og stundum vegnar okkur vel,“ sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Á næsta ári ætlar hann að endurskipuleggja garðinn sinn, rækta blóm og gróðursetja tré. „Og ég vona bara að okkur öllum í stjórnmálunum auðnist að grípa til nógu harkalegra loftslagsaðgerða til þess að þessi tré fái að vaxa í nokkur hundruð ár í viðbót.“ Umræður formannanna í Kryddsíldinni má sjá í efstu klippunni í þessari frétt.
Kryddsíld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Það gerist ýmislegt á bak við tjöldin „Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta.“ Þessi tilvitnun hefur sjaldan átt jafn vel við og á þessum síðustu og verstu. Stundum er bara allt svolítið flókið og erfitt. En það gera allir mistök og það má bara ekki tapa gleðinni. 30. desember 2021 06:54 Inga ekki í Kryddsíldinni með nýútskrifaðri Þórdísi Kolbrúnu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti í dag að hún yrði ekki með í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Yfir 1.500 manns greindust með Covid hér á landi í gær. 31. desember 2021 14:08 Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp. 31. desember 2021 14:50 Unnsteinn Manuel og Hermigervill frumfluttu nýtt lag Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill komu með stemninguna með sér í Kryddsíldina, áramótaþátt Stöðvar 2. Þar frumfluttu þeir nýtt lag, sem ber heitið Eitur. 31. desember 2021 15:05 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Það gerist ýmislegt á bak við tjöldin „Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta.“ Þessi tilvitnun hefur sjaldan átt jafn vel við og á þessum síðustu og verstu. Stundum er bara allt svolítið flókið og erfitt. En það gera allir mistök og það má bara ekki tapa gleðinni. 30. desember 2021 06:54
Inga ekki í Kryddsíldinni með nýútskrifaðri Þórdísi Kolbrúnu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti í dag að hún yrði ekki með í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Yfir 1.500 manns greindust með Covid hér á landi í gær. 31. desember 2021 14:08
Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp. 31. desember 2021 14:50
Unnsteinn Manuel og Hermigervill frumfluttu nýtt lag Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill komu með stemninguna með sér í Kryddsíldina, áramótaþátt Stöðvar 2. Þar frumfluttu þeir nýtt lag, sem ber heitið Eitur. 31. desember 2021 15:05