Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 11:13 Bjarni Már Magnússon prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Vísir/Baldur Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. Eins og núgildandi reglur segja til um ber þeim sem er í sóttkví á heimili með Covid-smituðum að vera í sóttkví degi lengur en einangrun þess sem smitaður er á heimilinu nemur. Bjarni segir í samtali við fréttastofu að hann viti ekki alveg hvað hann eigi til bragðs að taka. Staðan sé orðin nokkuð þreytt en í gær, á tuttugasta degi sóttkvíar, bárust honum þær fréttir að enn skyldi sóttkvíin lengjast. Við bætast því átta dagar til viðbótar. Blessunarlega hafi börnin verið með lítil eða engin einkenni. „Ég byrjaði 10. desember. Hvað eru það þá, eru það komnir ekki 22 dagar ef maður telur það með,“ segir Bjarni en eins og stendur er gert ráð fyrir því að sóttkvíin vari í 28 daga samfleytt. Hann hefði átt að losna í gær en þá greindist sonur hans smitaður af kórónuveirunni. Bjarni segist ekki geta útilokað að elsti sonurinn greinist og lengist sóttkvíin um sem því nemur. Hefur skilning á annríki heilbrigðisyfirvalda „Það er náttúrulega bara kannski svolítið öfugsnúið, af því að einangrunin, nú hefur hún verið stytt í sjö daga og þá geturðu verið sko í sóttkví alveg endalaust. Ég vona allavega að ég losni á nýju ári, vonandi í janúar,“ segir Bjarni óvenjubrattur í samtali við fréttastofu. Bjarni segist hafa kannað stöðuna hjá Covid göngudeild Landspítalans en kemur að lokuðum dyrum. Reglurnar séu ótvíræðar. Hann hafi þó skilning á því að mikið sé að gera hjá heilbrigðisyfirvöldum og tekur stöðunni af léttúð. „Ég var einmitt að spyrja í gær hvort það væri hægt að fara í smitgát eða eitthvað mildara af því maður væri ekkert að smitast, en það var bara nei, nei,“ segir Bjarni og hlær. Hann bætir við að honum finnist staðan eðli málsins samkvæmt dálítið sérstök. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Sjá meira
Eins og núgildandi reglur segja til um ber þeim sem er í sóttkví á heimili með Covid-smituðum að vera í sóttkví degi lengur en einangrun þess sem smitaður er á heimilinu nemur. Bjarni segir í samtali við fréttastofu að hann viti ekki alveg hvað hann eigi til bragðs að taka. Staðan sé orðin nokkuð þreytt en í gær, á tuttugasta degi sóttkvíar, bárust honum þær fréttir að enn skyldi sóttkvíin lengjast. Við bætast því átta dagar til viðbótar. Blessunarlega hafi börnin verið með lítil eða engin einkenni. „Ég byrjaði 10. desember. Hvað eru það þá, eru það komnir ekki 22 dagar ef maður telur það með,“ segir Bjarni en eins og stendur er gert ráð fyrir því að sóttkvíin vari í 28 daga samfleytt. Hann hefði átt að losna í gær en þá greindist sonur hans smitaður af kórónuveirunni. Bjarni segist ekki geta útilokað að elsti sonurinn greinist og lengist sóttkvíin um sem því nemur. Hefur skilning á annríki heilbrigðisyfirvalda „Það er náttúrulega bara kannski svolítið öfugsnúið, af því að einangrunin, nú hefur hún verið stytt í sjö daga og þá geturðu verið sko í sóttkví alveg endalaust. Ég vona allavega að ég losni á nýju ári, vonandi í janúar,“ segir Bjarni óvenjubrattur í samtali við fréttastofu. Bjarni segist hafa kannað stöðuna hjá Covid göngudeild Landspítalans en kemur að lokuðum dyrum. Reglurnar séu ótvíræðar. Hann hafi þó skilning á því að mikið sé að gera hjá heilbrigðisyfirvöldum og tekur stöðunni af léttúð. „Ég var einmitt að spyrja í gær hvort það væri hægt að fara í smitgát eða eitthvað mildara af því maður væri ekkert að smitast, en það var bara nei, nei,“ segir Bjarni og hlær. Hann bætir við að honum finnist staðan eðli málsins samkvæmt dálítið sérstök.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Sjá meira