Reglur um vinnusóttkví rýmkaðar á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2021 22:34 Halldór Benjamín, sem er framkvæmdastjóri SA, segir að ef ekki hefði verið brugðist við beiðni samtakanna hefði verið dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um vinnusóttkví taka gildi á hádegi á morgun, gamlársdag. Sóttvarnalæknir og almannavarnir hafa gefið út uppfærðar leiðbeiningar um hvenær er heimilt að beita vinnusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að samtökin og aðilar þeirra hafi kallað eftir meiri sveigjanleika af hálfu yfirvalda, svo hægt væri að tryggja starfsemi fyrirtækja í landinu, í ljósi víðtækrar dreifingar Covid-smita í samfélaginu og árifa sóttvarnaaðgerða á starfsemi fyrirtækja. Því ákalli hafi nú verið svarað, með breyttum reglum. „Sóttvarnir geta ekki og mega ekki lama samfélagið og gangverk verðmætasköpunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafi brugðist hratt við beiðni SA um breyttar reglur. „Ella væri dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast,“ segir Halldór. Notist sparlega Vinnusóttkví má aðeins beita fyrir lykilstarfsmenn sem eru í sóttkví, og aðeins ef ekki er hægt að vinna verkefnin án þeirra viðkomu á staðnum. Það á aðeins við ef mögulegt er að uppfylla nauðsynlega sóttvarnaráðstafanir samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Þannig getur starfsfólk í beinni þjónustu við viðskiptavini, til að mynda í verslunum eða á veitingastöðum, ekki verið í vinnusóttkví. Atvinnurekendum og einstaklingum er sjálfum gert að útfæra framkvæmd vinnusóttkvíar á hverjum stað, og koma almannavarnir og sóttvarnalæknir ekki að framkvæmd eða gerð sérstakra leiðbeininga nema í undantekningartilfellum. Vinnuveitendur eiga þá að halda skrá yfir starfsmenn sína í vinnusóttkví og senda á þar til gert netfang, vinnusottkvi@logreglan.is. „Vinnusóttkví er varhugaverð ráðstöfun sem ætti að nota sparlega og eingöngu ef brýn þörf er fyrir framlag starfsmanns sem er í sóttkví vegna nálægðar við COVID-19 smitaðan einstakling. Einstaklingar í vinnusóttkví geta smitað aðra og þar með sett starfsemi í hættu ef fleiri starfsmenn smitast. Aldrei er heimilt að starfa utan heimilis í einangrun. Vinnusóttkví er ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að inna af hendi þau brýnu verkefni á þeim stöðum þar sem viðhafðar eru fullnægjandi sóttvarnir innan sóttkvíar,“ segir þá á vef Samtaka atvinnulífsins. Nánar má lesa um nýjar reglur um vinnusóttkví hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að samtökin og aðilar þeirra hafi kallað eftir meiri sveigjanleika af hálfu yfirvalda, svo hægt væri að tryggja starfsemi fyrirtækja í landinu, í ljósi víðtækrar dreifingar Covid-smita í samfélaginu og árifa sóttvarnaaðgerða á starfsemi fyrirtækja. Því ákalli hafi nú verið svarað, með breyttum reglum. „Sóttvarnir geta ekki og mega ekki lama samfélagið og gangverk verðmætasköpunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafi brugðist hratt við beiðni SA um breyttar reglur. „Ella væri dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast,“ segir Halldór. Notist sparlega Vinnusóttkví má aðeins beita fyrir lykilstarfsmenn sem eru í sóttkví, og aðeins ef ekki er hægt að vinna verkefnin án þeirra viðkomu á staðnum. Það á aðeins við ef mögulegt er að uppfylla nauðsynlega sóttvarnaráðstafanir samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Þannig getur starfsfólk í beinni þjónustu við viðskiptavini, til að mynda í verslunum eða á veitingastöðum, ekki verið í vinnusóttkví. Atvinnurekendum og einstaklingum er sjálfum gert að útfæra framkvæmd vinnusóttkvíar á hverjum stað, og koma almannavarnir og sóttvarnalæknir ekki að framkvæmd eða gerð sérstakra leiðbeininga nema í undantekningartilfellum. Vinnuveitendur eiga þá að halda skrá yfir starfsmenn sína í vinnusóttkví og senda á þar til gert netfang, vinnusottkvi@logreglan.is. „Vinnusóttkví er varhugaverð ráðstöfun sem ætti að nota sparlega og eingöngu ef brýn þörf er fyrir framlag starfsmanns sem er í sóttkví vegna nálægðar við COVID-19 smitaðan einstakling. Einstaklingar í vinnusóttkví geta smitað aðra og þar með sett starfsemi í hættu ef fleiri starfsmenn smitast. Aldrei er heimilt að starfa utan heimilis í einangrun. Vinnusóttkví er ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að inna af hendi þau brýnu verkefni á þeim stöðum þar sem viðhafðar eru fullnægjandi sóttvarnir innan sóttkvíar,“ segir þá á vef Samtaka atvinnulífsins. Nánar má lesa um nýjar reglur um vinnusóttkví hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira