Reglur um vinnusóttkví rýmkaðar á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2021 22:34 Halldór Benjamín, sem er framkvæmdastjóri SA, segir að ef ekki hefði verið brugðist við beiðni samtakanna hefði verið dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um vinnusóttkví taka gildi á hádegi á morgun, gamlársdag. Sóttvarnalæknir og almannavarnir hafa gefið út uppfærðar leiðbeiningar um hvenær er heimilt að beita vinnusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að samtökin og aðilar þeirra hafi kallað eftir meiri sveigjanleika af hálfu yfirvalda, svo hægt væri að tryggja starfsemi fyrirtækja í landinu, í ljósi víðtækrar dreifingar Covid-smita í samfélaginu og árifa sóttvarnaaðgerða á starfsemi fyrirtækja. Því ákalli hafi nú verið svarað, með breyttum reglum. „Sóttvarnir geta ekki og mega ekki lama samfélagið og gangverk verðmætasköpunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafi brugðist hratt við beiðni SA um breyttar reglur. „Ella væri dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast,“ segir Halldór. Notist sparlega Vinnusóttkví má aðeins beita fyrir lykilstarfsmenn sem eru í sóttkví, og aðeins ef ekki er hægt að vinna verkefnin án þeirra viðkomu á staðnum. Það á aðeins við ef mögulegt er að uppfylla nauðsynlega sóttvarnaráðstafanir samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Þannig getur starfsfólk í beinni þjónustu við viðskiptavini, til að mynda í verslunum eða á veitingastöðum, ekki verið í vinnusóttkví. Atvinnurekendum og einstaklingum er sjálfum gert að útfæra framkvæmd vinnusóttkvíar á hverjum stað, og koma almannavarnir og sóttvarnalæknir ekki að framkvæmd eða gerð sérstakra leiðbeininga nema í undantekningartilfellum. Vinnuveitendur eiga þá að halda skrá yfir starfsmenn sína í vinnusóttkví og senda á þar til gert netfang, vinnusottkvi@logreglan.is. „Vinnusóttkví er varhugaverð ráðstöfun sem ætti að nota sparlega og eingöngu ef brýn þörf er fyrir framlag starfsmanns sem er í sóttkví vegna nálægðar við COVID-19 smitaðan einstakling. Einstaklingar í vinnusóttkví geta smitað aðra og þar með sett starfsemi í hættu ef fleiri starfsmenn smitast. Aldrei er heimilt að starfa utan heimilis í einangrun. Vinnusóttkví er ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að inna af hendi þau brýnu verkefni á þeim stöðum þar sem viðhafðar eru fullnægjandi sóttvarnir innan sóttkvíar,“ segir þá á vef Samtaka atvinnulífsins. Nánar má lesa um nýjar reglur um vinnusóttkví hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Fleiri fréttir Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að samtökin og aðilar þeirra hafi kallað eftir meiri sveigjanleika af hálfu yfirvalda, svo hægt væri að tryggja starfsemi fyrirtækja í landinu, í ljósi víðtækrar dreifingar Covid-smita í samfélaginu og árifa sóttvarnaaðgerða á starfsemi fyrirtækja. Því ákalli hafi nú verið svarað, með breyttum reglum. „Sóttvarnir geta ekki og mega ekki lama samfélagið og gangverk verðmætasköpunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafi brugðist hratt við beiðni SA um breyttar reglur. „Ella væri dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast,“ segir Halldór. Notist sparlega Vinnusóttkví má aðeins beita fyrir lykilstarfsmenn sem eru í sóttkví, og aðeins ef ekki er hægt að vinna verkefnin án þeirra viðkomu á staðnum. Það á aðeins við ef mögulegt er að uppfylla nauðsynlega sóttvarnaráðstafanir samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Þannig getur starfsfólk í beinni þjónustu við viðskiptavini, til að mynda í verslunum eða á veitingastöðum, ekki verið í vinnusóttkví. Atvinnurekendum og einstaklingum er sjálfum gert að útfæra framkvæmd vinnusóttkvíar á hverjum stað, og koma almannavarnir og sóttvarnalæknir ekki að framkvæmd eða gerð sérstakra leiðbeininga nema í undantekningartilfellum. Vinnuveitendur eiga þá að halda skrá yfir starfsmenn sína í vinnusóttkví og senda á þar til gert netfang, vinnusottkvi@logreglan.is. „Vinnusóttkví er varhugaverð ráðstöfun sem ætti að nota sparlega og eingöngu ef brýn þörf er fyrir framlag starfsmanns sem er í sóttkví vegna nálægðar við COVID-19 smitaðan einstakling. Einstaklingar í vinnusóttkví geta smitað aðra og þar með sett starfsemi í hættu ef fleiri starfsmenn smitast. Aldrei er heimilt að starfa utan heimilis í einangrun. Vinnusóttkví er ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að inna af hendi þau brýnu verkefni á þeim stöðum þar sem viðhafðar eru fullnægjandi sóttvarnir innan sóttkvíar,“ segir þá á vef Samtaka atvinnulífsins. Nánar má lesa um nýjar reglur um vinnusóttkví hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Fleiri fréttir Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Sjá meira