Tímaspursmál hvenær starfsemi fyrirtækja lamast Sunna Valgerðardóttir skrifar 30. desember 2021 18:30 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir að miðað við umfang smita undanfarna daga þá hljóti fyrirtækið að verða fyrir hnjaski á næstu vikum. Vísir/Egill Forstjórar tveggja stórra fyrirtækja í Reykjavík segjast þakka fyrir hvern dag þar sem starfsemin helst gangandi, en það sé bara tímaspursmál hvenær það taki enda. Nærri fimm prósent allra íbúa höfuðborgarsvæðisins eru nú annað hvort í sóttkví eða einangrun. Forsvarsmenn atvinnulífsins hafa margir hverjir verið mjög iðnir við að gagnrýna sóttvarnaaðgerðirnar í faraldrinum og segja þær hafa haft verulega slæm áhrif á vinnu fólks í landinu. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að aðgerðirnar séu svo íþyngjandi að stjórnvöld verði að treysta fyrirtækjum til þess að halda starfseminni gangandi. Kvíðir framhaldinu „Blessunarlega höfum við sloppið sæmilega vel hingað til. Við höfum misst eina og eina vakt af og til, lentum í fimm manns í einu, það var svona mesta tjónið okkar,” segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. „Vissulega höfum við oft gengið lengra heldur en þarf til að vernda starfsemina en ég er hræddur um að miðað við umfangið sem er núna þá siglum við smám saman í strand, því miður. Ég er mjög kvíðinn því að starfsemin stöðvist.” Andri segir það einungis tímaspursmál þar til smitin hafi lamandi áhrif á starfsemina, þrátt fyrir öll tiltæk ráð í sóttvörnum. Tæp 5 prósent allra íbúa lokuð inni Þetta eru ekki óþarfa áhyggjur hjá Andra. Af þeim tæplega 15 þúsund sem eru annað hvort í sóttkví eða einangrun er langstærstur hluti á höfuðborgarsvæðinu, um 10.500 manns, eða 4,5 prósent af íbúafjölda svæðisins. Næst hæsta hlutfallið er á Suðurnesjum, fjögur prósent, svo á Suðurlandi. Hlutfallslega eru fæstir innilokaðir á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þó að mörg fyrirtæki geti verndað starfsemi sína með heimavinnu starfsfólks, þá eru það sannarlega ekki öll. „Við erum auðvitað með rekstur og aðstæður, þar sem maður er nánast í úrslitaleik á hverjum degi. Auðvitað tekur það á taugarnar og auðvitað tekur það á,” segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes. Þar eru starfsmenn hraðprófaðir á hverjum degi. „Við höfum hingað til bara fengið einstök tilvik þar sem einstaklingar þurfa að fara í sóttkví eða hafa smitast, en heilt yfir hefur þetta gengið vel. Og núna þegar staðan er eitthvað eilítið öðruvísi þá finnst mér langt gengið að ætla að gerast einhver sérfræðingur í þeim efnum.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27 Áslaug vill endurskoða einangrun barna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, velti því upp á Twitter-síðu sinni fyrr í dag hvort tilefni væri til að stytta einangrun og sóttkví barna. Eins og stendur er lengd einangrunar þeirra sem smitast af kórónuveirunni almennt tíu dagar. 29. desember 2021 20:36 Skoða hvort fleirum verði leyft að vinna í sóttkví Mikill fjöldi landsmanna er nú í einangrun og sóttkví sem hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á vinnustaði víðsvegar um landið. Viðræður hafa staðið yfir, meðal annars við Samtök atvinnulífsins, um hvort koma megi á sérstakri vinnusóttkví. 29. desember 2021 22:27 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Forsvarsmenn atvinnulífsins hafa margir hverjir verið mjög iðnir við að gagnrýna sóttvarnaaðgerðirnar í faraldrinum og segja þær hafa haft verulega slæm áhrif á vinnu fólks í landinu. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að aðgerðirnar séu svo íþyngjandi að stjórnvöld verði að treysta fyrirtækjum til þess að halda starfseminni gangandi. Kvíðir framhaldinu „Blessunarlega höfum við sloppið sæmilega vel hingað til. Við höfum misst eina og eina vakt af og til, lentum í fimm manns í einu, það var svona mesta tjónið okkar,” segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. „Vissulega höfum við oft gengið lengra heldur en þarf til að vernda starfsemina en ég er hræddur um að miðað við umfangið sem er núna þá siglum við smám saman í strand, því miður. Ég er mjög kvíðinn því að starfsemin stöðvist.” Andri segir það einungis tímaspursmál þar til smitin hafi lamandi áhrif á starfsemina, þrátt fyrir öll tiltæk ráð í sóttvörnum. Tæp 5 prósent allra íbúa lokuð inni Þetta eru ekki óþarfa áhyggjur hjá Andra. Af þeim tæplega 15 þúsund sem eru annað hvort í sóttkví eða einangrun er langstærstur hluti á höfuðborgarsvæðinu, um 10.500 manns, eða 4,5 prósent af íbúafjölda svæðisins. Næst hæsta hlutfallið er á Suðurnesjum, fjögur prósent, svo á Suðurlandi. Hlutfallslega eru fæstir innilokaðir á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þó að mörg fyrirtæki geti verndað starfsemi sína með heimavinnu starfsfólks, þá eru það sannarlega ekki öll. „Við erum auðvitað með rekstur og aðstæður, þar sem maður er nánast í úrslitaleik á hverjum degi. Auðvitað tekur það á taugarnar og auðvitað tekur það á,” segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes. Þar eru starfsmenn hraðprófaðir á hverjum degi. „Við höfum hingað til bara fengið einstök tilvik þar sem einstaklingar þurfa að fara í sóttkví eða hafa smitast, en heilt yfir hefur þetta gengið vel. Og núna þegar staðan er eitthvað eilítið öðruvísi þá finnst mér langt gengið að ætla að gerast einhver sérfræðingur í þeim efnum.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27 Áslaug vill endurskoða einangrun barna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, velti því upp á Twitter-síðu sinni fyrr í dag hvort tilefni væri til að stytta einangrun og sóttkví barna. Eins og stendur er lengd einangrunar þeirra sem smitast af kórónuveirunni almennt tíu dagar. 29. desember 2021 20:36 Skoða hvort fleirum verði leyft að vinna í sóttkví Mikill fjöldi landsmanna er nú í einangrun og sóttkví sem hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á vinnustaði víðsvegar um landið. Viðræður hafa staðið yfir, meðal annars við Samtök atvinnulífsins, um hvort koma megi á sérstakri vinnusóttkví. 29. desember 2021 22:27 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 30. desember 2021 11:27
Áslaug vill endurskoða einangrun barna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, velti því upp á Twitter-síðu sinni fyrr í dag hvort tilefni væri til að stytta einangrun og sóttkví barna. Eins og stendur er lengd einangrunar þeirra sem smitast af kórónuveirunni almennt tíu dagar. 29. desember 2021 20:36
Skoða hvort fleirum verði leyft að vinna í sóttkví Mikill fjöldi landsmanna er nú í einangrun og sóttkví sem hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á vinnustaði víðsvegar um landið. Viðræður hafa staðið yfir, meðal annars við Samtök atvinnulífsins, um hvort koma megi á sérstakri vinnusóttkví. 29. desember 2021 22:27