Maskína og MMR verða að Maskínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2021 15:27 Ólafur og Þóra ætla að sameina krafta sína við rannsóknir og kannanir undir hatti Maskínu. Maskína og MMR sameinast þann 1. janúar 2022 undir hatti Maskínu. Með sameiningunni verður til eitt öflugasta rannsóknarfyrirtæki landsins sem mun kappkosta að mæta gæðakröfum íslenskra fyrirtækja og stofnana, eins og segir í tilkynningu. „Markmiðið með sameiningunni er sem fyrr að leggja áherslu á gæðakannanir, stuttar boðleiðir og afbragðsþjónustu,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu. „Grunngildi fyrirtækjanna voru þau sömu, fyrst og fremst vönduð vinnubrögð, þó að áherslur í rannsóknum væru nokkuð ólíkar. Þekking sameinaðs fyrirtækis verður meiri og breiðari og við hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir og nýsköpun í síbreytilegu umhverfi viðskiptalífsins,“ segir Þóra. Í stjórnendahópi Maskínu er áratugareynsla. Þóra stofnaði Maskínu ásamt dr. Þorláki Karlssyni rannsóknarstjóra árið 2010. Þau hafa bæði starfað við kannanir í áratugi. Ólafur Þór Gylfason, sem stofnaði MMR fyrir 15 árum síðan, verður sviðsstjóri markaðsrannsókna, en hann hafði áður unnið sem stjórnandi rannsókna fyrir mörg af helstu markaðsfyrirtækjum heims. Ólafur segir að nýsköpun í rannsóknum hafi aldrei verið mikilvægari og að sameiningin geri félagið enn frekar í stakk búið til að taka forystu á því sviði. Auk þeirra starfar öflugur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu. „Þessi þekking og reynsla mun nýtast vel og við hlökkum til að hefja nýtt ár með þennan öfluga hóp rannsóknarfólks,“ segja þau Ólafur og Þóra að lokum. Maskína mun bjóða upp á markaðs- og viðhorfskannanir, þjónustu- og starfsmannakannanir auk fjölbreyttra aðferða við eigindlegar rannsóknir. Skoðanakannanir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
„Markmiðið með sameiningunni er sem fyrr að leggja áherslu á gæðakannanir, stuttar boðleiðir og afbragðsþjónustu,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu. „Grunngildi fyrirtækjanna voru þau sömu, fyrst og fremst vönduð vinnubrögð, þó að áherslur í rannsóknum væru nokkuð ólíkar. Þekking sameinaðs fyrirtækis verður meiri og breiðari og við hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir og nýsköpun í síbreytilegu umhverfi viðskiptalífsins,“ segir Þóra. Í stjórnendahópi Maskínu er áratugareynsla. Þóra stofnaði Maskínu ásamt dr. Þorláki Karlssyni rannsóknarstjóra árið 2010. Þau hafa bæði starfað við kannanir í áratugi. Ólafur Þór Gylfason, sem stofnaði MMR fyrir 15 árum síðan, verður sviðsstjóri markaðsrannsókna, en hann hafði áður unnið sem stjórnandi rannsókna fyrir mörg af helstu markaðsfyrirtækjum heims. Ólafur segir að nýsköpun í rannsóknum hafi aldrei verið mikilvægari og að sameiningin geri félagið enn frekar í stakk búið til að taka forystu á því sviði. Auk þeirra starfar öflugur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu. „Þessi þekking og reynsla mun nýtast vel og við hlökkum til að hefja nýtt ár með þennan öfluga hóp rannsóknarfólks,“ segja þau Ólafur og Þóra að lokum. Maskína mun bjóða upp á markaðs- og viðhorfskannanir, þjónustu- og starfsmannakannanir auk fjölbreyttra aðferða við eigindlegar rannsóknir.
Skoðanakannanir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira