Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2021 11:24 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir hægt að treysta fyrirtækjum varðandi vinnusóttkví enda hafi þau mörg hver gripið til eigin sóttvarnaráðstafana. Það sé ekki fyrirtækjum í haga að margir starfsmenn smitist. Stöð 2/Egill Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi byglju kórónuveirufaraldursins hafa komið mun ver við starfsemi fyrirtækja en fyrri bylgjur vegna þess hversu margir væru að smitast þessar vikurnar. Þá væru gríðarlega mörg fyrirtæki að missa fólk í sóttkví. „Og reksturinn víða á tæpasta vaði hvað mönnunina varðar,“ segir Ólafur. Félag atvinnurekenda hafi því kallað eftir því að reglur um einangrun og sóttkví verði endurskoðaðar í ljósi tveggja þátta sem væru öðru vísi en fyrr í faraldrinum. „Annars vegar virðist þetta ómíkron afbrigði vera mun vægara og í öðru lagi er bólusetningarstaðan allt önnur.“ Fólk með lítil eða engin einkenni væri skikkað í tíu daga sóttkví nánast án undantekninga því erfitt væri vegna mikils álags fyrir fólk að ná sambandi við göngudeildina. Þau fyrirtæki sem ekki geti sent fólk í heimavinnu væru í mestum vanda. Dæmi væru um að fyrirtæki hafi ekki komið vörum til viðskiptavina vegna sóttkvíar starfsmanna. „Í framleiðslu, með stór vöruhús, öflug dreifingarkerfi og svo framvegis,“ segir Ólafur. Það mætti treysta fyrirtækjunum sjálfum til að vakta stöðuna því þau hafi mörg hver sjálf gripið til mjög öflugra sóttvarnaráðstafana með uppskiptingu vakta og hólfaskiptingum starfsmana. Það mætti því víkka svo kallaða vinnusóttkví eins og nefnt hafi verið af talsmönnum Almannavarna. „Það auðvitað átta sig allir á afleiðingunum fyrir sinn rekstur ef það kemur upp útbreitt smit. Eða ef mjög margir hafa verið í snertingu við einhvern smitaðan og þurfa þess vegna að fara í sóttkví. Það er óhætt að segja að menn hafi verið ábyrgir og hugmyndaríkir í að útfæra kerfi sem lágmarka áhrifin á fyrirtækin. Þegar þetta er orðið svona gríðarlega útbreitt verður það æ erfiðara,“ segir Ólafur Stephensen. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir 838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19 Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. 30. desember 2021 10:09 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi byglju kórónuveirufaraldursins hafa komið mun ver við starfsemi fyrirtækja en fyrri bylgjur vegna þess hversu margir væru að smitast þessar vikurnar. Þá væru gríðarlega mörg fyrirtæki að missa fólk í sóttkví. „Og reksturinn víða á tæpasta vaði hvað mönnunina varðar,“ segir Ólafur. Félag atvinnurekenda hafi því kallað eftir því að reglur um einangrun og sóttkví verði endurskoðaðar í ljósi tveggja þátta sem væru öðru vísi en fyrr í faraldrinum. „Annars vegar virðist þetta ómíkron afbrigði vera mun vægara og í öðru lagi er bólusetningarstaðan allt önnur.“ Fólk með lítil eða engin einkenni væri skikkað í tíu daga sóttkví nánast án undantekninga því erfitt væri vegna mikils álags fyrir fólk að ná sambandi við göngudeildina. Þau fyrirtæki sem ekki geti sent fólk í heimavinnu væru í mestum vanda. Dæmi væru um að fyrirtæki hafi ekki komið vörum til viðskiptavina vegna sóttkvíar starfsmanna. „Í framleiðslu, með stór vöruhús, öflug dreifingarkerfi og svo framvegis,“ segir Ólafur. Það mætti treysta fyrirtækjunum sjálfum til að vakta stöðuna því þau hafi mörg hver sjálf gripið til mjög öflugra sóttvarnaráðstafana með uppskiptingu vakta og hólfaskiptingum starfsmana. Það mætti því víkka svo kallaða vinnusóttkví eins og nefnt hafi verið af talsmönnum Almannavarna. „Það auðvitað átta sig allir á afleiðingunum fyrir sinn rekstur ef það kemur upp útbreitt smit. Eða ef mjög margir hafa verið í snertingu við einhvern smitaðan og þurfa þess vegna að fara í sóttkví. Það er óhætt að segja að menn hafi verið ábyrgir og hugmyndaríkir í að útfæra kerfi sem lágmarka áhrifin á fyrirtækin. Þegar þetta er orðið svona gríðarlega útbreitt verður það æ erfiðara,“ segir Ólafur Stephensen.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir 838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19 Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. 30. desember 2021 10:09 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40
Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19 Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. 30. desember 2021 10:09