Sautján ára Úsbeki felldi Carlsen af stallinum Atli Ísleifsson skrifar 29. desember 2021 11:36 Nodirbek Abdusattorov er nýr heimsmeistari í atskák. Getty Nodirbek Abdusattorov, sautján ára Úsbeki, varð í gær heimsmeistari í atskák í pólsku höfuðborginni Varsjá og batt þar með enda á sigurgöngu Norðmannsins Magnus Carlsen sem var fyrir mótið handhafi þriggja stærstu heimsmeistaratitlanna í skákíþróttinni. Carlsen var þó allt annað en sáttur og gagnrýndi fyrirkomulag og reglur mótsins harðlega, en fjórir skákmenn, Carlsen þeirra á meðal, höfðu verið jafnir að stigum að loknu mótinu. Grípa þurfti til einvígis til að skera úr um sigurvegara þar sem Abdusattorov hafði loks betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi. Reglur mótsins gerðu ráð fyrir að í þeim aðstæðum að fleiri en tveir skákmenn væru jafnir að stigum skyldu þeir tveir mætast í einvígi sem væru með flest stig samkvæmt Sonneborn-Berger-reiknireglunni. Reiknireglan reiknar stig leikmanna með tilliti til styrkleika þeirra leikmanna sem viðkomandi hefur unnið eða gert jafntefli við. Þar mældust þeir Abdusattorov og Nepomniachtchi efstir, Carlsen þriðji og Fabiano Caruana fjórði, en allir voru þeir með 9,5 vinning að móti loknu. Squabbles about the rules aside, what an absolutely incredible acheviement! https://t.co/OGTtJMF4Xl— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) December 28, 2021 „Heimskuleg regla“ „Þetta er heimskuleg regla,“ sagði Carlsen í samtali við NRK eftir að ljóst var að hann myndi missa af einvíginu. „Annað hvort eiga allir þeir sem eru efstir með jafnmarga vinninga í umspil, eða þá enginn.“ Í atskák eru leikmenn með fimmtán mínútur á klukkunni, auk tíu sekúndna fyrir hvern leik. Heimsmeistaramótið í hraðskák hefst svo í Varsjá í dag, en þar eru leikmenn með þrjár mínútur á klukkunni. Þar mun Carlsen einnig reyna að verja heimsmeistaratitil sinn. Carlsen varð heimsmeistari í skák í fimmta sinn þann 10. desember síðastliðinn þegar hann hafði betur gegn Rússanum Nepomniachtchi. Það mót fór fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Skák Úsbekistan Pólland Noregur Tengdar fréttir Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52 Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil. 14. desember 2021 13:17 Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Sjá meira
Carlsen var þó allt annað en sáttur og gagnrýndi fyrirkomulag og reglur mótsins harðlega, en fjórir skákmenn, Carlsen þeirra á meðal, höfðu verið jafnir að stigum að loknu mótinu. Grípa þurfti til einvígis til að skera úr um sigurvegara þar sem Abdusattorov hafði loks betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi. Reglur mótsins gerðu ráð fyrir að í þeim aðstæðum að fleiri en tveir skákmenn væru jafnir að stigum skyldu þeir tveir mætast í einvígi sem væru með flest stig samkvæmt Sonneborn-Berger-reiknireglunni. Reiknireglan reiknar stig leikmanna með tilliti til styrkleika þeirra leikmanna sem viðkomandi hefur unnið eða gert jafntefli við. Þar mældust þeir Abdusattorov og Nepomniachtchi efstir, Carlsen þriðji og Fabiano Caruana fjórði, en allir voru þeir með 9,5 vinning að móti loknu. Squabbles about the rules aside, what an absolutely incredible acheviement! https://t.co/OGTtJMF4Xl— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) December 28, 2021 „Heimskuleg regla“ „Þetta er heimskuleg regla,“ sagði Carlsen í samtali við NRK eftir að ljóst var að hann myndi missa af einvíginu. „Annað hvort eiga allir þeir sem eru efstir með jafnmarga vinninga í umspil, eða þá enginn.“ Í atskák eru leikmenn með fimmtán mínútur á klukkunni, auk tíu sekúndna fyrir hvern leik. Heimsmeistaramótið í hraðskák hefst svo í Varsjá í dag, en þar eru leikmenn með þrjár mínútur á klukkunni. Þar mun Carlsen einnig reyna að verja heimsmeistaratitil sinn. Carlsen varð heimsmeistari í skák í fimmta sinn þann 10. desember síðastliðinn þegar hann hafði betur gegn Rússanum Nepomniachtchi. Það mót fór fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Skák Úsbekistan Pólland Noregur Tengdar fréttir Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52 Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil. 14. desember 2021 13:17 Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Sjá meira
Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52
Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil. 14. desember 2021 13:17