Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2021 22:08 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Sigurjón Ólason Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. Jarðskjálfti upp á 3,9 stig um hálfþrjúleytið í dag með upptök í Trölladyngju norðan Krýsuvíkur minnti íbúa Reykjavíkur og nágrennis rækilega á umbrotin á Reykjanesskaga. Allra augu beinast þó að eldstöðinni í Fagradalsfjalli en þar hefur þó dregið úr skjálftavirkni síðustu sólarhringa. Í fréttum Stöðvar 2 lýsti Magnús Tumi mati sínu á stöðunni og líklegri framvindu mála. Hann segir þó alveg klárt að dregið hafi úr skjálftavirkninni en einnig gliðnun landsins. Tvennt gæti verið í stöðunni: Horft frá Kleifarvatni til vesturs yfir Reykjanesfjallgarð. Krýsuvík og Sveifluháls til vinstri. Trölladyngja fyrir miðri mynd og Keilir þar fyrir aftan.Egill Aðalsteinsson „Að þetta sé að verða búið. En hitt er alveg eins líklegt, að kvikan sé núna búin að ryðja frá sér þar sem hún getur og fer þá að leita upp.“ Magnús áætlar að á þeim þremur mánuðum, frá því gosinu lauk í september og þar til hrinan núna hófst fyrir jól, hafi sextíu milljón rúmmetrar safnast fyrir af kviku undir eldstöðinni. „Það er bara jafnmikið aðrennsli kviku og var að streyma upp í gosinu.“ Frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær.Egill Aðalsteinsson Magnús vitnar til þess mats sérfræðinga Veðurstofunnar að kvikan sé núna á um tveggja kílómetra dýpi en hún gæti verið fljót upp. „Það gæti verið nokkrir klukkutímar. Það gæti verið nokkrir dagar. Það gæti líka, svo undarlegt sem það virðist, að þetta væri bara búið núna.“ Hann telur langlíklegast að, gjósi á annað borð, verði það á sama stað eða svipuðum og síðast. Líklegra sé að það gerist þá á næstu dögum frekar en næstu vikum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. 28. desember 2021 14:33 Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. 27. desember 2021 18:26 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Jarðskjálfti upp á 3,9 stig um hálfþrjúleytið í dag með upptök í Trölladyngju norðan Krýsuvíkur minnti íbúa Reykjavíkur og nágrennis rækilega á umbrotin á Reykjanesskaga. Allra augu beinast þó að eldstöðinni í Fagradalsfjalli en þar hefur þó dregið úr skjálftavirkni síðustu sólarhringa. Í fréttum Stöðvar 2 lýsti Magnús Tumi mati sínu á stöðunni og líklegri framvindu mála. Hann segir þó alveg klárt að dregið hafi úr skjálftavirkninni en einnig gliðnun landsins. Tvennt gæti verið í stöðunni: Horft frá Kleifarvatni til vesturs yfir Reykjanesfjallgarð. Krýsuvík og Sveifluháls til vinstri. Trölladyngja fyrir miðri mynd og Keilir þar fyrir aftan.Egill Aðalsteinsson „Að þetta sé að verða búið. En hitt er alveg eins líklegt, að kvikan sé núna búin að ryðja frá sér þar sem hún getur og fer þá að leita upp.“ Magnús áætlar að á þeim þremur mánuðum, frá því gosinu lauk í september og þar til hrinan núna hófst fyrir jól, hafi sextíu milljón rúmmetrar safnast fyrir af kviku undir eldstöðinni. „Það er bara jafnmikið aðrennsli kviku og var að streyma upp í gosinu.“ Frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær.Egill Aðalsteinsson Magnús vitnar til þess mats sérfræðinga Veðurstofunnar að kvikan sé núna á um tveggja kílómetra dýpi en hún gæti verið fljót upp. „Það gæti verið nokkrir klukkutímar. Það gæti verið nokkrir dagar. Það gæti líka, svo undarlegt sem það virðist, að þetta væri bara búið núna.“ Hann telur langlíklegast að, gjósi á annað borð, verði það á sama stað eða svipuðum og síðast. Líklegra sé að það gerist þá á næstu dögum frekar en næstu vikum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. 28. desember 2021 14:33 Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. 27. desember 2021 18:26 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. 28. desember 2021 14:33
Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. 27. desember 2021 18:26