Mikið sé gert úr því að landsbyggðarfólk sé rolur og aular Árni Sæberg skrifar 27. desember 2021 21:20 Ásmundur Friðriksson er ekki ánægður með Verbúðina. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag. Í Reykjavík síðdegis í dag sagðist Ásmundur hafa verið verkstjóri í einni stærstu fiskvinnslu landsins á þeim árum sem Verbúðin á að gerast. Hann segir lífið í verbúðinni þar ekki hafa á nokkurn hátt líkst þeirri mynd sem máluð er upp í þættinum. Þó ýmislegt hafi auðvitað gengið á þar. „Að draga þetta svona upp, samfarir og brjóstasýningar, ég veit ekki inn í hvaða heim þetta fólk er að tala með þessu. Hvort það trúi því að jafnvel á þessum árum sem er verið að horfa til, í upphafi kvótakerfisins, að þá hafi lífið verið svona,“ segir hann. Velur heldur Nýtt líf Þá segir hann að á þeim árum sem hann vann í fiskvinnslu hafi þar verið tekin upp kvikmyndin Nýtt líf. Hún sýni lífið í verðbúð á skemmtilegan og smekklegan hátt. „En ef maður horfir á Nýtt líf og svo þetta sem er gert í gærkvöldi, þar sem fiskvinnslufólkið er gert að einhverjum álfum, skipstjórinn að aumingja sem notar efni upp í endaþarminn á sér og svona hluti. Veistu það, mér finnst þetta ekki ná orðið nokkurri átt,“ Þó segir hann boðskap þáttarins um kvótakerfið eiga rétt á sér. Hann vill þó að hann sé settur fram á annan hátt. „Ég bara stend upp til varnar landsbyggðinni vegna þess að hún á undir högg að sækja í öllu þessi menningarbrölti, sem er orðið gegnsýrt af einhverju berrössuðu fólki og ómennum,“ segir Ásmundur. „Hvað finnst Me-too hreyfingunni?“ Þá veltir Ásmundur því fyrir sér hvernig þátturinn hafi fallið í kramið hjá þeim sem hann kallar „Me-too hreyfinguna“. „Menn mega ekki hósta upp úr sér óviðurkvæmilegu orði, þá missa þeir vinnuna. En svo geta listamenn í nafni listarinnar nauðgað þessu öllu til og frá. Ég er bara orðinn gáttaður á þessari framkomu,“ segir hann. Viðtal við Ásmund Friðriksson í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Í Reykjavík síðdegis í dag sagðist Ásmundur hafa verið verkstjóri í einni stærstu fiskvinnslu landsins á þeim árum sem Verbúðin á að gerast. Hann segir lífið í verbúðinni þar ekki hafa á nokkurn hátt líkst þeirri mynd sem máluð er upp í þættinum. Þó ýmislegt hafi auðvitað gengið á þar. „Að draga þetta svona upp, samfarir og brjóstasýningar, ég veit ekki inn í hvaða heim þetta fólk er að tala með þessu. Hvort það trúi því að jafnvel á þessum árum sem er verið að horfa til, í upphafi kvótakerfisins, að þá hafi lífið verið svona,“ segir hann. Velur heldur Nýtt líf Þá segir hann að á þeim árum sem hann vann í fiskvinnslu hafi þar verið tekin upp kvikmyndin Nýtt líf. Hún sýni lífið í verðbúð á skemmtilegan og smekklegan hátt. „En ef maður horfir á Nýtt líf og svo þetta sem er gert í gærkvöldi, þar sem fiskvinnslufólkið er gert að einhverjum álfum, skipstjórinn að aumingja sem notar efni upp í endaþarminn á sér og svona hluti. Veistu það, mér finnst þetta ekki ná orðið nokkurri átt,“ Þó segir hann boðskap þáttarins um kvótakerfið eiga rétt á sér. Hann vill þó að hann sé settur fram á annan hátt. „Ég bara stend upp til varnar landsbyggðinni vegna þess að hún á undir högg að sækja í öllu þessi menningarbrölti, sem er orðið gegnsýrt af einhverju berrössuðu fólki og ómennum,“ segir Ásmundur. „Hvað finnst Me-too hreyfingunni?“ Þá veltir Ásmundur því fyrir sér hvernig þátturinn hafi fallið í kramið hjá þeim sem hann kallar „Me-too hreyfinguna“. „Menn mega ekki hósta upp úr sér óviðurkvæmilegu orði, þá missa þeir vinnuna. En svo geta listamenn í nafni listarinnar nauðgað þessu öllu til og frá. Ég er bara orðinn gáttaður á þessari framkomu,“ segir hann. Viðtal við Ásmund Friðriksson í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira