Nýta reynsluna eftir hópsmitið á Sólvöllum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. desember 2021 13:15 Viðbragðsteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands var virkjað vegna hópsmitsins í gær. Vísir/Vilhelm Hópsmit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðir í Vestmannaeyjum yfir hátíðirnar en átta starfsmenn og fjórir íbúar hafa nú greinst. Svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum segir viðbúið að fleiri muni greinast á næstu dögum en verið er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins greindust smitaðir um helgina og voru sýni úr starfsmönnum og íbúum tekin í gær. Davíð Egilsson, yfirlæknir á heilsugæslunni og svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum, segir aðgerðir nú miða að því að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu „Á jóladag var strax lokað meðan verið væri að skoða hvað væri í gangi og svo kemur þetta í ljós í gær þannig núna er heimilið bara í sóttkví og verið að vinna úr þessum málum,“ segir Davíð. Í gær kom í ljós að sex starfsmenn til viðbótar og fjórir íbúar væru smitaðir. Þá eru vafasýni hjá einum starfsmanni og tveimur íbúum en það mun skýrast í dag eða á morgun hvort þeir séu smitaðir. „Það er hætt við að það eigi eftir að bætast við einhver smit svona miðað við stöðuna eins og hún lítur út í dag. Það er bara verið að reyna að hólfaskipta, koma þeim sem eru í einangrun frá þeim sem eru í sóttkví og forðast það að þetta dreifist meira en nú er raunin,“ segir Davíð en um 35 íbúar dvelja á heimilinu og eru starfsmenn hátt í 50 talsins. Að sögn Davíðs hafa smitin nokkur áhrif á starfsemi heimilisins en enn sem komið er eru flestir með væg einkenni . „Strax í gær þá var viðbragðsteymi HSU virkjað og í því er starfsfólk sem er hérna á víð og dreif um Suðurland. Við fengum hérna tvo starfsmenn í morgun sem komu inn á heimilið til að reyna að tryggja bæði öryggi starfsfólks sem eftir stendur, og vistmanna auðvitað,“ segir Davíð. Næstu daga verður haldið áfram að skima íbúa og starfsmenn en staðan er metin frá degi til dags. „Auðvitað er það hættan, að það eigi eftir að bætast við smit miðað við hvernig þetta lítur út núna, en þetta var eitthvað sem fólk var búið að undirbúa sig fyrir,“ segir Davíð. Hann vísar til hópsmits sem kom upp á hjúkrunarheimilum Sólvöllum á Eyrarbakka í fyrra í tengslum við hópsmitið á Landakoti. Sextán af nítján heimilismönnum greindust smitaðir þá og létust tveir þeirra. „Við lærðum náttúrulega mjög mikið á því sem gerðist á Sólvöllum í fyrra og menn nýta þá reynslu bara til að bregðast enn hraðar við þegar þetta kemur svona upp eins og núna,“ segir Davíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 27. desember 2021 11:47 Lést á Sólvöllum vegna Covid-19 Alls hafa 25 látist vegna Covid-19 hér á landi. 12. nóvember 2020 11:09 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins greindust smitaðir um helgina og voru sýni úr starfsmönnum og íbúum tekin í gær. Davíð Egilsson, yfirlæknir á heilsugæslunni og svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum, segir aðgerðir nú miða að því að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu „Á jóladag var strax lokað meðan verið væri að skoða hvað væri í gangi og svo kemur þetta í ljós í gær þannig núna er heimilið bara í sóttkví og verið að vinna úr þessum málum,“ segir Davíð. Í gær kom í ljós að sex starfsmenn til viðbótar og fjórir íbúar væru smitaðir. Þá eru vafasýni hjá einum starfsmanni og tveimur íbúum en það mun skýrast í dag eða á morgun hvort þeir séu smitaðir. „Það er hætt við að það eigi eftir að bætast við einhver smit svona miðað við stöðuna eins og hún lítur út í dag. Það er bara verið að reyna að hólfaskipta, koma þeim sem eru í einangrun frá þeim sem eru í sóttkví og forðast það að þetta dreifist meira en nú er raunin,“ segir Davíð en um 35 íbúar dvelja á heimilinu og eru starfsmenn hátt í 50 talsins. Að sögn Davíðs hafa smitin nokkur áhrif á starfsemi heimilisins en enn sem komið er eru flestir með væg einkenni . „Strax í gær þá var viðbragðsteymi HSU virkjað og í því er starfsfólk sem er hérna á víð og dreif um Suðurland. Við fengum hérna tvo starfsmenn í morgun sem komu inn á heimilið til að reyna að tryggja bæði öryggi starfsfólks sem eftir stendur, og vistmanna auðvitað,“ segir Davíð. Næstu daga verður haldið áfram að skima íbúa og starfsmenn en staðan er metin frá degi til dags. „Auðvitað er það hættan, að það eigi eftir að bætast við smit miðað við hvernig þetta lítur út núna, en þetta var eitthvað sem fólk var búið að undirbúa sig fyrir,“ segir Davíð. Hann vísar til hópsmits sem kom upp á hjúkrunarheimilum Sólvöllum á Eyrarbakka í fyrra í tengslum við hópsmitið á Landakoti. Sextán af nítján heimilismönnum greindust smitaðir þá og létust tveir þeirra. „Við lærðum náttúrulega mjög mikið á því sem gerðist á Sólvöllum í fyrra og menn nýta þá reynslu bara til að bregðast enn hraðar við þegar þetta kemur svona upp eins og núna,“ segir Davíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 27. desember 2021 11:47 Lést á Sólvöllum vegna Covid-19 Alls hafa 25 látist vegna Covid-19 hér á landi. 12. nóvember 2020 11:09 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 27. desember 2021 11:47
Lést á Sólvöllum vegna Covid-19 Alls hafa 25 látist vegna Covid-19 hér á landi. 12. nóvember 2020 11:09
Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent