Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Árni Sæberg skrifar 26. desember 2021 18:38 Arnar Þór Jónsson lögmaður flytur málin fimm á morgun. Vísir/ÞÞ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Þá hefur áður verið reynt á ákvarðanir sóttvarnarlæknis í tengslum við sóttvarnaraðgerðir. Í apríl síðastliðnum var kveðinn upp úrskurður þess efnis að sóttvarnarlæknir hefði gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Arnar Þór Jónsson lögmaður flytur öll málin fimm. Hann segir í samtali við Vísi að hann telji fulla ástæðu til að láta reyna á lögmæti einangrunar þeirra sem greinst hafa jákvæðir í PCR-prófi en eru einkennalausir. Vilja út Skjólstæðingar hans í málunum fimm sitja í einangrun og vilja að stjórnvaldsákvarðanir sóttvarnalæknis þess efnis verði felldar úr gildi. Þá vilja þeir kalla eftir efnislegri umfjöllun um þann grundvöll sem ákvörðun um einangrun er tekin á. „Hversu áreiðanleg eru þessi próf, til dæmis?“ segir Arnar Þór. Hann vísar til þess að í Austurríki, Þýskalandi og Portúgal hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti reisa stjórnaldsákvarðanir á niðurstöðu PCR-prófs. Þá veltir hann því fyrir sér hver vísindalegur grundvöllur þess að þeir sem greinast smitaðir en eru einkennalausir sæti einangrun í heila tíu daga. Gera athugasemdir við formið Arnar Þór segir skjólstæðinga sína gera athugasemdir við það hvernig er staðið að málunum af hálfu embættis sóttvarnalæknis. Til dæmis telji þeir að skort hafi á upplýsingagjöf. Rík upplýsingaskylda hvíli á stjórnvöldum í málum sem þessum. Þá leggur Arnar Þór áherlsu á það að sönnunarbyrði um nauðsyn frelsiskerðingar hvíli ekki á hinum almenna borgara heldur á stjórnvaldinu. „Það er bara nauðsynlegt að láta á þetta reyna og við vonumst til að fá alvöru úrlausn um þetta,“ segir hann. Þá segir hann að niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur megi vænta strax á þriðjudag. Enda sé um gríðarlega hagsmuni að ræða þegar frelsi fólks er í húfi. Þá muni hann ásamt lögmanni mótaðila reyna að leggja málin upp á einfaldan hátt þannig að dómari geti unnið dóm hratt. Vill að sóttvarnalæknir framvísi áreiðanlegum heimildum Aðspurður um réttaráhrif þess að dómari fallist á kröfur umbjóðenda hans segir Arnar Þór það annars vegar vera að þeir losni úr einangrun og hins vegar að sóttvarnarlæknir muni þurfa að bregðast við. „Þá náttúrulega blasir það við að sóttvarnalæknir þarf að endurskoða sínar vinnureglur, framvísa áreiðanlegum heimildum, ritrýndum vísindalegum forsendum og tefla fram alvöru rökstuðningi,“ segir Arnar Þór. Þá segir hann að horfa þyrfti á heildarmynd en ekki bara út frá „rörsýni sóttvarnalæknis.“ „Tjónið sem er að verða hérna í landinu og er mælanlegt, efnahagslega tjónið, er einn þáttur. Hið sálræna, félagslega, pólitíska og margvíslegt annað tjón sem er að verða hérna, það er erfitt að mæla það,“ segir hann. „Ef við keyrum áfram eftir þessari braut svona bremsulaus þá hef ég áhyggjur af því hvar við lendum. Þess vegna vil ég láta reyna á þetta,“ segir Arnar Þór Jónsson lögmaður að lokum. Upphaflega stóð að aldrei hefði áður verið látið reyna á ákvörðun um einangrun en það reyndist ekki rétt. Fréttin hefur nú verið leiðrétt eftir ábendingu heilbrigðisráðuneytisins þess efnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Þá hefur áður verið reynt á ákvarðanir sóttvarnarlæknis í tengslum við sóttvarnaraðgerðir. Í apríl síðastliðnum var kveðinn upp úrskurður þess efnis að sóttvarnarlæknir hefði gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Arnar Þór Jónsson lögmaður flytur öll málin fimm. Hann segir í samtali við Vísi að hann telji fulla ástæðu til að láta reyna á lögmæti einangrunar þeirra sem greinst hafa jákvæðir í PCR-prófi en eru einkennalausir. Vilja út Skjólstæðingar hans í málunum fimm sitja í einangrun og vilja að stjórnvaldsákvarðanir sóttvarnalæknis þess efnis verði felldar úr gildi. Þá vilja þeir kalla eftir efnislegri umfjöllun um þann grundvöll sem ákvörðun um einangrun er tekin á. „Hversu áreiðanleg eru þessi próf, til dæmis?“ segir Arnar Þór. Hann vísar til þess að í Austurríki, Þýskalandi og Portúgal hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti reisa stjórnaldsákvarðanir á niðurstöðu PCR-prófs. Þá veltir hann því fyrir sér hver vísindalegur grundvöllur þess að þeir sem greinast smitaðir en eru einkennalausir sæti einangrun í heila tíu daga. Gera athugasemdir við formið Arnar Þór segir skjólstæðinga sína gera athugasemdir við það hvernig er staðið að málunum af hálfu embættis sóttvarnalæknis. Til dæmis telji þeir að skort hafi á upplýsingagjöf. Rík upplýsingaskylda hvíli á stjórnvöldum í málum sem þessum. Þá leggur Arnar Þór áherlsu á það að sönnunarbyrði um nauðsyn frelsiskerðingar hvíli ekki á hinum almenna borgara heldur á stjórnvaldinu. „Það er bara nauðsynlegt að láta á þetta reyna og við vonumst til að fá alvöru úrlausn um þetta,“ segir hann. Þá segir hann að niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur megi vænta strax á þriðjudag. Enda sé um gríðarlega hagsmuni að ræða þegar frelsi fólks er í húfi. Þá muni hann ásamt lögmanni mótaðila reyna að leggja málin upp á einfaldan hátt þannig að dómari geti unnið dóm hratt. Vill að sóttvarnalæknir framvísi áreiðanlegum heimildum Aðspurður um réttaráhrif þess að dómari fallist á kröfur umbjóðenda hans segir Arnar Þór það annars vegar vera að þeir losni úr einangrun og hins vegar að sóttvarnarlæknir muni þurfa að bregðast við. „Þá náttúrulega blasir það við að sóttvarnalæknir þarf að endurskoða sínar vinnureglur, framvísa áreiðanlegum heimildum, ritrýndum vísindalegum forsendum og tefla fram alvöru rökstuðningi,“ segir Arnar Þór. Þá segir hann að horfa þyrfti á heildarmynd en ekki bara út frá „rörsýni sóttvarnalæknis.“ „Tjónið sem er að verða hérna í landinu og er mælanlegt, efnahagslega tjónið, er einn þáttur. Hið sálræna, félagslega, pólitíska og margvíslegt annað tjón sem er að verða hérna, það er erfitt að mæla það,“ segir hann. „Ef við keyrum áfram eftir þessari braut svona bremsulaus þá hef ég áhyggjur af því hvar við lendum. Þess vegna vil ég láta reyna á þetta,“ segir Arnar Þór Jónsson lögmaður að lokum. Upphaflega stóð að aldrei hefði áður verið látið reyna á ákvörðun um einangrun en það reyndist ekki rétt. Fréttin hefur nú verið leiðrétt eftir ábendingu heilbrigðisráðuneytisins þess efnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Sjá meira