Knattspyrnusamband Íslands birti nýverið skilaboð á samfélagsmiðlum sínum þar sem fólk var hvatt til þess að láta aðra vita ef því liði illa.
„Það eru til leiðir til að takast á við allt,“ segir Arnar Þór til að mynda í myndbandi sem KSÍ birti á Twitter-síðu sinni þann 17. desember síðastliðinn.
"It's ok not to be ok".https://t.co/OUfkS9gCDb#FeelWellPlayWell #mentalhealth #MentalHealthMatters #MentalHealthAwareness pic.twitter.com/lWEiFsA85P
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 17, 2021
„Að glíma við andlega erfiðleika þýðir ekki að maður sé einhver aumingi. Andleg veikindi hverfa ekkert ef maður bítur á jaxlinn. Ekkert frekar en aðrir sjúkdómar,“ bætti Arnar Þór við í myndbroti sem birt var á vef sambandsins nokkrum dögum síðar.
"Mental illnesses won't just disappear if we tough it out."#FeelWellPlayWell #mentalhealth #MentalHealthAwareness #MentalHealthMatters pic.twitter.com/q1hB1NnUI5
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 21, 2021