Búast má við enn hærri tölum eftir helgi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. desember 2021 18:38 Gríðarlegur fjöldi hefur skimaður á Suðurlandsbraut síðustu daga. Vísir/Vilhelm 16 ára unglingur er í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19. Enn einn metdagurinn var í fjölda þeirra sem greindust smitaðir af Covid-19 í gær eða 522. Verið er að undirbúa að opna fimmta farsóttarhúsið. 493 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og 29 á landamærum. Aðeins tæplega þriðjungur var í sóttkví við greiningu. Þetta er þriðji dagurinn í þessari viku sem met er slegið. Tæplega 3.200 manns eru í einangrun og ríflega 4.000 í sóttkví. Alls eru ellefu á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu. Af þeim eru þrír í öndunarvél. Einn þeirra er aðeins sextán ára gamall samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. Ekki var unnt að fá frekari upplýsingar um líðan viðkomandi. Langflestir þeirra sem eru í einangrun núna eru á aldrinum 18-29 ára en þar á eftir kemur aldurshópurinn 6-12 ára. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir talsmaður almannavarna segir að tölur síðustu daga komi ekki á óvart. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir talsmaður almannavarna segir að tölur síðustu daga komi ekki á óvart.Vísir „Þetta er það sem við bjuggumst við og það sem að minnisblað Þórólfs byggir á og spálíkanið hans Thors Asperlunds. Við vitum það náttúrulega um helgar og á frídögum eins og þessum eru alltaf færri sýni en venjulega þannig að það má búast við enn meiri aukningu næstu daga.“ Gríðarlegt álag sé á smitrakningarteyminu. „Smitrakningin gengur vel en líka af því við höfum bætt mikið við fjöldann í úthringingum. Við höfum líka fengið aðstoð frá sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum sem hringja kauplaust í fólk nú yfir hátíðarnar,“ segir hún. Ingibjörg segir flesta taka símtali um einangrun eða sóttkví af yfirvegun. „Það er alveg ótrúlegt hvað langflestir sýna þessu mikið æðruleysi og fara strax í að reyna að finna nýjar leiðir til að verja tímanum saman eins og með fjarfundarbúnaði og öðru,“ segir Ingibjörg. Ríflega 200 dvelja nú í farsóttarhúsnunum í Reykjavík og eru ennþá nokkur herbergi laus. Búist er við að fimmta farsóttarhúsið opni í Reykjavík í janúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sextán ára í öndunarvél vegna Covid Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu. 25. desember 2021 15:57 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
493 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og 29 á landamærum. Aðeins tæplega þriðjungur var í sóttkví við greiningu. Þetta er þriðji dagurinn í þessari viku sem met er slegið. Tæplega 3.200 manns eru í einangrun og ríflega 4.000 í sóttkví. Alls eru ellefu á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu. Af þeim eru þrír í öndunarvél. Einn þeirra er aðeins sextán ára gamall samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. Ekki var unnt að fá frekari upplýsingar um líðan viðkomandi. Langflestir þeirra sem eru í einangrun núna eru á aldrinum 18-29 ára en þar á eftir kemur aldurshópurinn 6-12 ára. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir talsmaður almannavarna segir að tölur síðustu daga komi ekki á óvart. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir talsmaður almannavarna segir að tölur síðustu daga komi ekki á óvart.Vísir „Þetta er það sem við bjuggumst við og það sem að minnisblað Þórólfs byggir á og spálíkanið hans Thors Asperlunds. Við vitum það náttúrulega um helgar og á frídögum eins og þessum eru alltaf færri sýni en venjulega þannig að það má búast við enn meiri aukningu næstu daga.“ Gríðarlegt álag sé á smitrakningarteyminu. „Smitrakningin gengur vel en líka af því við höfum bætt mikið við fjöldann í úthringingum. Við höfum líka fengið aðstoð frá sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum sem hringja kauplaust í fólk nú yfir hátíðarnar,“ segir hún. Ingibjörg segir flesta taka símtali um einangrun eða sóttkví af yfirvegun. „Það er alveg ótrúlegt hvað langflestir sýna þessu mikið æðruleysi og fara strax í að reyna að finna nýjar leiðir til að verja tímanum saman eins og með fjarfundarbúnaði og öðru,“ segir Ingibjörg. Ríflega 200 dvelja nú í farsóttarhúsnunum í Reykjavík og eru ennþá nokkur herbergi laus. Búist er við að fimmta farsóttarhúsið opni í Reykjavík í janúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sextán ára í öndunarvél vegna Covid Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu. 25. desember 2021 15:57 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sextán ára í öndunarvél vegna Covid Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu. 25. desember 2021 15:57