Mikil ásókn í sýnatöku: „Langflestir eru að fá svar samdægurs“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2021 17:53 Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku en verkefnastjóri segir vel hafa gengið. Vísir/Vilhelm Mikil röð var í sýnatöku á Suðurlandsbraut í morgun. Opið var milli 8-14 í dag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu biðu flestir í um klukkutíma. Einhverjir hafa haft áhyggjur af því að langan tíma taki að fá niðurstöðu úr sýnatökunni en verkefnastjóri segir þær áhyggjur óþarfar. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að almennt taki um átta til tíu klukkustundir að fá niðurstöðu úr PCR prófi eftir sýnatöku. Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku síðustu daga en metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í dag, þriðja daginn í röð. Um 1.600 manns voru skráðir í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. „Það var mikil röð í morgun en það var svona aðallega út af því að það var smá hikst í að skrá fólk inn í skönnun. En það bara lagaðist eftir 45 mínútur og öll röð búin 12:30,“ segir Ingibjörg en starfsfólk tók enn fleiri sýni í gær, aðfangadag, eða um 2.000 sýni; „Þetta gekk hratt og vel fyrir sig.“ Flestir fái niðurstöðu samdægurs Hún segir sjaldgæft að mjög langan tíma taki að fá niðurstöðu úr PCR-prófum en eitthvað gæti biðin orðið lengri yfir hátíðarnar. Margir séu í fríi en Sýkla- og veirudeild Landspítalans sér um að greina sýnin. Nú sá ég einhvers staðar að fólk þurfi að bíða í 36 klukkustundir, er það eitthvað sem þú kannast við? „Það er bara búið að vera alla tíð. Það getur dregist, sérstaklega þegar það er mikið álag, en langflestir fá svar samdægurs. Átta til tíu tímar yfirleitt en svo getur náttúrulega dregist [að fá niðurstöðu] þannig að við segjum alveg 24 til 36 tíma. En langflestir eru að fá þetta miklu fyrr,“ segir Ingibjörg Salóme en bætir við að hún komi ekki að greiningu sýnanna sjálfra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að almennt taki um átta til tíu klukkustundir að fá niðurstöðu úr PCR prófi eftir sýnatöku. Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku síðustu daga en metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í dag, þriðja daginn í röð. Um 1.600 manns voru skráðir í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. „Það var mikil röð í morgun en það var svona aðallega út af því að það var smá hikst í að skrá fólk inn í skönnun. En það bara lagaðist eftir 45 mínútur og öll röð búin 12:30,“ segir Ingibjörg en starfsfólk tók enn fleiri sýni í gær, aðfangadag, eða um 2.000 sýni; „Þetta gekk hratt og vel fyrir sig.“ Flestir fái niðurstöðu samdægurs Hún segir sjaldgæft að mjög langan tíma taki að fá niðurstöðu úr PCR-prófum en eitthvað gæti biðin orðið lengri yfir hátíðarnar. Margir séu í fríi en Sýkla- og veirudeild Landspítalans sér um að greina sýnin. Nú sá ég einhvers staðar að fólk þurfi að bíða í 36 klukkustundir, er það eitthvað sem þú kannast við? „Það er bara búið að vera alla tíð. Það getur dregist, sérstaklega þegar það er mikið álag, en langflestir fá svar samdægurs. Átta til tíu tímar yfirleitt en svo getur náttúrulega dregist [að fá niðurstöðu] þannig að við segjum alveg 24 til 36 tíma. En langflestir eru að fá þetta miklu fyrr,“ segir Ingibjörg Salóme en bætir við að hún komi ekki að greiningu sýnanna sjálfra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira