Greindust öll á landamærunum og verða saman á jólunum Snorri Másson skrifar 23. desember 2021 23:00 Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir, Kristný Þorgeirsdóttir, Berglind Egilsdóttir, Logi Árnason, Gunnar Sveinn Sigfússon, Agnes Gunnarsdóttir, Egill Orri Árnason, Gabríela Ýr Þorvaldsdóttir, Dagbjört Bjarnadóttir og Arnór Snær Sigurðsson. Aðsend mynd Níu manna vinahópur sem kom frá Puerto Rico í fyrradag greindist allur með Covid-19 við komuna til landsins. Í stað þess að húka í einangrun hvert um sig ákváðu þau að framlengja fríið öll saman í sumarbústað á Snæfellsnesi yfir jólin. Þessir níu heilsuhraustu og að langmestu leyti einkennalausu Covid-sjúklingar eru á meðal þeirra 2.600 sem eru í einangrun þessa stundina, nú daginn fyrir jól. Fréttastofa tók hús á krökkunum í gegnum skjáinn, fékk ferðasöguna og lýsingar á skrýtnum jólum fram undan: Þrír hafa smitast áður „Við vorum öll saman erlendis í Puerto Rico í nokkuð skemmtilegri ferð. Komum svo heim, öll sýkt, og sáum fram á að þurfa að vera ein á jólunum og jóladag, jafnvel áramótunum. Og þá lá bara beinast við að gera þetta saman,“ segir Páll Orri Pálsson í samtali við fréttastofu. Hópurinn kom sér fyrir í húsi einnar stelpunnar í sumarbústað á Snæfellsnesi þar sem jólin verða haldin hátíðleg. Skárri einangrun en í fyrra skiptið, segja þrír í hópnum sem hafa fengið Covid áður. Þá grunar að hér sé omíkron á ferð en talið er að meðgöngutími þess afbrigðis sé mun styttri en annarra. Covid-19, hvað er það?Aðsend mynd „Þetta var ótrúlegt af því að maðurinn sem við fengum að vita að hefði verið með þetta úti var ekki í nánd við okkur öll. Þannig að þetta hefur einhvern veginn ferðast á milli okkar. Þetta er greinilega mjög smitandi já,“ segir Gunnar Sveinn Sigfússon. Hópurinn greindist 21. desember þannig að allar líkur eru á að hann verði áfram í einangrun á gamlárskvöld. Saknið þið ekkert mömmu og pabba? Jú, segja krakkarnir, þannig séð. En þetta er ekki svo slæmt: „Það væri gaman að hitta þau en við gerum bara allt þetta sama. Við stillum bara á Bubba í kvöld á Þorláksmessu og við erum að setja upp jólatré,“ segir Páll Orri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Þessir níu heilsuhraustu og að langmestu leyti einkennalausu Covid-sjúklingar eru á meðal þeirra 2.600 sem eru í einangrun þessa stundina, nú daginn fyrir jól. Fréttastofa tók hús á krökkunum í gegnum skjáinn, fékk ferðasöguna og lýsingar á skrýtnum jólum fram undan: Þrír hafa smitast áður „Við vorum öll saman erlendis í Puerto Rico í nokkuð skemmtilegri ferð. Komum svo heim, öll sýkt, og sáum fram á að þurfa að vera ein á jólunum og jóladag, jafnvel áramótunum. Og þá lá bara beinast við að gera þetta saman,“ segir Páll Orri Pálsson í samtali við fréttastofu. Hópurinn kom sér fyrir í húsi einnar stelpunnar í sumarbústað á Snæfellsnesi þar sem jólin verða haldin hátíðleg. Skárri einangrun en í fyrra skiptið, segja þrír í hópnum sem hafa fengið Covid áður. Þá grunar að hér sé omíkron á ferð en talið er að meðgöngutími þess afbrigðis sé mun styttri en annarra. Covid-19, hvað er það?Aðsend mynd „Þetta var ótrúlegt af því að maðurinn sem við fengum að vita að hefði verið með þetta úti var ekki í nánd við okkur öll. Þannig að þetta hefur einhvern veginn ferðast á milli okkar. Þetta er greinilega mjög smitandi já,“ segir Gunnar Sveinn Sigfússon. Hópurinn greindist 21. desember þannig að allar líkur eru á að hann verði áfram í einangrun á gamlárskvöld. Saknið þið ekkert mömmu og pabba? Jú, segja krakkarnir, þannig séð. En þetta er ekki svo slæmt: „Það væri gaman að hitta þau en við gerum bara allt þetta sama. Við stillum bara á Bubba í kvöld á Þorláksmessu og við erum að setja upp jólatré,“ segir Páll Orri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12