Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2021 18:18 Brynjar er brattur eftir aðgerðina og þakkar starfsmönnum Landspítalans fyrir vel unnin störf. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. Brynjar greinir frá fréttunum í færslu á Facebook síðu sinni en hann segir að atburðarásin hafi hafist þegar hann fékk heiftarlegt nýrnasteinakast í miðri kosningabaráttu. Í kjölfarið féll hann svo af rafskútu og afleiðingarnar af þeim hremmingum urðu höfuðhögg og krambúleruð rifbein. Brynjar hélt rakleiðis í myndatöku og þá kom í ljós að æxli væri í neðsta hluta lungans. „Mín fyrirsætustörf hafa einkum verið röntgen- og sneiðmyndatökur síðasta misserið. Ég trúi því að almættið hafi sent mig á rafskútuna og sett í mig nýrnasteinana. Við þær myndatökur kom neðsti hluti lungans inn á myndina. Fannst þar fyrir tilviljun æxli sem ekki er ætlað að vera þar,“ segir Brynjar í Facebook færslunni. „Ég var ekki fyrr kominn í dómsmálaráðuneytið, í óþökk margra þegar Lækna-Tómas hringdi í mig og vildi skera úr mér æxlið og skipti engu hvort það væri góðkynja eða illkynja. Þótti líklegra að það væri illkynja vegna þess hvers konar maður ég væri,“ heldur Brynjar áfram. Sleppur við heimilisstörfin að mestu Fréttastofa náði tali af Brynjari sem var brattur miðað við aðstæður en viðurkennir að vera aðeins lemstraður eftir aðgerðina. Skera hafi þurft hluta af lunganu sem er talsvert inngrip en hann segist feginn að ekki hafi þurft að taka meira af lunganu. Fyrir aðgerðina var ekki ljóst hvort að um illkynja eða góðkynja æxli væri að ræða en þegar búið var að fjarlægja hlutann kom loks í ljós að æxlið væri góðkynja - blessunarlega. Brynjar var að vonum feginn þegar Tómas Guðbjartsson, eða Lækna-Tómas, færði honum fréttirnar fyrr í dag. Brynjar segist ætla að taka því rólega yfir hátíðarnar og gerir ráð fyrir því að það taki líklega nokkra daga að jafna sig: Það var helvíti gott að fá miðann frá þeim [læknunum] að ég mætti ekki vinna mikið heimilisstörf. Það var alveg lykilatriði,“ segir Brynjar hress: „Þetta voru mjög góðar fréttir fyrir jól.“ Rafhlaupahjól Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Brynjar greinir frá fréttunum í færslu á Facebook síðu sinni en hann segir að atburðarásin hafi hafist þegar hann fékk heiftarlegt nýrnasteinakast í miðri kosningabaráttu. Í kjölfarið féll hann svo af rafskútu og afleiðingarnar af þeim hremmingum urðu höfuðhögg og krambúleruð rifbein. Brynjar hélt rakleiðis í myndatöku og þá kom í ljós að æxli væri í neðsta hluta lungans. „Mín fyrirsætustörf hafa einkum verið röntgen- og sneiðmyndatökur síðasta misserið. Ég trúi því að almættið hafi sent mig á rafskútuna og sett í mig nýrnasteinana. Við þær myndatökur kom neðsti hluti lungans inn á myndina. Fannst þar fyrir tilviljun æxli sem ekki er ætlað að vera þar,“ segir Brynjar í Facebook færslunni. „Ég var ekki fyrr kominn í dómsmálaráðuneytið, í óþökk margra þegar Lækna-Tómas hringdi í mig og vildi skera úr mér æxlið og skipti engu hvort það væri góðkynja eða illkynja. Þótti líklegra að það væri illkynja vegna þess hvers konar maður ég væri,“ heldur Brynjar áfram. Sleppur við heimilisstörfin að mestu Fréttastofa náði tali af Brynjari sem var brattur miðað við aðstæður en viðurkennir að vera aðeins lemstraður eftir aðgerðina. Skera hafi þurft hluta af lunganu sem er talsvert inngrip en hann segist feginn að ekki hafi þurft að taka meira af lunganu. Fyrir aðgerðina var ekki ljóst hvort að um illkynja eða góðkynja æxli væri að ræða en þegar búið var að fjarlægja hlutann kom loks í ljós að æxlið væri góðkynja - blessunarlega. Brynjar var að vonum feginn þegar Tómas Guðbjartsson, eða Lækna-Tómas, færði honum fréttirnar fyrr í dag. Brynjar segist ætla að taka því rólega yfir hátíðarnar og gerir ráð fyrir því að það taki líklega nokkra daga að jafna sig: Það var helvíti gott að fá miðann frá þeim [læknunum] að ég mætti ekki vinna mikið heimilisstörf. Það var alveg lykilatriði,“ segir Brynjar hress: „Þetta voru mjög góðar fréttir fyrir jól.“
Rafhlaupahjól Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira