Coldplay hættir að gefa út nýja tónlist 2025 Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2021 13:57 Chris Martin og félagar stofnuðu sveitina Coldplay árið 1996. EPA Breska hljómsveitin Coldplay mun hætta að gefa út tónlist árið 2025. Frá þessu greinir söngvari sveitarinnar, Chris Martin, í útvarpsviðtali á BBC Radio 2. BBC segir frá málinu en Martin verður í stóru útvarpsviðtali í sérstökum jólaþætti Jo Whiley sem spilað verður á fimmtudagskvöld. „Síðasta almennilega plata okkar kemur út árið 2025 og ég held að eftir það munum við einungis fara í hljómleikaferðalög,“ segir Martin. „Mögulega einhver samstarfsverkefni en plötusafni Coldplay lýkur þá.“ Yfirlýsing Martin rímar ágætlega við fyrri orð hans sem hann lét falla í tengslum við útgáfu níundu plötu sveitarinnar, Music Of The Spheres, fyrr á árinu. Sagði hann þá að sveitin ætli sér að gefa út tólf plötur í heildina, það er þrjár til viðbótar. Í viðtalinu við Whiley greinir hann þá nánar frá tímasetningum hvað útgáfuna varðar. Martin segir að hann sjái fyrir sér að sveitin muni eftir 2025 fara í hljómleikaferðalög og segist hann þar líta sérstaklega til Rolling Stones og þeirra ferðalaga. „Það væri geggjað ef við gætum enn verið á hljómleikaferðalögum þegar við erum að nálgast níræðisaldurinn. Það væri æðislegt ef einhver myndi vilja mæta,“ segir Martin. Bretland Tónlist Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
BBC segir frá málinu en Martin verður í stóru útvarpsviðtali í sérstökum jólaþætti Jo Whiley sem spilað verður á fimmtudagskvöld. „Síðasta almennilega plata okkar kemur út árið 2025 og ég held að eftir það munum við einungis fara í hljómleikaferðalög,“ segir Martin. „Mögulega einhver samstarfsverkefni en plötusafni Coldplay lýkur þá.“ Yfirlýsing Martin rímar ágætlega við fyrri orð hans sem hann lét falla í tengslum við útgáfu níundu plötu sveitarinnar, Music Of The Spheres, fyrr á árinu. Sagði hann þá að sveitin ætli sér að gefa út tólf plötur í heildina, það er þrjár til viðbótar. Í viðtalinu við Whiley greinir hann þá nánar frá tímasetningum hvað útgáfuna varðar. Martin segir að hann sjái fyrir sér að sveitin muni eftir 2025 fara í hljómleikaferðalög og segist hann þar líta sérstaklega til Rolling Stones og þeirra ferðalaga. „Það væri geggjað ef við gætum enn verið á hljómleikaferðalögum þegar við erum að nálgast níræðisaldurinn. Það væri æðislegt ef einhver myndi vilja mæta,“ segir Martin.
Bretland Tónlist Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira