Öllum leiksýningum og tónleikum aflýst yfir jólin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2021 12:15 Kardimommubærinn. Þjóðleikhúsið Helstu sviðslistahús landsins hafa ákveðið að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum um jólin. Lokunin gildir að minnsta kosti fram að áramótum en undatekning verður þó gerð vegna tónleika sem fram fara í Hörpu í dag og vegna ferðamannaviðburða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SAVÍST en undir hana rita Magnús Geir Þórðarson, fyrir Þjóðleikhúsið, Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir Borgarleihúsið, Svanhildur Konráðsdóttir fyrir Hörpu, Lára Sóley Jóhannsdóttir fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, Steinunn Birna Ragnarsdóttir fyrir Íslensku óperuna, Erna Ómarsdóttir fyrir Íslenska dansflokkinn, Stefán Eiríksson fyrir RÚV, Friðrik Friðriksson fyrir Tjarnarbíó og Þuríður Helga Kristjánsdóttir fyrir MAK. „Stofnanir og menningarhús sem vinna saman undir merkjum SAVÍST hafa unnið náið með stjórnvöldum, gætt þess að fara að fyrirmælum til hins ítrasta og kappkostað að bjóða upp á öruggt og ábyrgt viðburðahald. Takmarkanir hafa verið af ýmsum toga síðustu tuttugu mánuði, allt frá algeru samkomubanni til tiltölulega lítið íþyngjandi takmarkana á stundum. Frá því faraldurinn skall á eru engin dæmi þess að smit hafi orðið á milli gesta á sitjandi menningarviðburði á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu SAVÍST. Nú hafi aðgerðir hins vegar verið hertar verulega og í gær hafi komið í ljós að menningarhúsin fái ekki undanþágu frá eins metra fjarlægðarreglunni þrátt fyrir að allir framvísi hraðprófi, sitji með grímur í númeruðum sætum, fjöldatakmörk í hólfum og bann við áfengissölu. „Í ljósi þessa sjá menningarhúsin sér ekki annað fært en að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum sem stóðu fyrir dyrum – að minnsta kosti fram að áramótum. Undantekningin frá þessu eru tónleikar í Hörpu í dag Þorláksmessu og ferðamannaviðburðir yfir hátíðirnar enda húsið opið almenningi.“ Forsvarsmenn menningarhúsanna segja það hryggja starfsmenn að geta ekki mætt gestum á fyrirhugðum viðburðum, enda hátíðlegt og gefandi að ljóta leiksýninga og tónleika yfir hátíðirnar. Uppselt sé á nær alla viðburði. Miðasölur muni hafa samband við miðahafa og bjóða nýjar dagsetningar um leið og færi gefst. „Savíst harmar að þurfa að taka þessa ákvörðun en hún er því miður óhjákvæmileg í ljósi erfiðra aðstæðna. Það er okkar einlæg von að við sem samfélag náum að snúa við þróun mála í yfirstandandi heimsfaraldri á sem skemmstum tíma með því að fylgja vel þeim reglum sem felast í núverandi reglugerð. Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við hlökkum til að hittast aftur saman í salnum, örugg og frísk!“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SAVÍST en undir hana rita Magnús Geir Þórðarson, fyrir Þjóðleikhúsið, Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir Borgarleihúsið, Svanhildur Konráðsdóttir fyrir Hörpu, Lára Sóley Jóhannsdóttir fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, Steinunn Birna Ragnarsdóttir fyrir Íslensku óperuna, Erna Ómarsdóttir fyrir Íslenska dansflokkinn, Stefán Eiríksson fyrir RÚV, Friðrik Friðriksson fyrir Tjarnarbíó og Þuríður Helga Kristjánsdóttir fyrir MAK. „Stofnanir og menningarhús sem vinna saman undir merkjum SAVÍST hafa unnið náið með stjórnvöldum, gætt þess að fara að fyrirmælum til hins ítrasta og kappkostað að bjóða upp á öruggt og ábyrgt viðburðahald. Takmarkanir hafa verið af ýmsum toga síðustu tuttugu mánuði, allt frá algeru samkomubanni til tiltölulega lítið íþyngjandi takmarkana á stundum. Frá því faraldurinn skall á eru engin dæmi þess að smit hafi orðið á milli gesta á sitjandi menningarviðburði á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu SAVÍST. Nú hafi aðgerðir hins vegar verið hertar verulega og í gær hafi komið í ljós að menningarhúsin fái ekki undanþágu frá eins metra fjarlægðarreglunni þrátt fyrir að allir framvísi hraðprófi, sitji með grímur í númeruðum sætum, fjöldatakmörk í hólfum og bann við áfengissölu. „Í ljósi þessa sjá menningarhúsin sér ekki annað fært en að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum sem stóðu fyrir dyrum – að minnsta kosti fram að áramótum. Undantekningin frá þessu eru tónleikar í Hörpu í dag Þorláksmessu og ferðamannaviðburðir yfir hátíðirnar enda húsið opið almenningi.“ Forsvarsmenn menningarhúsanna segja það hryggja starfsmenn að geta ekki mætt gestum á fyrirhugðum viðburðum, enda hátíðlegt og gefandi að ljóta leiksýninga og tónleika yfir hátíðirnar. Uppselt sé á nær alla viðburði. Miðasölur muni hafa samband við miðahafa og bjóða nýjar dagsetningar um leið og færi gefst. „Savíst harmar að þurfa að taka þessa ákvörðun en hún er því miður óhjákvæmileg í ljósi erfiðra aðstæðna. Það er okkar einlæg von að við sem samfélag náum að snúa við þróun mála í yfirstandandi heimsfaraldri á sem skemmstum tíma með því að fylgja vel þeim reglum sem felast í núverandi reglugerð. Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við hlökkum til að hittast aftur saman í salnum, örugg og frísk!“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira