Ekki útilokað að landsmenn fái eldgos í jólagjöf Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. desember 2021 12:06 Tvær sviðsmyndir eru í stöðunni, annað hvort nær kvikan upp á yfirborðið og framkallar eldgos eða skjálftavirknin fjarar út og kvikan stoppar á nokkurra kílómetra dýpi. Vísir/Vilhelm Enn er mikil skjálftavirkni í Geldingadölum en skjálftarnir koma nú í lotum. Gert er ráð fyrir að kvika sé á hreyfingu á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert hægt að útiloka með tilliti til eldgoss og gæti sú atburðarrás verið hröð. Skjálftahrinan í Geldingadölum hófst síðastliðinn þriðjudag og hafa um fimm þúsund skjálftar mælst á svæðinu frá þeim tíma. Stærsti skjálftinn var 4,9 að stærð í gærmorgun en þó nokkrir til viðbótar hafa mælst fjórir að stærð eða stærri, til að mynda einn í nótt. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að örlítið færri skjálftar hafi mælst í dag heldur en í gær en ekki sé þó um marktækan mun að ræða. „Virknin er bara áfram mikil, við erum komin með yfir eitt þúsund skjálfta frá miðnætti við vorum með 3600 skjálfta í gær, þannig að virknin er bara áfram nokkuð svipuð, hún kemur svona í lotum af aukinni virkni og svo aðeins minni inn á milli en heilt yfir mjög svipuð,“ segir Einar. Líklegasta skýring skjálftavirkninnar er að það sé kvika á hreyfingu á nokkurra kílómetra dýpi. „Þannig að möguleikinn er alltaf fyrir hendi að hún nái upp á yfirborðið og framkalli eldgos eins og við höfum fengið þarna eða í rauninni að skjálftavirknin fjari út og kvikan stoppi bara þarna á nokkurra kílómetra dýpi, þetta eru í rauninni bara þær sviðsmyndir sem við höfum,“ segir Einar. Virknin núna svipar mikið til virkninnar í aðdraganda fyrra eldgossins í Geldingadölum, þar sem nokkur þúsund skjálftar voru að mælast á sólarhring. Spurningin að þessu sinni er hvort kvikan eigi auðveldara með að brjóta sér leið upp á yfirborðið. „Við þurfum bara að vera viðbúin því að atburðarrásin gæti verið hröð, en alveg eins að skjálftavirknin haldi áfram í einhvern tíma þannig að það er bara erfitt að segja hvað þarf langan tíma, við þurfum bara að fylgjast með þessu áfram,“ segir Einar. Að sögn Einars er líklegast að kvika komi upp á svipuðu svæði og hún gerði síðast. Hvort og þá hvenær það gerist er ekki ljóst og er ekki víst að það sjáist þegar kvikan nálgast yfirborðið. Þannig það gæti þess vegna gerst að landsmenn fái eldgos í jólagjöf? „Það er ekkert hægt að útiloka í þessu,“ segir Einar og hlær. „Það er bara að bíða og sjá.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Skjálftahrinan í Geldingadölum hófst síðastliðinn þriðjudag og hafa um fimm þúsund skjálftar mælst á svæðinu frá þeim tíma. Stærsti skjálftinn var 4,9 að stærð í gærmorgun en þó nokkrir til viðbótar hafa mælst fjórir að stærð eða stærri, til að mynda einn í nótt. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að örlítið færri skjálftar hafi mælst í dag heldur en í gær en ekki sé þó um marktækan mun að ræða. „Virknin er bara áfram mikil, við erum komin með yfir eitt þúsund skjálfta frá miðnætti við vorum með 3600 skjálfta í gær, þannig að virknin er bara áfram nokkuð svipuð, hún kemur svona í lotum af aukinni virkni og svo aðeins minni inn á milli en heilt yfir mjög svipuð,“ segir Einar. Líklegasta skýring skjálftavirkninnar er að það sé kvika á hreyfingu á nokkurra kílómetra dýpi. „Þannig að möguleikinn er alltaf fyrir hendi að hún nái upp á yfirborðið og framkalli eldgos eins og við höfum fengið þarna eða í rauninni að skjálftavirknin fjari út og kvikan stoppi bara þarna á nokkurra kílómetra dýpi, þetta eru í rauninni bara þær sviðsmyndir sem við höfum,“ segir Einar. Virknin núna svipar mikið til virkninnar í aðdraganda fyrra eldgossins í Geldingadölum, þar sem nokkur þúsund skjálftar voru að mælast á sólarhring. Spurningin að þessu sinni er hvort kvikan eigi auðveldara með að brjóta sér leið upp á yfirborðið. „Við þurfum bara að vera viðbúin því að atburðarrásin gæti verið hröð, en alveg eins að skjálftavirknin haldi áfram í einhvern tíma þannig að það er bara erfitt að segja hvað þarf langan tíma, við þurfum bara að fylgjast með þessu áfram,“ segir Einar. Að sögn Einars er líklegast að kvika komi upp á svipuðu svæði og hún gerði síðast. Hvort og þá hvenær það gerist er ekki ljóst og er ekki víst að það sjáist þegar kvikan nálgast yfirborðið. Þannig það gæti þess vegna gerst að landsmenn fái eldgos í jólagjöf? „Það er ekkert hægt að útiloka í þessu,“ segir Einar og hlær. „Það er bara að bíða og sjá.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent