Ekki útilokað að landsmenn fái eldgos í jólagjöf Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. desember 2021 12:06 Tvær sviðsmyndir eru í stöðunni, annað hvort nær kvikan upp á yfirborðið og framkallar eldgos eða skjálftavirknin fjarar út og kvikan stoppar á nokkurra kílómetra dýpi. Vísir/Vilhelm Enn er mikil skjálftavirkni í Geldingadölum en skjálftarnir koma nú í lotum. Gert er ráð fyrir að kvika sé á hreyfingu á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert hægt að útiloka með tilliti til eldgoss og gæti sú atburðarrás verið hröð. Skjálftahrinan í Geldingadölum hófst síðastliðinn þriðjudag og hafa um fimm þúsund skjálftar mælst á svæðinu frá þeim tíma. Stærsti skjálftinn var 4,9 að stærð í gærmorgun en þó nokkrir til viðbótar hafa mælst fjórir að stærð eða stærri, til að mynda einn í nótt. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að örlítið færri skjálftar hafi mælst í dag heldur en í gær en ekki sé þó um marktækan mun að ræða. „Virknin er bara áfram mikil, við erum komin með yfir eitt þúsund skjálfta frá miðnætti við vorum með 3600 skjálfta í gær, þannig að virknin er bara áfram nokkuð svipuð, hún kemur svona í lotum af aukinni virkni og svo aðeins minni inn á milli en heilt yfir mjög svipuð,“ segir Einar. Líklegasta skýring skjálftavirkninnar er að það sé kvika á hreyfingu á nokkurra kílómetra dýpi. „Þannig að möguleikinn er alltaf fyrir hendi að hún nái upp á yfirborðið og framkalli eldgos eins og við höfum fengið þarna eða í rauninni að skjálftavirknin fjari út og kvikan stoppi bara þarna á nokkurra kílómetra dýpi, þetta eru í rauninni bara þær sviðsmyndir sem við höfum,“ segir Einar. Virknin núna svipar mikið til virkninnar í aðdraganda fyrra eldgossins í Geldingadölum, þar sem nokkur þúsund skjálftar voru að mælast á sólarhring. Spurningin að þessu sinni er hvort kvikan eigi auðveldara með að brjóta sér leið upp á yfirborðið. „Við þurfum bara að vera viðbúin því að atburðarrásin gæti verið hröð, en alveg eins að skjálftavirknin haldi áfram í einhvern tíma þannig að það er bara erfitt að segja hvað þarf langan tíma, við þurfum bara að fylgjast með þessu áfram,“ segir Einar. Að sögn Einars er líklegast að kvika komi upp á svipuðu svæði og hún gerði síðast. Hvort og þá hvenær það gerist er ekki ljóst og er ekki víst að það sjáist þegar kvikan nálgast yfirborðið. Þannig það gæti þess vegna gerst að landsmenn fái eldgos í jólagjöf? „Það er ekkert hægt að útiloka í þessu,“ segir Einar og hlær. „Það er bara að bíða og sjá.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Skjálftahrinan í Geldingadölum hófst síðastliðinn þriðjudag og hafa um fimm þúsund skjálftar mælst á svæðinu frá þeim tíma. Stærsti skjálftinn var 4,9 að stærð í gærmorgun en þó nokkrir til viðbótar hafa mælst fjórir að stærð eða stærri, til að mynda einn í nótt. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að örlítið færri skjálftar hafi mælst í dag heldur en í gær en ekki sé þó um marktækan mun að ræða. „Virknin er bara áfram mikil, við erum komin með yfir eitt þúsund skjálfta frá miðnætti við vorum með 3600 skjálfta í gær, þannig að virknin er bara áfram nokkuð svipuð, hún kemur svona í lotum af aukinni virkni og svo aðeins minni inn á milli en heilt yfir mjög svipuð,“ segir Einar. Líklegasta skýring skjálftavirkninnar er að það sé kvika á hreyfingu á nokkurra kílómetra dýpi. „Þannig að möguleikinn er alltaf fyrir hendi að hún nái upp á yfirborðið og framkalli eldgos eins og við höfum fengið þarna eða í rauninni að skjálftavirknin fjari út og kvikan stoppi bara þarna á nokkurra kílómetra dýpi, þetta eru í rauninni bara þær sviðsmyndir sem við höfum,“ segir Einar. Virknin núna svipar mikið til virkninnar í aðdraganda fyrra eldgossins í Geldingadölum, þar sem nokkur þúsund skjálftar voru að mælast á sólarhring. Spurningin að þessu sinni er hvort kvikan eigi auðveldara með að brjóta sér leið upp á yfirborðið. „Við þurfum bara að vera viðbúin því að atburðarrásin gæti verið hröð, en alveg eins að skjálftavirknin haldi áfram í einhvern tíma þannig að það er bara erfitt að segja hvað þarf langan tíma, við þurfum bara að fylgjast með þessu áfram,“ segir Einar. Að sögn Einars er líklegast að kvika komi upp á svipuðu svæði og hún gerði síðast. Hvort og þá hvenær það gerist er ekki ljóst og er ekki víst að það sjáist þegar kvikan nálgast yfirborðið. Þannig það gæti þess vegna gerst að landsmenn fái eldgos í jólagjöf? „Það er ekkert hægt að útiloka í þessu,“ segir Einar og hlær. „Það er bara að bíða og sjá.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira