Bein útsending: Áratuga ferli að ljúka á mikilvægu geimskoti Samúel Karl Ólason skrifar 25. desember 2021 06:00 James Webb geimsjónaukinn er sá stærsti og háþróaðasti sem hefur verið smíðaður. ESA James Webb-geimsjónaukanum var loks skotið á loft í dag eftir margra ára þróun og smíði og fjölmargar tafir. Sjónaukinn er sá háþróaðasti sem hefur nokkru sinni verið framleiddur og er meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins. Uppfært: Geimskotið fór fram á tilsettum tíma og heppnaðist vel. #NASAWebb is safely in space with its solar array drawing power from the Sun! Its reaction wheels will keep the spacecraft pointed in the right direction so that its sunshield can protect the telescope from radiation and heat: https://t.co/NZJ7sSJ8fX#UnfoldTheUniverse pic.twitter.com/s4nfqvKJZD— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) December 25, 2021 Hér að neðan má lesa frétt sem var skrifuð í aðdraganda geimskotsins: Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Honum verður skotið á loft frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana. Skotglugginn svokallaði opnast klukkan 12:20 og verður hann opinn í 32 mínútur. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Sá stærsti í sögunni JWST verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni en spegill hans er 6,5 metrar að þvermáli. Til samanburðar er spegill Hubble, sem JWST leysir af hólmi, 2,4 metra breiður. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum sem hann leysir af hólmi er JWST næmur fyrir innrauðu ljósi en ekki sýnilegu. Geimskotinu hefur ítrekað verið frestaði í gegnum árin en síðast var því frestað frá aðfangadegi til jóladags. Undirbúningsvinna fyrir sjónaukann sem átti að taka við af Hubble hófst árið 1996. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Ellefu árum seinna á loks að skjóta JWST á loft en sjónaukinn er talinn hafa kostað um tíu milljarða dala. Lauslega reiknað samsvarar það um 1,3 billjónum króna. Mikið stress Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur, fylgdist um tíma með smíði sjónaukans. Í nýlegu viðtali við Vísi sagði hann að JWST myndi gjörbyltageimrannsóknum á næstu tíu árum. Þá sagði hann eðlilegt að fólk væri stressað fyrir geimskotinu því ekkert megi fara úrskeiðis. Ólíkt Hubble, sem er á braut um jörðina, verður JWST komið fyrir í svonefndum Lagrange-punkti 2, um 1,5 milljón kílómetra frá jörðinni í átt frá sólinni. Það er um fjórföld vegalengdin á milli jarðarinnar og tunglsins. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftur jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur. Hér má sjá tölvuteiknað myndband sem sýnir sporbraut JWST. Það er meðal annars vegna þess að sjónaukinn þarf að vera gífurlega kaldur til að virka. Það er svo sjónaukinn skynji ekki eigin innrauðu geislun. Hann á að verða -233 gráðu kaldur (um fjörutíu Kelvin). Skynjarar í sjónaukanum verða einungis -266 gráður eða um sjö kelvin. Núll kelvin eða -273 gráður kallast alkul og er lægsta fræðilega hitastig alheimsins. Rýnt í fortíðina JWST mun nota þennan kulda til að greina innrauða geislun frá fjarlægustu svæðum alheimsins og er sjónaukanum meðal annars ætlað að reyna að sjá hvernig fyrstu stjörnur og vetrarbrautir alheimsins mynduðust skömmu eftir Miklahvell. Þessar stjörnur og vetrarbrautir sem þær mynduðu eru í svo mikilli fjarlægð frá jörðinni að það hefur tekið ljósið frá þeim svo langan tíma að berast hingað að við gætum séð hvernig þær litu út þegar alheimurinn var ungur. JWST er því ætlað að rýna aftur í tímann, bókstaflega, og varpa ljósi á uppruna alheimsins. Annað verkefni sem til stendur að nota sjónaukann í er að finna og greina aðrar reikistjörnur í öðrum sólkerfum og jafnvel kanna hvort þar geti mögulega fundist aðstæður sem henta lífi, eins og við þekkjum það. Sjónaukinn verður einnig notaður til að kanna okkar eigin sólkerfi og jafnvel efni milli sólkerfa. Það mun taka tæpan mánuð að senda JWST á rétta sporbraut og opna sjónaukann. Í kjölfar þess tekur við lang tímabil sem notað verður til fínstillingar. Kári segir þó að ætlast sé til þess að sjónaukinn sýni mátt sinn með smá sýningu áður en rannsóknir hefjast. „Vísindin byrja ekki fyrr en um hálfu ári eftir geimskot,“ segir Kári. Hann segir þó að fyrstu myndirnar muni líklega berast nokkrum mánuðum eftir geimskot. Hér má sjá myndband frá NASA þar sem meðal annars er farið yfir það að verkfræðingar telja minnst þrjú hundruð mismunandi hluti þurfa að heppnast í réttri röð til að ekkert fari úrskeiðis. James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætluninnar enn og aftur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl. 21. desember 2021 16:20 James Webb fær heilbrigðisvottorð eftir uppákomu sem seinkaði geimskoti Verkfræðingar hafa nú lokið prófunum á James Webb-geimsjónaukanum og staðfest að allt sé til reiðu að skjóta honum út í geim í næsta mánuði. Ákveðið var að fresta geimskotinu um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning á dögunum. 25. nóvember 2021 09:44 Seinka skoti stærsta geimsjónauka heims Ákveðið hefur verið að seinka geimskoti James Webb-geimsjónaukans, þess stærsta í sögunni, um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning þess. Honum verður nú skotið á loft í fyrsta lagi tveimur dögum fyrir jól. 23. nóvember 2021 08:45 Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Uppfært: Geimskotið fór fram á tilsettum tíma og heppnaðist vel. #NASAWebb is safely in space with its solar array drawing power from the Sun! Its reaction wheels will keep the spacecraft pointed in the right direction so that its sunshield can protect the telescope from radiation and heat: https://t.co/NZJ7sSJ8fX#UnfoldTheUniverse pic.twitter.com/s4nfqvKJZD— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) December 25, 2021 Hér að neðan má lesa frétt sem var skrifuð í aðdraganda geimskotsins: Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Honum verður skotið á loft frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana. Skotglugginn svokallaði opnast klukkan 12:20 og verður hann opinn í 32 mínútur. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Sá stærsti í sögunni JWST verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni en spegill hans er 6,5 metrar að þvermáli. Til samanburðar er spegill Hubble, sem JWST leysir af hólmi, 2,4 metra breiður. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum sem hann leysir af hólmi er JWST næmur fyrir innrauðu ljósi en ekki sýnilegu. Geimskotinu hefur ítrekað verið frestaði í gegnum árin en síðast var því frestað frá aðfangadegi til jóladags. Undirbúningsvinna fyrir sjónaukann sem átti að taka við af Hubble hófst árið 1996. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Ellefu árum seinna á loks að skjóta JWST á loft en sjónaukinn er talinn hafa kostað um tíu milljarða dala. Lauslega reiknað samsvarar það um 1,3 billjónum króna. Mikið stress Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur, fylgdist um tíma með smíði sjónaukans. Í nýlegu viðtali við Vísi sagði hann að JWST myndi gjörbyltageimrannsóknum á næstu tíu árum. Þá sagði hann eðlilegt að fólk væri stressað fyrir geimskotinu því ekkert megi fara úrskeiðis. Ólíkt Hubble, sem er á braut um jörðina, verður JWST komið fyrir í svonefndum Lagrange-punkti 2, um 1,5 milljón kílómetra frá jörðinni í átt frá sólinni. Það er um fjórföld vegalengdin á milli jarðarinnar og tunglsins. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftur jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur. Hér má sjá tölvuteiknað myndband sem sýnir sporbraut JWST. Það er meðal annars vegna þess að sjónaukinn þarf að vera gífurlega kaldur til að virka. Það er svo sjónaukinn skynji ekki eigin innrauðu geislun. Hann á að verða -233 gráðu kaldur (um fjörutíu Kelvin). Skynjarar í sjónaukanum verða einungis -266 gráður eða um sjö kelvin. Núll kelvin eða -273 gráður kallast alkul og er lægsta fræðilega hitastig alheimsins. Rýnt í fortíðina JWST mun nota þennan kulda til að greina innrauða geislun frá fjarlægustu svæðum alheimsins og er sjónaukanum meðal annars ætlað að reyna að sjá hvernig fyrstu stjörnur og vetrarbrautir alheimsins mynduðust skömmu eftir Miklahvell. Þessar stjörnur og vetrarbrautir sem þær mynduðu eru í svo mikilli fjarlægð frá jörðinni að það hefur tekið ljósið frá þeim svo langan tíma að berast hingað að við gætum séð hvernig þær litu út þegar alheimurinn var ungur. JWST er því ætlað að rýna aftur í tímann, bókstaflega, og varpa ljósi á uppruna alheimsins. Annað verkefni sem til stendur að nota sjónaukann í er að finna og greina aðrar reikistjörnur í öðrum sólkerfum og jafnvel kanna hvort þar geti mögulega fundist aðstæður sem henta lífi, eins og við þekkjum það. Sjónaukinn verður einnig notaður til að kanna okkar eigin sólkerfi og jafnvel efni milli sólkerfa. Það mun taka tæpan mánuð að senda JWST á rétta sporbraut og opna sjónaukann. Í kjölfar þess tekur við lang tímabil sem notað verður til fínstillingar. Kári segir þó að ætlast sé til þess að sjónaukinn sýni mátt sinn með smá sýningu áður en rannsóknir hefjast. „Vísindin byrja ekki fyrr en um hálfu ári eftir geimskot,“ segir Kári. Hann segir þó að fyrstu myndirnar muni líklega berast nokkrum mánuðum eftir geimskot. Hér má sjá myndband frá NASA þar sem meðal annars er farið yfir það að verkfræðingar telja minnst þrjú hundruð mismunandi hluti þurfa að heppnast í réttri röð til að ekkert fari úrskeiðis.
James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætluninnar enn og aftur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl. 21. desember 2021 16:20 James Webb fær heilbrigðisvottorð eftir uppákomu sem seinkaði geimskoti Verkfræðingar hafa nú lokið prófunum á James Webb-geimsjónaukanum og staðfest að allt sé til reiðu að skjóta honum út í geim í næsta mánuði. Ákveðið var að fresta geimskotinu um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning á dögunum. 25. nóvember 2021 09:44 Seinka skoti stærsta geimsjónauka heims Ákveðið hefur verið að seinka geimskoti James Webb-geimsjónaukans, þess stærsta í sögunni, um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning þess. Honum verður nú skotið á loft í fyrsta lagi tveimur dögum fyrir jól. 23. nóvember 2021 08:45 Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætluninnar enn og aftur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl. 21. desember 2021 16:20
James Webb fær heilbrigðisvottorð eftir uppákomu sem seinkaði geimskoti Verkfræðingar hafa nú lokið prófunum á James Webb-geimsjónaukanum og staðfest að allt sé til reiðu að skjóta honum út í geim í næsta mánuði. Ákveðið var að fresta geimskotinu um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning á dögunum. 25. nóvember 2021 09:44
Seinka skoti stærsta geimsjónauka heims Ákveðið hefur verið að seinka geimskoti James Webb-geimsjónaukans, þess stærsta í sögunni, um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning þess. Honum verður nú skotið á loft í fyrsta lagi tveimur dögum fyrir jól. 23. nóvember 2021 08:45
Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02