Á vef Landspítalans kemur fram að níu sjúklingar liggi inni á Landspítala vegna COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 68 ár. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.
2.805 manns sem eru smituð af Covid-19 eru í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans, þar af 782 börn.
Uppfært klukkan 10:57
Alls greindust 443 innanlands með Covid-19 í gær og 51 á landamærum. Heildarfjöldi smita var því 494. 300 af 494 voru ekki í sóttkví við greiningu.