Kæra ríkisstjórn! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. desember 2021 08:30 Í nýjum stjórnarsàttmála ykkar kemur skýrt fram að bæta eigi hag fatlaðs fólks. Talað er um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og setja á laggirnar sérstaka mannréttindastofnun. Afar gleðilegt en því miður ekki ný loforð því að Alþingi hafði með ályktun sinni 3. júní 2019 mótatkvæðalaust lagt fyrir ykkur að leggja fram frumvarp þannig að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 og skyldan til að stofna sjálfstæða mannréttindastofnun féll á ykkur þegar samningurinn var fullgiltur árið 2016, þ.e. fyrir meira en 5 árum síðan. En við skulum halda í vonina vera bjartsýn og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hvetja ykkur áfram til dáða vera til taks og liðsinna ykkur þegar á þarf að halda. Í sáttmálanum ykkar er fleira gleðilegt en þar stendur að auka þurfi menntunartækifæri fatlaðs fólks sem og atvinnutækifærin. Eins gleðilegt og mikilvægt það er að þessum málum sé fundinn staður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er jafn dapurlegt að finna ekkert um fjármögnun menntunartækifæranna í fjárlögum. Menntun er eitt mikilvægasta tækið fyrir einstakling til þess að styrkja stöðu sína og möguleika á atvinnu við hæfi. Málið er alvarlegt og það er brýnt. Í dag útskrifast á bilinu 60-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Ungmenni sem eins og við öll eiga sínar vonir og drauma um frekari tækifæri til þess að efla færni sína og gera sig enn meira gildandi á vinnumarkaði. Því eins og við vitum öll þá er menntun lykill að þátttöku í samfélagi þar sem breytingar eru hraðar. Störf breytast og umbyltast, úreltast og ný verða til. Það sem hins vegar bíður þessa hóps á komandi hausti eru 12 pláss við Háskóla Íslands við starfstengt diplómanám og einhver örnámskeið hingað og þangað en þó aðallega hjá Fjölmennt, símenntunar og þekkingarmiðstöð fyrir fatlað fólk sem býr við svo þröngan kost að ekki næst að halda uppi heildstæðum atvinnutengdum námsbrsutum því fjármagnið skortir. Aðrar leiðir innan okkar góða menntakerfis eru ekki færar. Fyrir utan einstaka ungmenni sem er leitt áfram inn á almennar brautir framhaldsskólans sem er þó allt undir þeim sem fara fyrir námi á hverjum stað komið að ákveða hvort sé gerlegt. Þessi staða er því miður ekki boðleg og hreint út sagt algjörlega til skammar. Því vil ég hvetja ykkur kæra ríkisstjórn sem allt getið að kippa þessu í liðinn og skapa raunveruleg tækifæri fyrir öll ungmenni til þess að byggja upp sína framtíð á sínum forsendum. Það skiptir okkur sem samfélag máli og það skiptir ungt fatlað fólk gríðarlega miklu máli að geta horft til framtíðar full sjálfstraust með þau skilaboð frá ykkur að þau séu einhvers virði og verðugir samfélagsþegnar sem ætlast er til að taki virkan þátt í samfélaginu okkar. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í nýjum stjórnarsàttmála ykkar kemur skýrt fram að bæta eigi hag fatlaðs fólks. Talað er um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og setja á laggirnar sérstaka mannréttindastofnun. Afar gleðilegt en því miður ekki ný loforð því að Alþingi hafði með ályktun sinni 3. júní 2019 mótatkvæðalaust lagt fyrir ykkur að leggja fram frumvarp þannig að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 og skyldan til að stofna sjálfstæða mannréttindastofnun féll á ykkur þegar samningurinn var fullgiltur árið 2016, þ.e. fyrir meira en 5 árum síðan. En við skulum halda í vonina vera bjartsýn og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hvetja ykkur áfram til dáða vera til taks og liðsinna ykkur þegar á þarf að halda. Í sáttmálanum ykkar er fleira gleðilegt en þar stendur að auka þurfi menntunartækifæri fatlaðs fólks sem og atvinnutækifærin. Eins gleðilegt og mikilvægt það er að þessum málum sé fundinn staður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er jafn dapurlegt að finna ekkert um fjármögnun menntunartækifæranna í fjárlögum. Menntun er eitt mikilvægasta tækið fyrir einstakling til þess að styrkja stöðu sína og möguleika á atvinnu við hæfi. Málið er alvarlegt og það er brýnt. Í dag útskrifast á bilinu 60-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Ungmenni sem eins og við öll eiga sínar vonir og drauma um frekari tækifæri til þess að efla færni sína og gera sig enn meira gildandi á vinnumarkaði. Því eins og við vitum öll þá er menntun lykill að þátttöku í samfélagi þar sem breytingar eru hraðar. Störf breytast og umbyltast, úreltast og ný verða til. Það sem hins vegar bíður þessa hóps á komandi hausti eru 12 pláss við Háskóla Íslands við starfstengt diplómanám og einhver örnámskeið hingað og þangað en þó aðallega hjá Fjölmennt, símenntunar og þekkingarmiðstöð fyrir fatlað fólk sem býr við svo þröngan kost að ekki næst að halda uppi heildstæðum atvinnutengdum námsbrsutum því fjármagnið skortir. Aðrar leiðir innan okkar góða menntakerfis eru ekki færar. Fyrir utan einstaka ungmenni sem er leitt áfram inn á almennar brautir framhaldsskólans sem er þó allt undir þeim sem fara fyrir námi á hverjum stað komið að ákveða hvort sé gerlegt. Þessi staða er því miður ekki boðleg og hreint út sagt algjörlega til skammar. Því vil ég hvetja ykkur kæra ríkisstjórn sem allt getið að kippa þessu í liðinn og skapa raunveruleg tækifæri fyrir öll ungmenni til þess að byggja upp sína framtíð á sínum forsendum. Það skiptir okkur sem samfélag máli og það skiptir ungt fatlað fólk gríðarlega miklu máli að geta horft til framtíðar full sjálfstraust með þau skilaboð frá ykkur að þau séu einhvers virði og verðugir samfélagsþegnar sem ætlast er til að taki virkan þátt í samfélaginu okkar. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar