Um helgina var greint frá því að allir fimm þingmenn Viðreisnar – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Sigmar Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson og Hanna Katrín Friðriksson hafi greinst með kórónuveiruna. Auk þeirra er Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og fjórir starfsmenn þingsins komnir í einangrun.
Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, bættist í hópinn í gær og Birgir Ármannsson í dag.
Birgir segist í samtali við Vísi hafa fengið niðurstöðuna um þrjúleytið í dag. Hann sé með væg einkenni, flensueinkenni og hita, en að öðru leyti hress.
Birgir var við störf á Alþingi í gærmorgun þegar nokkur fjöldi varaþingmanna sór drengskapareið.