„Þetta verður mikið vesen” Sunna Valgerðardóttir skrifar 21. desember 2021 12:11 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir ómíkronafbrigðið svo smitandi að við mundum ekki ráða við að greina alla sem smitast ef það fær að geysa hér óhindrað. Vísir/Arnar Prófessor í líftölfræði segir allt stefna í heljarinnar vesen þegar ómíkronafbrigðið tekur yfir. Það smitast margfalt hraðar heldur en fyrri afbrigði og ef það fengi að geysa óhindrað yrðu svo mörg smit hér að það væri ekki einu sinni hægt að greina þau öll. Af þessum tæplega 300 sem greindust í gær voru 180 utan sóttkvíar og nokkuð stór hluti óbólusettur. Nú eru meira en fimm þúsund manns á landinu annað hvort í einangrun með COVID 19 eða í sóttkví. Lóðbeinn vöxtur upp á við Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að þó að það hafi komið vísbending um viðsnúning í síðustu viku varðandi vaxtahraða veirunnar hér, er allt að stefna í nýjan veruleika. Hann segir tvöföldunartíma veirunnar ískyggilega hraðan. Ef faraldurinn tekur sömu stefnu hér og til dæmis í Danmörku eða Bretlandi, er hægt að gera ráð fyrir nýjum lóðbeinum vexti upp á við. Fyrri afbrigðin náðu að tvöfalda sig á þremur vikum. „Hraðinn núna er kominn niður í viku. Og Bretar eru að segja að tvöföldunarhraðinn á omikron, ef hún fær að geysa, séu tveir eða þrír dagar. Við erum í 300, þá erum við að tala um 600 eftir viku,” segir Thor. „Svo tekur ómikron yfir.” Mundu ekki ráða við að greina alla Allt færi hér á hliðina ef ómíkron, sem er miklu meira smitandi en delta, fengi að geysa óhindrað. „Þetta er bara alveg nýr veruleiki fyrir okkur. Við mundum ekki einu sinni ráða við sinni við að greina þennan fjölda. Þannig að þetta verður mikið vesen.” Raðgreining á nýjum smitum liggur enn ekki alveg fyrir, en ljóst er að ómíkron afbrigðið sækir hratt í sig veðrið og tekur líklega yfir delta áður en langt um líður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum 73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan. 21. desember 2021 09:57 Mest lesið „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Sjá meira
Af þessum tæplega 300 sem greindust í gær voru 180 utan sóttkvíar og nokkuð stór hluti óbólusettur. Nú eru meira en fimm þúsund manns á landinu annað hvort í einangrun með COVID 19 eða í sóttkví. Lóðbeinn vöxtur upp á við Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að þó að það hafi komið vísbending um viðsnúning í síðustu viku varðandi vaxtahraða veirunnar hér, er allt að stefna í nýjan veruleika. Hann segir tvöföldunartíma veirunnar ískyggilega hraðan. Ef faraldurinn tekur sömu stefnu hér og til dæmis í Danmörku eða Bretlandi, er hægt að gera ráð fyrir nýjum lóðbeinum vexti upp á við. Fyrri afbrigðin náðu að tvöfalda sig á þremur vikum. „Hraðinn núna er kominn niður í viku. Og Bretar eru að segja að tvöföldunarhraðinn á omikron, ef hún fær að geysa, séu tveir eða þrír dagar. Við erum í 300, þá erum við að tala um 600 eftir viku,” segir Thor. „Svo tekur ómikron yfir.” Mundu ekki ráða við að greina alla Allt færi hér á hliðina ef ómíkron, sem er miklu meira smitandi en delta, fengi að geysa óhindrað. „Þetta er bara alveg nýr veruleiki fyrir okkur. Við mundum ekki einu sinni ráða við sinni við að greina þennan fjölda. Þannig að þetta verður mikið vesen.” Raðgreining á nýjum smitum liggur enn ekki alveg fyrir, en ljóst er að ómíkron afbrigðið sækir hratt í sig veðrið og tekur líklega yfir delta áður en langt um líður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum 73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan. 21. desember 2021 09:57 Mest lesið „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Sjá meira
286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01
Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum 73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan. 21. desember 2021 09:57