Að alast upp í heimsfaraldri Valgerður Sigurðardóttir skrifar 21. desember 2021 08:31 Við hlykkjuðumst áfram í endalausri röð við Suðurlandsbrautina. Ég reyndi að stappa stálinu í mína litlu konu sem var ekkert spennt að fara í enn eina sýnatökuna. Hún reyndi að rifja upp nr. hvað þetta skipti væri í sýnatöku, við mundum það hvorug. Fórum í skæri, blað, steinn og köstuðum kveðju á bekkjarfélaga sem voru líka að koma í sýnatöku. Ekkert verður af því að sýna leikritið sem hún var búin að æfa, jólaskemmtanir hafa verið blásnar af í skólanum og ekki komst hún á mótið í frjálsum af því enn einu sinni vorum við í smitgát. Í fréttum er um fátt annað talað en slæma stöðu vegna Covid, ekkert verður af því að við förum til ömmu og afa. Alveg eins og í fyrra. Mamma hvenær getum við eiginlega hitt ömmu og afa? Ég hef engin svör. Fyrir tveim árum þá var svarið „Þegar Covid klárast“, núna bara veit ég ekki hverju ég á að svara. Í huganum máta ég mig í spor barnanna minna sem eru í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Ég hefði nú ekki verið að blómstra í þessu ástandi í minni skólagöngu þar sem félagslíf og samskipti eru svo ólík öllu sem við þekkjum. Ég hef miklar áhyggjur af geðheilbrigði unga fólksins okkar. Covid á brátt tveggja ára afmæli, tvö ár þar sem við höfum upplifað heim sem einkennist af endalausum innilokunum og takmörkunum á því hvað má og hvað ekki má. Heimur þar sem samskipti eru takmörkuð og félagslífið er allt úr skorðum. Heim þar sem allur fókus er á að reyna að hefta útbreiðslu Covid með því að setja takmarkanir á daglegt líf. Vitanlega hefur þetta áhrif á geðheilbrigði okkar allra. Í fréttum er greint frá brotum á sóttvarnarreglum þar sem lögreglan er að gæta þess að við brjótum ekki sóttvarnarreglur á tónleikum og komum okkur heim á réttum tíma úr miðbænum. Sum okkar eru að bugast á þessu ástandi. Það er þekkt að þegar við upplifum erfiða tíma bregðumst við misjafnlega við. Hins vegar er það merkilegt að eftir að ástandið er gengið yfir koma oft upp andlegir erfiðleikar. Hvernig mun unga fólkið okkar koma út úr þessu ástandi? Við verðum að fara að huga að því, án þess þó að sjúkdómsvæða þeirra líðan. Við verðum að hlúa betur að unga fólkinu okkar, það getum við gert með því að t.d. kenna geðrækt í skólunum. Nú þegar höfum við lagt það til og það væri óskandi að vel væri tekið í þá tillögu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Við hlykkjuðumst áfram í endalausri röð við Suðurlandsbrautina. Ég reyndi að stappa stálinu í mína litlu konu sem var ekkert spennt að fara í enn eina sýnatökuna. Hún reyndi að rifja upp nr. hvað þetta skipti væri í sýnatöku, við mundum það hvorug. Fórum í skæri, blað, steinn og köstuðum kveðju á bekkjarfélaga sem voru líka að koma í sýnatöku. Ekkert verður af því að sýna leikritið sem hún var búin að æfa, jólaskemmtanir hafa verið blásnar af í skólanum og ekki komst hún á mótið í frjálsum af því enn einu sinni vorum við í smitgát. Í fréttum er um fátt annað talað en slæma stöðu vegna Covid, ekkert verður af því að við förum til ömmu og afa. Alveg eins og í fyrra. Mamma hvenær getum við eiginlega hitt ömmu og afa? Ég hef engin svör. Fyrir tveim árum þá var svarið „Þegar Covid klárast“, núna bara veit ég ekki hverju ég á að svara. Í huganum máta ég mig í spor barnanna minna sem eru í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Ég hefði nú ekki verið að blómstra í þessu ástandi í minni skólagöngu þar sem félagslíf og samskipti eru svo ólík öllu sem við þekkjum. Ég hef miklar áhyggjur af geðheilbrigði unga fólksins okkar. Covid á brátt tveggja ára afmæli, tvö ár þar sem við höfum upplifað heim sem einkennist af endalausum innilokunum og takmörkunum á því hvað má og hvað ekki má. Heimur þar sem samskipti eru takmörkuð og félagslífið er allt úr skorðum. Heim þar sem allur fókus er á að reyna að hefta útbreiðslu Covid með því að setja takmarkanir á daglegt líf. Vitanlega hefur þetta áhrif á geðheilbrigði okkar allra. Í fréttum er greint frá brotum á sóttvarnarreglum þar sem lögreglan er að gæta þess að við brjótum ekki sóttvarnarreglur á tónleikum og komum okkur heim á réttum tíma úr miðbænum. Sum okkar eru að bugast á þessu ástandi. Það er þekkt að þegar við upplifum erfiða tíma bregðumst við misjafnlega við. Hins vegar er það merkilegt að eftir að ástandið er gengið yfir koma oft upp andlegir erfiðleikar. Hvernig mun unga fólkið okkar koma út úr þessu ástandi? Við verðum að fara að huga að því, án þess þó að sjúkdómsvæða þeirra líðan. Við verðum að hlúa betur að unga fólkinu okkar, það getum við gert með því að t.d. kenna geðrækt í skólunum. Nú þegar höfum við lagt það til og það væri óskandi að vel væri tekið í þá tillögu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun