Ríkisstjórnin fundar klukkan 9.30 og ræðir tillögur Þórólfs Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. desember 2021 06:55 Gert er ráð fyrir að Willum Þór Þórsson heilbrigðissráðherra greini frá nýjum sóttvarnaaðgerðum í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hittist á fundi um klukkan 9.30 í dag. Þar verða tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar ræddar. Að fundi loknum er fastlega búist við því að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynni nýtt fyrirkomulag. Vísir verður sem fyrr í beinni útsendingu frá ráðherrabústaðnum að loknum ríkisstjórnarfundi. Þangað til greinum við frá nýjustu tíðindum í textalýsingu í vaktinni hér að neðan. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að í tillögum sóttvarnalæknis sé lagt til að gripið verði til þess ráðs að koma á 20 manna samkomutakmörkunum og þá stendur til að lengja jólafrí í skólum fram til 10. janúar. Þá greindi Ríkisútvarpið frá því að Þórólfur leggi til að tveggja metra nálægðarreglan verði tekin upp aftur og að 200 manna hólf verði heimil á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Að auki er fullyrt að sóttvarnalæknir leggi jafnframt til að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar megi taka við helmingi færri gestum en venjulega og að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verð styttur enn frekar. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að ofan og vaktina hér að neðan.
Að fundi loknum er fastlega búist við því að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynni nýtt fyrirkomulag. Vísir verður sem fyrr í beinni útsendingu frá ráðherrabústaðnum að loknum ríkisstjórnarfundi. Þangað til greinum við frá nýjustu tíðindum í textalýsingu í vaktinni hér að neðan. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að í tillögum sóttvarnalæknis sé lagt til að gripið verði til þess ráðs að koma á 20 manna samkomutakmörkunum og þá stendur til að lengja jólafrí í skólum fram til 10. janúar. Þá greindi Ríkisútvarpið frá því að Þórólfur leggi til að tveggja metra nálægðarreglan verði tekin upp aftur og að 200 manna hólf verði heimil á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Að auki er fullyrt að sóttvarnalæknir leggi jafnframt til að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar megi taka við helmingi færri gestum en venjulega og að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verð styttur enn frekar. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að ofan og vaktina hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira