Boston Celtics menn réðu ekkert við Joel Embiid í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 07:30 Joel Embiid var frábær í sigri Philadelphia 76ers á Boston Celtics í Boston. AP/Charles Krupa Joel Embiid átti frábæran leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það á útivelli á móti Boston Celtics. Tveir leikmenn voru með þrennu í sigrum sinna liða þar af hjálpaði annar þeirra Steph Curry að ná enn einum þrjátíu stiga leiknum sínum Joel Embiid skoraði 17 af 41 stigi sínu í fjórða leikhlutanum þegar Philadelphia 76ers vann fimm stiga útisigur á Boston Celtics, 108-103. Boston liðið var fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en Boston Celtics menn réðu ekkert við Joel Embiid á úrslitastund í þessum leik. Joel Embiid with a HUGE GAME in the @Sixers win!41 PTS, 10 REB, 5 AST, 4 BLK, 2 STL pic.twitter.com/r471bTMV01— NBA (@NBA) December 21, 2021 Embiid var einnig með 10 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 varin skot en hann hitti úr 14 af 27 skotum utan af velli og 12 af 14 vítum sínum. Seth Curry, sem hitti úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum, var næststigahæstur með 26 stig og Tobias Harris skoraði 25 stig. Jaylen Brown skoraði mest fyrir Boston liðið eða 30 stig. In his first home game since setting the all-time 3PM mark, @StephenCurry30 drops 30 PTS to lift the @warriors to the dub pic.twitter.com/knTTy05PpF— NBA (@NBA) December 21, 2021 Eldri bróðir Seth, Stephen Curry, skoraði 30 stig í 113-98 sigri Golden State Warriors á Sacramento Kings í fyrsta heimaleik sínum eftir að hann setti þriggja stiga metið sitt í Madison Square Garden í New York. Draymond Green náði sinni 31. þrennu á ferlinum þegar hann var með 16 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Það var önnur þrenna í deildinni í nótt því Dejounte Murray var með þrennu í 116-92 sigri San Antonio Spurs á útivelli á móti Los Angeles Clippers. Murray var með 24 stig, 12 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Dejounte Murray náði þarna sinni sjöttu þrennu á tímabilinu og hann bætti með því félagsmet Spurs á einu tímabili sem var áður í eigu þeirra David Robinson (1993-94) og Johnny Moore (1984-85). @44Bojan, @Rudygobert27, and @Spidadmitchell combine for 67 PTS as the @utahjazz improve to 21-9 pic.twitter.com/2ybsAOEIkQ— NBA (@NBA) December 21, 2021 Rudy Gobert var síðan með tröllatvennu, 23 stig og 21 frákast, þegar Utag Jazz vann 112-102 útisigur á Charlotte Hornets. Bojan Bogandovic skoraði 23 stig og Donovan Mitchell var með 21 stig. Utah-liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu. @DeMar_DeRozan with a 6th-straight 25+ PT outing in the @chicagobulls win! pic.twitter.com/yhKEDH4RY9— NBA (@NBA) December 21, 2021 Úrslit í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Philadelphia 76ers 103-108 Golden State Warriors - Sacramento Kings 113-98 LA Clippers - San Antonio Spurs 92-116 Chicago Bulls - Houston Rockets 133-118 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 99-102 Utah Jazz - Charlotte Hornets 112-102 NBA Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Joel Embiid skoraði 17 af 41 stigi sínu í fjórða leikhlutanum þegar Philadelphia 76ers vann fimm stiga útisigur á Boston Celtics, 108-103. Boston liðið var fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en Boston Celtics menn réðu ekkert við Joel Embiid á úrslitastund í þessum leik. Joel Embiid with a HUGE GAME in the @Sixers win!41 PTS, 10 REB, 5 AST, 4 BLK, 2 STL pic.twitter.com/r471bTMV01— NBA (@NBA) December 21, 2021 Embiid var einnig með 10 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 varin skot en hann hitti úr 14 af 27 skotum utan af velli og 12 af 14 vítum sínum. Seth Curry, sem hitti úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum, var næststigahæstur með 26 stig og Tobias Harris skoraði 25 stig. Jaylen Brown skoraði mest fyrir Boston liðið eða 30 stig. In his first home game since setting the all-time 3PM mark, @StephenCurry30 drops 30 PTS to lift the @warriors to the dub pic.twitter.com/knTTy05PpF— NBA (@NBA) December 21, 2021 Eldri bróðir Seth, Stephen Curry, skoraði 30 stig í 113-98 sigri Golden State Warriors á Sacramento Kings í fyrsta heimaleik sínum eftir að hann setti þriggja stiga metið sitt í Madison Square Garden í New York. Draymond Green náði sinni 31. þrennu á ferlinum þegar hann var með 16 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Það var önnur þrenna í deildinni í nótt því Dejounte Murray var með þrennu í 116-92 sigri San Antonio Spurs á útivelli á móti Los Angeles Clippers. Murray var með 24 stig, 12 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Dejounte Murray náði þarna sinni sjöttu þrennu á tímabilinu og hann bætti með því félagsmet Spurs á einu tímabili sem var áður í eigu þeirra David Robinson (1993-94) og Johnny Moore (1984-85). @44Bojan, @Rudygobert27, and @Spidadmitchell combine for 67 PTS as the @utahjazz improve to 21-9 pic.twitter.com/2ybsAOEIkQ— NBA (@NBA) December 21, 2021 Rudy Gobert var síðan með tröllatvennu, 23 stig og 21 frákast, þegar Utag Jazz vann 112-102 útisigur á Charlotte Hornets. Bojan Bogandovic skoraði 23 stig og Donovan Mitchell var með 21 stig. Utah-liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu. @DeMar_DeRozan with a 6th-straight 25+ PT outing in the @chicagobulls win! pic.twitter.com/yhKEDH4RY9— NBA (@NBA) December 21, 2021 Úrslit í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Philadelphia 76ers 103-108 Golden State Warriors - Sacramento Kings 113-98 LA Clippers - San Antonio Spurs 92-116 Chicago Bulls - Houston Rockets 133-118 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 99-102 Utah Jazz - Charlotte Hornets 112-102
Úrslit í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Philadelphia 76ers 103-108 Golden State Warriors - Sacramento Kings 113-98 LA Clippers - San Antonio Spurs 92-116 Chicago Bulls - Houston Rockets 133-118 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 99-102 Utah Jazz - Charlotte Hornets 112-102
NBA Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira