Grunlaus um hvað væri í vændum sendum við út hádegisfréttatíma á Stöð 2 daginn eftir kosningar. Þá var Ísland orðið að jafnréttisparadís og rætt var við yngsta þingmann sögunnar sem var nýkominn á þing miðað við fyrri lokatölur.
En gamanið entist stutt. Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi ákvað að ráðast í endurtalningu á atkvæðunum rétt eftir þetta viðtal sem stóð yfir í langan tíma. Og niðurstaðan úr henni varð ekki ljós fyrr en rétt fyrir kvöldfréttir hjá okkur þennan dag.
Orðin kjörbréfanefnd og undirbúningskjörbréfanefnd fóru að heyrast daglega í eyrum landsmanna. Við fréttamenn virðumst þó hafa átt dálítið erfitt með þessi hugtök til að byrja með.
Hér rifjum við upp allt kosningaklúðrið í annál fréttastofu. Helstu persónur og leikendur eru auðvitað Birgir Ármannsson, Ingi Tryggvason og Lenya Rún Taha Karim:
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember.