Eins og fjallið væri að öskra á þau Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2021 23:01 Feðginin Urður Arna Ómarsdóttir og Ómar Bogason. Framhús er fremra húsið á myndinni. Aftara húsið er Múli, sem einnig fvarð fyrir skriðunni. Urður Arna Ómarsdóttir Feðgin á Seyðisfirði segjast ólýsanlega þakklát fyrir að geta haldið jól í heimabænum ári eftir að gríðarstór aurskriða fór yfir hluta hans. Ekki sé þó búið að tryggja öryggi bæjarbúa, sem margir pakki enn ofan í töskur þegar byrjar að rigna. Það var um klukkan þrjú síðdegis þann 18. desember í fyrra sem skriðan féll. Hún ruddist niður hlíðina og hrifsaði með sér atvinnuhúsnæði og íbúðarhús, þar á meðal Framhús við Hafnargötu. Þar bjuggu systurdætur Ómars Bogasonar, sem blessunarlega voru ekki heima þegar skriðan féll - en það vissi hann ekki þegar hann stóð og horfði bjargarlaus á húsið fara undir skriðuna. „Félagi minn sem er við hliðina á mér, ég ranka við mér þegar hann öskrar: Hún er að koma á okkur! Þá fyrst átta ég mig á því að hún er að koma svo hratt niður á Framhús og ég horfði á verkstæðið þar flettast upp eins og eldspýtustokk,“ segir Ómar. Hamfarir sem þessar hafa sett mark sitt á fjölskylduna en Erla Jóhannsdóttir móðir Ómars missti móður sína og tvær systur í snjóflóði í Goðdal 1948. Dásamlegt að geta haldið jólin heima Ómar og Urður Arna Ómarsdóttir, dóttir hans, lýsa gríðarlegum hávaða sem fylgdi skriðunni. „Það var eins og fjallið væri að öskra á mann, eins og í einhverri bíómynd. Það var eins og það væri eitthvað skrímsli uppi í fjallinu,“ segir Urður. Þau eru sammála um að hamfarirnar hafi verið reiðarslag fyrir samfélagið í bænum og langan tíma taki að vinna úr því - og þeirri vinnu ljúki ef til vill aldrei. En gleði og þakklæti sé þeim efst í huga nú. „En þetta er svo dásamlegt eftir ár að geta öll verið saman, haldið jólin okkar hérna, séð jólaljósin í öllum húsum. Í fyrra leið okkur svo illa.“ Þá er Ómar þeirrar skoðunar að mögulega ætti að færa hluta byggðarinnar í ljósi hamfaranna. „Það er bara það sem þarf að gera, við verðum að tryggja öryggi því það er enn þá þannig að fólk er óöruggt þegar rignir,“ segir Ómar. „Fólk er bara með tilbúnar töskur,“ bætir Urður við. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Það var um klukkan þrjú síðdegis þann 18. desember í fyrra sem skriðan féll. Hún ruddist niður hlíðina og hrifsaði með sér atvinnuhúsnæði og íbúðarhús, þar á meðal Framhús við Hafnargötu. Þar bjuggu systurdætur Ómars Bogasonar, sem blessunarlega voru ekki heima þegar skriðan féll - en það vissi hann ekki þegar hann stóð og horfði bjargarlaus á húsið fara undir skriðuna. „Félagi minn sem er við hliðina á mér, ég ranka við mér þegar hann öskrar: Hún er að koma á okkur! Þá fyrst átta ég mig á því að hún er að koma svo hratt niður á Framhús og ég horfði á verkstæðið þar flettast upp eins og eldspýtustokk,“ segir Ómar. Hamfarir sem þessar hafa sett mark sitt á fjölskylduna en Erla Jóhannsdóttir móðir Ómars missti móður sína og tvær systur í snjóflóði í Goðdal 1948. Dásamlegt að geta haldið jólin heima Ómar og Urður Arna Ómarsdóttir, dóttir hans, lýsa gríðarlegum hávaða sem fylgdi skriðunni. „Það var eins og fjallið væri að öskra á mann, eins og í einhverri bíómynd. Það var eins og það væri eitthvað skrímsli uppi í fjallinu,“ segir Urður. Þau eru sammála um að hamfarirnar hafi verið reiðarslag fyrir samfélagið í bænum og langan tíma taki að vinna úr því - og þeirri vinnu ljúki ef til vill aldrei. En gleði og þakklæti sé þeim efst í huga nú. „En þetta er svo dásamlegt eftir ár að geta öll verið saman, haldið jólin okkar hérna, séð jólaljósin í öllum húsum. Í fyrra leið okkur svo illa.“ Þá er Ómar þeirrar skoðunar að mögulega ætti að færa hluta byggðarinnar í ljósi hamfaranna. „Það er bara það sem þarf að gera, við verðum að tryggja öryggi því það er enn þá þannig að fólk er óöruggt þegar rignir,“ segir Ómar. „Fólk er bara með tilbúnar töskur,“ bætir Urður við.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira