Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. desember 2021 13:31 Tómas Guðbjartsson til vinstri og Arnar Þór Jónsson til hægri. Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. Arnar Þór telur að verið sé að seilast hættulega langt inn á persónulegt svæði fólks. Ekki megi gleyma friðhelgi einkalífs og yfirráðum fólks yfir eigin líkama. Íþyngjandi inngrip í líf almennings geti farið inn á hættulegt svæði og útskýrir að hann vísi til einhvers konar alræðis í því samhengi. „Ég hef í það minnsta velt því fyrir mér hvort að þetta covid mál sé í raun og veru einhvers konar trójuhestur sem að þjónar þeim tilgangi að leiða hér inn einhvers konar nýtt stjórnarfar þar sem lýðræðinu er kippt úr sambandi,“ segir Arnar og ítrekar að í lýðræðinu felist að stjórnvöld megi ekki setja fyrirvaralausar reglur að eigin geðþótta. Tómas Guðbjartsson til vinstri, Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi í miðjunni og Arnar Þór Jónsson til hægri.Vísir Tómas Guðbjartsson er á öndverðum meiði og telur að staðan sé í raun miklu alvarlegri en flestir gera sér grein fyrir. Ekki megi gera lítið úr ómíkron afbrigðinu og höfða verði til skynsemi fólks. Tómas er þó ekki spenntur fyrir mögulegum reglum um bólusetningarskyldu en engu að síður megi ekki gera lítið úr alvarleika málsins. „Núna er þetta skollið á og í Danmörku er þetta í línulegum vexti beint upp á við og þeir eru svona í panikk-ástandi í Danmörku. Þrjátíu prósent af smitunum í Danmörku í gær voru ómíkron-smit og það er bara tímaspursmál hvenær þetta skellur á hér. Við erum að fara sennilega núna inn í eina erfiðustu bylgjuna,“ segir Tómas og ítrekar að mikilvægast sé að höfða til skynsemi fólks. Arnar ekki sammála Tómasi Tómas telur skoða þurfi umræðu um persónufrelsi og friðhelgi einkalífs að einhverju leyti til hliðsjónar við þá hættu sem stafar af kórónuveirufaraldrinum. Við lifum á fordæmalausum tímum og eðlilegt sé að grípa til óhefðbundinna ráðstafana í einhverjum tilvikum, sem stundum geti verið óhentugar. Arnar er þessu alls ekki sammála. „Nú vil ég bara vekja athygli hlustenda á því sem Tóma segir hér. Allt í einu hafi það minna vægi, svona undirstöðusjónarmið í stjórnskipun okkar og lögum, að persónufrelsi fer allt í einu að skipta miklu minna máli af því við erum í einhvers konar almannavarnaástandi,“ svarar Arnar og bætir við að til séu aðrar aðferðir en bólusetningar. Ljóst er að viðmælendur Kristjáns þennan sunnudagsmorguninn hafi skiptar skoðanir á takmörkunum og aðgerðum í kórónuveirufaraldrinum. Hlusta má á þáttinn hér að neðan. Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Arnar Þór telur að verið sé að seilast hættulega langt inn á persónulegt svæði fólks. Ekki megi gleyma friðhelgi einkalífs og yfirráðum fólks yfir eigin líkama. Íþyngjandi inngrip í líf almennings geti farið inn á hættulegt svæði og útskýrir að hann vísi til einhvers konar alræðis í því samhengi. „Ég hef í það minnsta velt því fyrir mér hvort að þetta covid mál sé í raun og veru einhvers konar trójuhestur sem að þjónar þeim tilgangi að leiða hér inn einhvers konar nýtt stjórnarfar þar sem lýðræðinu er kippt úr sambandi,“ segir Arnar og ítrekar að í lýðræðinu felist að stjórnvöld megi ekki setja fyrirvaralausar reglur að eigin geðþótta. Tómas Guðbjartsson til vinstri, Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi í miðjunni og Arnar Þór Jónsson til hægri.Vísir Tómas Guðbjartsson er á öndverðum meiði og telur að staðan sé í raun miklu alvarlegri en flestir gera sér grein fyrir. Ekki megi gera lítið úr ómíkron afbrigðinu og höfða verði til skynsemi fólks. Tómas er þó ekki spenntur fyrir mögulegum reglum um bólusetningarskyldu en engu að síður megi ekki gera lítið úr alvarleika málsins. „Núna er þetta skollið á og í Danmörku er þetta í línulegum vexti beint upp á við og þeir eru svona í panikk-ástandi í Danmörku. Þrjátíu prósent af smitunum í Danmörku í gær voru ómíkron-smit og það er bara tímaspursmál hvenær þetta skellur á hér. Við erum að fara sennilega núna inn í eina erfiðustu bylgjuna,“ segir Tómas og ítrekar að mikilvægast sé að höfða til skynsemi fólks. Arnar ekki sammála Tómasi Tómas telur skoða þurfi umræðu um persónufrelsi og friðhelgi einkalífs að einhverju leyti til hliðsjónar við þá hættu sem stafar af kórónuveirufaraldrinum. Við lifum á fordæmalausum tímum og eðlilegt sé að grípa til óhefðbundinna ráðstafana í einhverjum tilvikum, sem stundum geti verið óhentugar. Arnar er þessu alls ekki sammála. „Nú vil ég bara vekja athygli hlustenda á því sem Tóma segir hér. Allt í einu hafi það minna vægi, svona undirstöðusjónarmið í stjórnskipun okkar og lögum, að persónufrelsi fer allt í einu að skipta miklu minna máli af því við erum í einhvers konar almannavarnaástandi,“ svarar Arnar og bætir við að til séu aðrar aðferðir en bólusetningar. Ljóst er að viðmælendur Kristjáns þennan sunnudagsmorguninn hafi skiptar skoðanir á takmörkunum og aðgerðum í kórónuveirufaraldrinum. Hlusta má á þáttinn hér að neðan.
Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira