Fjallað hefur verið um menninna tvo í fjölmiðlum eftir að þeir voru handteknir skömmu eftir að þeir stálu tveimur úlpum úr Bláa lóninu í október. Voru þeir í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og síðar farbann.
Í farbannsúrskurði Landsréttar kom fram að mennirnir voru þaulskipulagðir en lögregla fann meðal annars hliðartösku þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi.
Sagði í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi.
Játuðu sök
Dómur yfir mönnunum var birtur í vikunni en þar kemur fram að mennirnir tveir hafi játað að hafa stolið fatnaði úr verslun Sports Direct í Kóavogi að verðmæti 163.900 króna, fjórum Canada Goose úlpum úr verslun Bláa Lónsins að verðmæti 310 þúsund króna.
Þá stálu þeir ilmvötnum úr verslun Hagkaupa í Skeifunni fyrir 221.883 krónur auk þess sem að annar þeirra skellti sér norður til Akureyrar þar sem hann létu greipar sópa í verslunum á Glerártorgi og í miðbænum.
Þar nældu hann sér í ilmvötn úr verslun Lyf og heilsu fyrir 114.082 krónur og fatnaði úr Isabellu fyrir 113.360 krónur. Einnig stal hann tveimur úlpum og einum bol úr verslun 66° í Skipagötu að verðmæti 94.100 króna.
Mennirnir játuðu brot sín fyrir dómi og var annar þeirra, sá sem fór einnig til Akureyrar, dæmdur í fimm mánaðaða fangelsi, þar af eru þrír mánuður skilorðsbundnir. Þá þurfa mennirnig einnig að greiða Högum og Bláa lóninu skaðabætur.