Reyndist hann nefbrotinn. Framrúða vagnsins brotnaði einnig í árásinni.
Að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó, eru upplýsingar um tildrög árásarinnar á reiki en stjórnendur fyrirtækisins gera ráð fyrir að ræða við vagnstjórann fyrir hádegi.
Guðmundur segir lögreglu ekki hafa sett sig í samband við Strætó enn sem komið er en myndavélar eru í öllum nýrri vögnum. Umrædd bifreið var í verktöku fyrir Strætó og verður það undir verktakanum komið að sækja bætur vegna skemmdanna.
Þá er það undir bílstjóranum komið hvort hann ákveður að kæra árásina. Hann var, að sögn Guðmundar, nýbyrjaður að keyra fyrir Strætó.