Skorar á Sjálfstæðismenn að styðja frekar almennt prófkjör Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. desember 2021 13:16 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir óráðlegt að flokkurinn fari inn í annað kjörtímabil þar sem borgarfulltrúar hafa ekki sótt umboð til flokksmanna. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýnir tillögu um svokallað leiðtogaprófkjör fyrir kosningarnar í vor og skorar á flokksmenn að styðja frekar við almennt prófkjör. Oddviti flokksins í borginni segir að frambjóðendur eigi ekki að fá að stjórna því hvernig prófkjörum er háttað. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, lagði til á fundi sínum í gær að notast yrði við sama fyrirkomulag í kosningunum í vor og var gert árið 2018, þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá var skipuð kjörnefnd til að raða í önnur sæti listans. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir tillöguna og segist frekar hlynnt almennu prófkjöri. „Mér finnst kannski ekki sérstaklega sterkt ef við ætlum að fara inn í annað kjörtímabil og vera átta ár borgarfulltrúar sem hafa ekki sótt umboð til flokksmanna,“ segir Hildur. Hún segist undrandi yfir niðurstöðu Varðar og segist skynja það hjá flokksmönnum að þau vilji frekar almennt prófkjör. „Við erum lýðræðislegur flokkur og við höfum farið lýðræðislegar leiðir til að velja fólk á okkar lista og þannig tel ég rétt að við höfum það áfram,“ segir Hildur. „Þetta var einhver tilraun síðast, gott og vel, en ég held að það sé ekki gott að við förum í þetta aftur.“ Hún bendir á að fulltrúaráð eigi eftir að samþykkja tillöguna. „Það verður bara að koma í ljós hver niðurstaðan verður en ég skora á Sjálfstæðismenn að styðja mun fremur almennt prófkjör og boða bara til öflugs prófkjörs í febrúar og nota það sem slagkraft inn í öfluga kosningabaráttu,“ segir Hildur. Ekki frambjóðendur sem stjórna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þó á öðru máli en Hildur. Hann segir að Vörður ráði leikreglunum í prófkjörinu og þannig eigi það að vera. „Hér er þessi aðferð rökstudd með því að það séu skýrar línur og ég horfi bara á það að grasrótin er með þessa tillögu og hún í rauninni á að ráða hvernig stillt er upp á lista en ekki frambjóðendur,“ segir Eyþór. Hann segist þó skilja að skiptar skoðanir séu á fyrirkomulaginu en bendir á að um prófkjör sé að ræða engu að síður. „Þannig ég held að það sé jákvætt að flokksmenn fái að velja. Þarna er farin sú leið að velja um efsta sætið og það er gott að fólk fái þá möguleika að kjósa um það, það er jákvætt. En það eru alltaf skiptar skoðanir um allt í pólitík,“ segir Eyþór. „Það er eðlilegt að þeir sem ákveða hvernig reglurnar eru ákveði það en frambjóðendur fari síðan bara eftir því.“ Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur stefnir á oddvitasætið: Ætlar sér að verða borgarstjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn. 8. desember 2021 19:00 „Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 12. desember 2021 14:56 Baráttan um borgina að hefjast Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg. 20. nóvember 2021 10:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, lagði til á fundi sínum í gær að notast yrði við sama fyrirkomulag í kosningunum í vor og var gert árið 2018, þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá var skipuð kjörnefnd til að raða í önnur sæti listans. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir tillöguna og segist frekar hlynnt almennu prófkjöri. „Mér finnst kannski ekki sérstaklega sterkt ef við ætlum að fara inn í annað kjörtímabil og vera átta ár borgarfulltrúar sem hafa ekki sótt umboð til flokksmanna,“ segir Hildur. Hún segist undrandi yfir niðurstöðu Varðar og segist skynja það hjá flokksmönnum að þau vilji frekar almennt prófkjör. „Við erum lýðræðislegur flokkur og við höfum farið lýðræðislegar leiðir til að velja fólk á okkar lista og þannig tel ég rétt að við höfum það áfram,“ segir Hildur. „Þetta var einhver tilraun síðast, gott og vel, en ég held að það sé ekki gott að við förum í þetta aftur.“ Hún bendir á að fulltrúaráð eigi eftir að samþykkja tillöguna. „Það verður bara að koma í ljós hver niðurstaðan verður en ég skora á Sjálfstæðismenn að styðja mun fremur almennt prófkjör og boða bara til öflugs prófkjörs í febrúar og nota það sem slagkraft inn í öfluga kosningabaráttu,“ segir Hildur. Ekki frambjóðendur sem stjórna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þó á öðru máli en Hildur. Hann segir að Vörður ráði leikreglunum í prófkjörinu og þannig eigi það að vera. „Hér er þessi aðferð rökstudd með því að það séu skýrar línur og ég horfi bara á það að grasrótin er með þessa tillögu og hún í rauninni á að ráða hvernig stillt er upp á lista en ekki frambjóðendur,“ segir Eyþór. Hann segist þó skilja að skiptar skoðanir séu á fyrirkomulaginu en bendir á að um prófkjör sé að ræða engu að síður. „Þannig ég held að það sé jákvætt að flokksmenn fái að velja. Þarna er farin sú leið að velja um efsta sætið og það er gott að fólk fái þá möguleika að kjósa um það, það er jákvætt. En það eru alltaf skiptar skoðanir um allt í pólitík,“ segir Eyþór. „Það er eðlilegt að þeir sem ákveða hvernig reglurnar eru ákveði það en frambjóðendur fari síðan bara eftir því.“
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur stefnir á oddvitasætið: Ætlar sér að verða borgarstjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn. 8. desember 2021 19:00 „Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 12. desember 2021 14:56 Baráttan um borgina að hefjast Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg. 20. nóvember 2021 10:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Hildur stefnir á oddvitasætið: Ætlar sér að verða borgarstjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn. 8. desember 2021 19:00
„Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 12. desember 2021 14:56
Baráttan um borgina að hefjast Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg. 20. nóvember 2021 10:00