„Fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur” Sunna Valgerðardóttir skrifar 16. desember 2021 12:07 Þórólfur segir hinar Norðurlandaþjóðirnar vera að búa sig undir erfiðar vikur framundan. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir faraldurinn enn á ný á greinilegri uppleið eftir smittölur gærdagsins. Delta afbrigðið er enn ráðandi hér, en spálíkan hinna Norðurlandanna gera ráð fyrir mjög erfiðum næstu vikum vegna útbreiðslu ómíkron. Óbólusettir, börn og fullorðnir, eru þau sem smitast helst hérlendis. 171 smit greindist innanlands í gær, mesti fjöldi síðan 22. nóvember. Nú hafa meira en 20 þúsund manns greinst með veiruna á Íslandi frá því að faraldurinn byrjaði hér í lok febrúar 2020. 13 liggja á Landspítala með Covid-19, tveir á gjörgæslu. Núverandi aðgerðir eiga að gilda út 22. desember. Þær virðast þó duga skammt því Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að faraldur sé á hraðri uppleið. „Ég vona að við séum ekki að fara sömu leið og nágrannar okkar á Norðurlöndunum, þar sem hann í miklum veldisvexti og þeir eru að lenda í miklum vandræðum,” segir Þórólfur. Mun harðari aðgerðir í Skandinavíu Hann undirstrikar að það séu mun harðari takmarkanir víða í kring um okkur heldur en hér. Og endalaus dæmi séu um að fólk fari einfaldlega ekki eftir reglum. Með þessum afleiðingum. „Ég held að það sé fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu. Það eru ekkert voðalega margir sem liggja inni á sjúkrahúsi, en spítalinn er í erfiðri aðstöðu og það getur breyst mjög hratt.” Smitin hér eru langflest delta-afbrigði veirunnar, meðal óbólusettra barna og fullorðinna. Um 50 ómíkron tilfelli hafa greinst hér enn sem komið er. „Ég held að það sé líka holt að horfa á spálíkan frá hinum Norðurlöndunum. Þau eru að spá mjög mikilli útbreiðslu og mjög erfiðri stöðu næstu vikurnar. Og þá sérstaklega vegna ómikron, sem er miklu meira smitandi virðist vera heldur en delta afbrigðið.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16. desember 2021 10:40 Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43 Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14. desember 2021 17:56 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
171 smit greindist innanlands í gær, mesti fjöldi síðan 22. nóvember. Nú hafa meira en 20 þúsund manns greinst með veiruna á Íslandi frá því að faraldurinn byrjaði hér í lok febrúar 2020. 13 liggja á Landspítala með Covid-19, tveir á gjörgæslu. Núverandi aðgerðir eiga að gilda út 22. desember. Þær virðast þó duga skammt því Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að faraldur sé á hraðri uppleið. „Ég vona að við séum ekki að fara sömu leið og nágrannar okkar á Norðurlöndunum, þar sem hann í miklum veldisvexti og þeir eru að lenda í miklum vandræðum,” segir Þórólfur. Mun harðari aðgerðir í Skandinavíu Hann undirstrikar að það séu mun harðari takmarkanir víða í kring um okkur heldur en hér. Og endalaus dæmi séu um að fólk fari einfaldlega ekki eftir reglum. Með þessum afleiðingum. „Ég held að það sé fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu. Það eru ekkert voðalega margir sem liggja inni á sjúkrahúsi, en spítalinn er í erfiðri aðstöðu og það getur breyst mjög hratt.” Smitin hér eru langflest delta-afbrigði veirunnar, meðal óbólusettra barna og fullorðinna. Um 50 ómíkron tilfelli hafa greinst hér enn sem komið er. „Ég held að það sé líka holt að horfa á spálíkan frá hinum Norðurlöndunum. Þau eru að spá mjög mikilli útbreiðslu og mjög erfiðri stöðu næstu vikurnar. Og þá sérstaklega vegna ómikron, sem er miklu meira smitandi virðist vera heldur en delta afbrigðið.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16. desember 2021 10:40 Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43 Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14. desember 2021 17:56 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16. desember 2021 10:40
Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43
Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14. desember 2021 17:56