„Ásmundur Einar er ekki Guð“ Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2021 10:26 Ásmundur Einar Daðason telst tvímælalaust einn helsti sigurvegari síðustu Alþingiskosninga. Hverju sem það má þakka eða um kenna eftir atvikum. Einn þátttakenda í könnun Maskínu á falsfréttum í aðdraganda kosninga taldi sig hafa séð frétt þar sem því var haldið fram að Ásmundur Einar væri Guð, og vafðist ekki fyrir þeim hinum sama að flokka það sem falsfrétt. vísir/vilhelm Helmingur aðspurðra, í könnun sem Maskína vann fyrir Fjölmiðlanefnd, taldi sig hafa rekist á rangar upplýsingar eða falsfréttir í kosningabaráttunni í september. Þar af sögðust ellefu prósent þátttakenda hafa orðið vör við slíkar upplýsingar oft á dag síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Sem hlýtur að teljast verulega hátt hlutfall. Þetta kemur fram í tilkynningu Fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá niðurstöðum. Þar segir meðal annars að af þeim sem sögðust hafa orðið vör við falsfréttir eða rangar upplýsingar sagðist rúmlega helmingur telja ákveðinn stjórnmálaflokkur hafi borið ábyrgð á falsfréttunum. Og Kjósendur ríkisstjórnarflokkana (Sjálfstæðisflokks, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokks) voru ólíklegastir til að hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, fór fram dagana 27. september til 7. október og voru svarendur 946 talsins. Fjölmiðlanefnd hefur tekið saman skýrslu sem byggir á könnuninni og niðurstöðum hennar. Þar kemur margt forvitnilegt í ljós. Skjáskot úr skýrslu fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá helstu niðurstöðum könnunar Maskíinu um falsfréttir í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.skjáskot Meðal þess sem þar má sjá eru dæmi um ummæli, það sem þátttakendur könnunarinnar töldu vera falsfrétt. Einhver rak augu í frétt þar sem því var haldið fram að Ásmundur Einar Daðason væri ekki Guð og það vafðist ekki fyrir viðkomandi að afgreiða það sem falsfrétt. Og þannig eru fleiri setningar tilgreindar eins og sjá má á skjáskoti hér ofar. Svo sem: „Endalausar lygar Bjarna Ben og rakin aumingjaskapur fjölmiðlafólks að staðreyndatékka lygavaðalinn úr fávitanum og leyfa honum að ræpa…“ Og af frá hinum kantinum, en sé litið til þess að þeir sem eru stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna töldu sig ekki sá eins margar falsfréttir og hinir, þá er þetta að einhverju leyti í auga sjáandans: „Blaðrið í Gunnari Smára,“ segir annar og flokkar það sem rangar upplýsingar og/eða falsfrétt. Skoðanakannanir Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Þar af sögðust ellefu prósent þátttakenda hafa orðið vör við slíkar upplýsingar oft á dag síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Sem hlýtur að teljast verulega hátt hlutfall. Þetta kemur fram í tilkynningu Fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá niðurstöðum. Þar segir meðal annars að af þeim sem sögðust hafa orðið vör við falsfréttir eða rangar upplýsingar sagðist rúmlega helmingur telja ákveðinn stjórnmálaflokkur hafi borið ábyrgð á falsfréttunum. Og Kjósendur ríkisstjórnarflokkana (Sjálfstæðisflokks, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokks) voru ólíklegastir til að hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, fór fram dagana 27. september til 7. október og voru svarendur 946 talsins. Fjölmiðlanefnd hefur tekið saman skýrslu sem byggir á könnuninni og niðurstöðum hennar. Þar kemur margt forvitnilegt í ljós. Skjáskot úr skýrslu fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá helstu niðurstöðum könnunar Maskíinu um falsfréttir í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.skjáskot Meðal þess sem þar má sjá eru dæmi um ummæli, það sem þátttakendur könnunarinnar töldu vera falsfrétt. Einhver rak augu í frétt þar sem því var haldið fram að Ásmundur Einar Daðason væri ekki Guð og það vafðist ekki fyrir viðkomandi að afgreiða það sem falsfrétt. Og þannig eru fleiri setningar tilgreindar eins og sjá má á skjáskoti hér ofar. Svo sem: „Endalausar lygar Bjarna Ben og rakin aumingjaskapur fjölmiðlafólks að staðreyndatékka lygavaðalinn úr fávitanum og leyfa honum að ræpa…“ Og af frá hinum kantinum, en sé litið til þess að þeir sem eru stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna töldu sig ekki sá eins margar falsfréttir og hinir, þá er þetta að einhverju leyti í auga sjáandans: „Blaðrið í Gunnari Smára,“ segir annar og flokkar það sem rangar upplýsingar og/eða falsfrétt.
Skoðanakannanir Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira