Hvers virði eru Samtökin ‘78? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 16. desember 2021 08:00 Ungmenni sem vill kynnast öðrum hinsegin ungmennum. Nemandi að skrifa lokaritgerð um hinsegin málefni. Ungt samkynja par sem flúið hefur ofbeldi og útskúfun í heimalandi sínu. Sveitarfélag sem vill stuðla að þekkingu á hinsegin málefnum hjá starfsfólki. Foreldrar barns sem var að koma út úr skápnum. Eldri hommi sem vill bara spjalla. Íþróttafélag sem þarf fræðslu. Intersex manneskja sem þarf sálrænan stuðning. Blaðamaður að skrifa grein um stöðu hinsegin fólks í Ungverjalandi. Skólastjóri sem stendur ráðþrota gagnvart fordómafullu andrúmslofti meðal nemenda. Trans manneskja sem þarf að kæra mismunun. Stéttarfélag sem ætlar að uppfæra eyðublöð samkvæmt lögum. Þingmaður að skrifa lagafrumvarp. Prófarkalesari sem vill læra að nota hán. Alþjóðleg stofnun sem þarf upplýsingar um stöðu mála á Íslandi. Barn sem býr við ofbeldi vegna hinseginleika. Þetta eru allt dæmi um fólk og félög sem leita til Samtakanna ‘78 á ári hverju. Þau og svo ótalmörg fleiri. Á undanförnum árum hefur Samtökunum ‘78 í fyrsta sinn gefist fjárhagslegt ráðrúm, þökk sé þjónustusamningum og tímabundnum fjárframlögum hins opinbera, til þess að þróa starfsemi sína áfram með auknu starfsmannahaldi og umsvifum. Þessar breytingar hafa leitt í ljós gríðarlega mikla þörf á faglegri þjónustu í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Uppsafnaða þörf. Segja má að á síðustu árum hafi snjóbolti farið af stað, með vexti sem enn sér ekki fyrir endann á, því þjónustuþættir Samtakanna ‘78 hafa fimmfaldast á jafn mörgum árum. Sem dæmi voru ráðgjafatímar 145 talsins árið 2015, en í fyrra voru þeir orðnir 1115. Við höfum gert okkar besta til þess að mæta auknum verkefnum af ábyrgð og með markvissri fagvæðingu starfsins. Hjá Samtökunum ‘78 eru nú níu ráðgjafar, fimm stuðningshópar, fagleg félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni, fræðslustýra og þrír fræðarar, skrifstofa sem annast almenn erindi og þá er ótalið allt framlag sjálfboðaliða í hinum ýmsu verkefnum. Ásamt þessu erum við svo auðvitað hefðbundin félagasamtök, sinnum hagsmunabaráttu og höldum viðburði af ýmsu tagi. Það er flókið að reka félag sem þarf að stækka svo hratt til þess að uppfylla þörf samfélagsins. Við höfum enn ekki náð jafnvægi. Á sama tíma stöndum við sífellt frammi fyrir rekstraróvissu vegna breytilegs framlags hins opinbera. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022 hefur tímabundið framlag til Samtakanna ‘78 verið fellt brott. Gangi það eftir verður starfsemi okkar ekki svipur hjá sjón á næsta ári. Þessu þarf því að snúa við og raunar þarf að bæta verulega í. Samfélagslegt mikilvægi Samtakanna ‘78 er nefnilega gríðarlegt. Allt fólkið sem leitar til okkar getur vottað fyrir það. Ég hvet fjárlaganefnd og Alþingi til að tryggja Samtökunum ‘78 nægt fjármagn til þess að standa undir hlutverki sínu. Hinsegin fólki og samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ungmenni sem vill kynnast öðrum hinsegin ungmennum. Nemandi að skrifa lokaritgerð um hinsegin málefni. Ungt samkynja par sem flúið hefur ofbeldi og útskúfun í heimalandi sínu. Sveitarfélag sem vill stuðla að þekkingu á hinsegin málefnum hjá starfsfólki. Foreldrar barns sem var að koma út úr skápnum. Eldri hommi sem vill bara spjalla. Íþróttafélag sem þarf fræðslu. Intersex manneskja sem þarf sálrænan stuðning. Blaðamaður að skrifa grein um stöðu hinsegin fólks í Ungverjalandi. Skólastjóri sem stendur ráðþrota gagnvart fordómafullu andrúmslofti meðal nemenda. Trans manneskja sem þarf að kæra mismunun. Stéttarfélag sem ætlar að uppfæra eyðublöð samkvæmt lögum. Þingmaður að skrifa lagafrumvarp. Prófarkalesari sem vill læra að nota hán. Alþjóðleg stofnun sem þarf upplýsingar um stöðu mála á Íslandi. Barn sem býr við ofbeldi vegna hinseginleika. Þetta eru allt dæmi um fólk og félög sem leita til Samtakanna ‘78 á ári hverju. Þau og svo ótalmörg fleiri. Á undanförnum árum hefur Samtökunum ‘78 í fyrsta sinn gefist fjárhagslegt ráðrúm, þökk sé þjónustusamningum og tímabundnum fjárframlögum hins opinbera, til þess að þróa starfsemi sína áfram með auknu starfsmannahaldi og umsvifum. Þessar breytingar hafa leitt í ljós gríðarlega mikla þörf á faglegri þjónustu í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Uppsafnaða þörf. Segja má að á síðustu árum hafi snjóbolti farið af stað, með vexti sem enn sér ekki fyrir endann á, því þjónustuþættir Samtakanna ‘78 hafa fimmfaldast á jafn mörgum árum. Sem dæmi voru ráðgjafatímar 145 talsins árið 2015, en í fyrra voru þeir orðnir 1115. Við höfum gert okkar besta til þess að mæta auknum verkefnum af ábyrgð og með markvissri fagvæðingu starfsins. Hjá Samtökunum ‘78 eru nú níu ráðgjafar, fimm stuðningshópar, fagleg félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni, fræðslustýra og þrír fræðarar, skrifstofa sem annast almenn erindi og þá er ótalið allt framlag sjálfboðaliða í hinum ýmsu verkefnum. Ásamt þessu erum við svo auðvitað hefðbundin félagasamtök, sinnum hagsmunabaráttu og höldum viðburði af ýmsu tagi. Það er flókið að reka félag sem þarf að stækka svo hratt til þess að uppfylla þörf samfélagsins. Við höfum enn ekki náð jafnvægi. Á sama tíma stöndum við sífellt frammi fyrir rekstraróvissu vegna breytilegs framlags hins opinbera. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022 hefur tímabundið framlag til Samtakanna ‘78 verið fellt brott. Gangi það eftir verður starfsemi okkar ekki svipur hjá sjón á næsta ári. Þessu þarf því að snúa við og raunar þarf að bæta verulega í. Samfélagslegt mikilvægi Samtakanna ‘78 er nefnilega gríðarlegt. Allt fólkið sem leitar til okkar getur vottað fyrir það. Ég hvet fjárlaganefnd og Alþingi til að tryggja Samtökunum ‘78 nægt fjármagn til þess að standa undir hlutverki sínu. Hinsegin fólki og samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun