Hildur undrandi en Eyþóri líst vel á leiðtogaprófkjör Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 21:27 Eyþór og Hildur munu að líkindum mætast í prófkjöri um leiðtogasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, að öllu óbreyttu. Sama fyrirkomulag var fyrir fjórum árum. vísir/vilhelm Allt stefnir í að kosið verði um leiðtoga Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningum í vor. Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, sem leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, hafa bæði lýst því yfir að þau sækist eftir leiðtogasætinu. Engir fleiri hafa lýst yfir áhuga á leiðtogasætinu enn sem komið er. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, gerir þetta að tillögu sinni í kvöld og mbl.is greinir frá. Notast var við sama fyrirkomulag í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018 þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá sóttust Eyþór, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Viðar Guðjohnsen eftir leiðtogasætinu. Það verður svo í höndum fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins að samþykkja fyrirkomulagið. Verði það samþykkt af ráðinu verður kjörnefnd skipuð til að raða í önnur sæti á listanum, sem er sama fyrirkomulag og var haft í síðustu borgarstjórnarkosningum. Ekkert þeirra sem sóttist eftir leiðtogasætinu árið 2018 og fékk það ekki var skipað á framboðslistann. Furðar sig á niðurstöðu fundarins Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún sé undrandi á niðurstöðu Varðar. „Ég undrast þessa niðurstöðu fundarins, ekki síst eftir kraftmikil prófkjör síðasta vors. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks verður hins vegar kallað saman á nýju ári og tillögur um fyrirkomulag prófkjörs borið undir atkvæði,“ segir Hildur. Hún skorar á Sjálfstæðismenn að greiða atkvæði með almennu prófkjöri, ekki bara leiðtogaprófkjöri. „Það er styrkur okkar Sjálfstæðismanna, langt umfram aðra flokka, að geta blásið til prófkjörs, hvar þúsundir flokksmanna koma saman til að velja fólk á lista. Prófkjörin hafa jafnframt sýnt hve mikil eftirspurn er eftir því að starfa með Sjálfstæðisflokknum,“ segir Hildur. „Við erum stór og við eigum að haga okkur eftir því. Slagkraftinn úr prófkjörinu eigum við svo að nýta inní kraftmiklar kosningar. Það er löngu tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn komist til áhrifa í borginni.“ Sér fram á málefnalega leiðtogabaráttu Eyþór segir í samtali við fréttastofu að hann líti komandi prófkjör björtum augum og hlakki til vorsins. „Það liggur fyrir að verði prófkjör og þetta er þá með svipuðum hætti og fyrir fjórum árum. Þá var líka leiðtogaprófkjör og fimm sem kepptust um að leiða listann. Það leiðtogaprófkjör fékk góða athygli og ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn er að fá góða athygli núþegar út á þessi mál og ég get trúað því að það verði þá hægt að ræða málefni og stefnu flokksins, ekki bara frambjóðendur þegar kastljósið er á efsta sætinu,“ segir Eyþór. „Ég á von á því að baráttan verði málefnaleg. Við höfum unnið saman í borgarstjórnarhópnum í þrjú ár rúm og erum búin að vinna saman í fjögur ár og þekkjumst vel. Þannig að ég held að baráttan verði málefnaleg, það er það sem þarf, að við ræðum málefnin og stefnuna. Það er það sem kjósendur vilja.“ Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, gerir þetta að tillögu sinni í kvöld og mbl.is greinir frá. Notast var við sama fyrirkomulag í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018 þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá sóttust Eyþór, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Viðar Guðjohnsen eftir leiðtogasætinu. Það verður svo í höndum fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins að samþykkja fyrirkomulagið. Verði það samþykkt af ráðinu verður kjörnefnd skipuð til að raða í önnur sæti á listanum, sem er sama fyrirkomulag og var haft í síðustu borgarstjórnarkosningum. Ekkert þeirra sem sóttist eftir leiðtogasætinu árið 2018 og fékk það ekki var skipað á framboðslistann. Furðar sig á niðurstöðu fundarins Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún sé undrandi á niðurstöðu Varðar. „Ég undrast þessa niðurstöðu fundarins, ekki síst eftir kraftmikil prófkjör síðasta vors. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks verður hins vegar kallað saman á nýju ári og tillögur um fyrirkomulag prófkjörs borið undir atkvæði,“ segir Hildur. Hún skorar á Sjálfstæðismenn að greiða atkvæði með almennu prófkjöri, ekki bara leiðtogaprófkjöri. „Það er styrkur okkar Sjálfstæðismanna, langt umfram aðra flokka, að geta blásið til prófkjörs, hvar þúsundir flokksmanna koma saman til að velja fólk á lista. Prófkjörin hafa jafnframt sýnt hve mikil eftirspurn er eftir því að starfa með Sjálfstæðisflokknum,“ segir Hildur. „Við erum stór og við eigum að haga okkur eftir því. Slagkraftinn úr prófkjörinu eigum við svo að nýta inní kraftmiklar kosningar. Það er löngu tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn komist til áhrifa í borginni.“ Sér fram á málefnalega leiðtogabaráttu Eyþór segir í samtali við fréttastofu að hann líti komandi prófkjör björtum augum og hlakki til vorsins. „Það liggur fyrir að verði prófkjör og þetta er þá með svipuðum hætti og fyrir fjórum árum. Þá var líka leiðtogaprófkjör og fimm sem kepptust um að leiða listann. Það leiðtogaprófkjör fékk góða athygli og ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn er að fá góða athygli núþegar út á þessi mál og ég get trúað því að það verði þá hægt að ræða málefni og stefnu flokksins, ekki bara frambjóðendur þegar kastljósið er á efsta sætinu,“ segir Eyþór. „Ég á von á því að baráttan verði málefnaleg. Við höfum unnið saman í borgarstjórnarhópnum í þrjú ár rúm og erum búin að vinna saman í fjögur ár og þekkjumst vel. Þannig að ég held að baráttan verði málefnaleg, það er það sem þarf, að við ræðum málefnin og stefnuna. Það er það sem kjósendur vilja.“
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira