Landamæratakmarkanir á Íslandi hafi brotið í bága við reglur EES Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 17:14 Reglur sem tóku í gildi á landamærum Íslands í maí síðastliðnum eru sagðar brjóta í bága við jafnræðisreglur EES. Reglurnar hafi mismunað EES-borgurum þar sem þær giltu ekki fyrir íslenska ríkisborgara. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins. Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að með lögum sem sett voru í maí 2021, þar sem mælt var fyrir skyldu flugrekenda til að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins hafi EES-borgurum verið mismunað á óréttmætan hátt þar sem krafan átti ekki við íslenska ríkisborgara. Vísað er til þess að EES ríkjum sé heimilt að takmarka för milli landa til að hefta útbreiðslu faraldursins en aðgerðir eigi ekki að ganga lengra en nauðsynlegt er og verða þær að vera samræmdar. Stofnunin segist ekki hafa fengið viðunandi svör sem sýna fram á að aðgerðirnar gæti meðalhófs. Ísland hefur nú tvo mánuði til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en ESA ákveður hvort fara skuli lengra með málið. „Íslenskt, láttu það ganga“ brjóti í bága við reglur EES Þá hefur eftirlitsstofnunin ESA sömuleiðis sent rökstutt álit til Íslands vegna þátttöku yfirvalda í herferð þar sem íslenskir neytendur eru hvattir til að velja íslenska vöru og þjónustu fram yfir erlenda. Ísland er með því sagt brjóta í bága við EES-reglur með því að standa ekki við skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins til að tryggja frjálsa vöruflutninga og frelsi til að veita þjónustu. Um er að ræða herferð sem ber yfirskriftina „Íslenskt, láttu það ganga“ og segir í tilkynningu ESA að slagorðið sendi þau skilaboð að val á íslenskum vörum og þjónustu skili sér aftur til neytenda. Herferðin er sögð hvetja neytendur til að velja frekar íslenska vöru en erlenda, sem brýtur í bága við grundvallaratriði EES-samningsins.Aðsend „Í kjölfar upplýsingabeiðni sem ESA sendi til Íslands í júní 2020 héldu íslensk stjórnvöld því fram að herferðin væri hluti af víðtækari aðgerðum til að styðja við atvinnulífið og fyrirtæki í landinu, til að bregðast við Covid-19 heimsfaraldrinum. Í kjölfar bréfaskipta við Íslands sendi ESA í desember 2020 formlegt áminningarbréf til Íslands þar sem bent var á að herferðin væri ekki í samræmi við EES-reglur,“ segir í tilkynningunni. Þá sé það mat stofnunarinnar að aðstæður á Íslandi í tengslum við Covid-19 faraldurinn réttlæti ekki ráðstöfunina. Þar að auki sé herferðin miðuð að því að vernda innlend fyrirtæki og vörur á kostnað fyrirtækja og vara frá öðrum EES-ríkjum andstætt grundvallarmarkmiði EES-samningsins um að efla viðskipta- og efnahagstengsl innan EES. Evrópusambandið Samkeppnismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrenn jarðgöng uppfylla ekki lágmarksöryggiskröfur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að þrjú af þeim fjórum jarðgöngum á Íslandi sem tilheyra hinu Samevrópska veganeti uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur EES fyrir jarðgöng. 15. desember 2021 14:31 ESA segir engar sönnur fyrir ásökunum Arion banka Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisaðstoð hafi verið veitt Landsbankanum og Íslandsbanka. 17. nóvember 2021 10:34 Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að með lögum sem sett voru í maí 2021, þar sem mælt var fyrir skyldu flugrekenda til að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins hafi EES-borgurum verið mismunað á óréttmætan hátt þar sem krafan átti ekki við íslenska ríkisborgara. Vísað er til þess að EES ríkjum sé heimilt að takmarka för milli landa til að hefta útbreiðslu faraldursins en aðgerðir eigi ekki að ganga lengra en nauðsynlegt er og verða þær að vera samræmdar. Stofnunin segist ekki hafa fengið viðunandi svör sem sýna fram á að aðgerðirnar gæti meðalhófs. Ísland hefur nú tvo mánuði til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en ESA ákveður hvort fara skuli lengra með málið. „Íslenskt, láttu það ganga“ brjóti í bága við reglur EES Þá hefur eftirlitsstofnunin ESA sömuleiðis sent rökstutt álit til Íslands vegna þátttöku yfirvalda í herferð þar sem íslenskir neytendur eru hvattir til að velja íslenska vöru og þjónustu fram yfir erlenda. Ísland er með því sagt brjóta í bága við EES-reglur með því að standa ekki við skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins til að tryggja frjálsa vöruflutninga og frelsi til að veita þjónustu. Um er að ræða herferð sem ber yfirskriftina „Íslenskt, láttu það ganga“ og segir í tilkynningu ESA að slagorðið sendi þau skilaboð að val á íslenskum vörum og þjónustu skili sér aftur til neytenda. Herferðin er sögð hvetja neytendur til að velja frekar íslenska vöru en erlenda, sem brýtur í bága við grundvallaratriði EES-samningsins.Aðsend „Í kjölfar upplýsingabeiðni sem ESA sendi til Íslands í júní 2020 héldu íslensk stjórnvöld því fram að herferðin væri hluti af víðtækari aðgerðum til að styðja við atvinnulífið og fyrirtæki í landinu, til að bregðast við Covid-19 heimsfaraldrinum. Í kjölfar bréfaskipta við Íslands sendi ESA í desember 2020 formlegt áminningarbréf til Íslands þar sem bent var á að herferðin væri ekki í samræmi við EES-reglur,“ segir í tilkynningunni. Þá sé það mat stofnunarinnar að aðstæður á Íslandi í tengslum við Covid-19 faraldurinn réttlæti ekki ráðstöfunina. Þar að auki sé herferðin miðuð að því að vernda innlend fyrirtæki og vörur á kostnað fyrirtækja og vara frá öðrum EES-ríkjum andstætt grundvallarmarkmiði EES-samningsins um að efla viðskipta- og efnahagstengsl innan EES.
Evrópusambandið Samkeppnismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrenn jarðgöng uppfylla ekki lágmarksöryggiskröfur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að þrjú af þeim fjórum jarðgöngum á Íslandi sem tilheyra hinu Samevrópska veganeti uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur EES fyrir jarðgöng. 15. desember 2021 14:31 ESA segir engar sönnur fyrir ásökunum Arion banka Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisaðstoð hafi verið veitt Landsbankanum og Íslandsbanka. 17. nóvember 2021 10:34 Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Þrenn jarðgöng uppfylla ekki lágmarksöryggiskröfur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að þrjú af þeim fjórum jarðgöngum á Íslandi sem tilheyra hinu Samevrópska veganeti uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur EES fyrir jarðgöng. 15. desember 2021 14:31
ESA segir engar sönnur fyrir ásökunum Arion banka Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisaðstoð hafi verið veitt Landsbankanum og Íslandsbanka. 17. nóvember 2021 10:34
Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00