Veiran fjari út á næsta ári Snorri Másson skrifar 15. desember 2021 21:01 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur annast raðgreiningar á ómíkron-afbrigðinu hérlendis og telur veiruna vera að sýna fyrirsjáanlega en breytta hegðun. Vísir/Vilhelm Ómíkron-afbrigðið breiðir úr sér hraðar en nokkuð annað afbrigði kórónuveirunnar hingað til. Það gæti í ljósi þess ofkeyrt heilbrigðiskerfið að sögn sóttvarnalæknis, þrátt fyrir að alvarleg veikindi virðist sjaldgæfari. Kári Stefánsson spáir því að breytt veira fjari út fyrir lok næsta árs. Frá því að ómíkron-afbrigðið kom fram undir lok nóvember hefur hægt og rólega myndast grunnþekking á eðli þess. „Allar tölur benda til þess að þetta omíkron-afbrigði sé töluvert meira smitandi og hraðinn á útbreiðslu á því sé meiri en á delta. Danir hafa til dæmis mælt að tvöföldunartíminn þar í útbreiðslu séu tveir til þrír dagar. Það er mjög hratt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að hugsanlega séu veikindi vægari en telur mögulegt að fjöldi smitaðra muni vega upp á móti því og þannig samt ofkeyra heilbrigðiskerfi. Örvunarskammturinn sé okkar helsta von til þess að forða því að miklar takmarkanir séu nauðsynlegar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ómíkron-afbrigðið fela í sér fyrirsjáanlegar breytingar í hegðun veirunnar. „Ef þetta reynist rétt er veiran að þróast í þá átt sem má búast við, þá er hún að fylgja þeirri reglu að stökkbreytast þannig að hún verði smitnæmari en valdi minni skaða. Hún er að hlúa að eigin hagsmunum, og á þann hátt hagar hún sér mjög svipað íslenskum alþingismönnum, sem um leið og þeir eru komnir á þing fara að hlúa að sjálfum sér í stað þjóðarinnar. En allt um það,“ segir Kári. „Hvað gerist svo í framtíðinni? Mér finnst ekki ólíklegt að þriðji skammtur komi til með að veita okkur þá vörn sem við þurfum gegn þessu afbrigði af veirunni og mér finnst ekki ólíklegt að þetta komi til með að fjara út á næsta hálfa ári til eins árs. Mér fyndist þetta lógískt. Treystirðu þér þá til að spá því að veiran almennt verði þá fyrir bí að einhverju leyti? Að við verðum farin að sakna þessarar veiru næsta haust? Ég er ekki viss um það en mér finnst það líklegt,“ segir Kári Stefánsson. Breiðir hraðar úr sér en nokkru sinni fyrr Á milli 40-50 hafa þegar greinst með afbrigðið hér innanlands og gera má ráð fyrir að það verði ráðandi afbrigði hér í upphafi næsta árs. Úti í heimi tala vísindamenn um sögulega útbreiðslu afbrigðisins. „Ómíkron breiðir úr sér hraðar en við höfum nokkru sinni séð nýtt afbrigði gera. Við höfum áhyggjur af því að fólk afgreiði þetta bara sem eitthvað skaðlaust. Það er þannig að jafnvel þótt ómíkron valdi minni alvarlegum veikindum, gæti gífurlegur fjöldi smitaðra einn orðið til þess að ríða vanbúnum heilbrigðiskerfum að fullu,“ segir forseti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landamæratakmarkanir á Íslandi hafi brotið í bága við reglur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins. 15. desember 2021 17:14 Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43 Skynsamlegast að aflétta aðgerðum, ella styðja við veitingamenn Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins telur ótækt að veitingamenn beri kostnaðinn af því að neyðarástand ríki á Landspítala, eins og hann orðar það. Hann hvetur stjórnvöld til að koma til móts við greinina með stuðningsaðgerðum. 15. desember 2021 12:03 130 greindust innanlands 130 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 63 af þeim 130 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 48 prósent. 67 voru utan sóttkvíar, eða 52 prósent. 15. desember 2021 11:01 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Frá því að ómíkron-afbrigðið kom fram undir lok nóvember hefur hægt og rólega myndast grunnþekking á eðli þess. „Allar tölur benda til þess að þetta omíkron-afbrigði sé töluvert meira smitandi og hraðinn á útbreiðslu á því sé meiri en á delta. Danir hafa til dæmis mælt að tvöföldunartíminn þar í útbreiðslu séu tveir til þrír dagar. Það er mjög hratt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að hugsanlega séu veikindi vægari en telur mögulegt að fjöldi smitaðra muni vega upp á móti því og þannig samt ofkeyra heilbrigðiskerfi. Örvunarskammturinn sé okkar helsta von til þess að forða því að miklar takmarkanir séu nauðsynlegar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ómíkron-afbrigðið fela í sér fyrirsjáanlegar breytingar í hegðun veirunnar. „Ef þetta reynist rétt er veiran að þróast í þá átt sem má búast við, þá er hún að fylgja þeirri reglu að stökkbreytast þannig að hún verði smitnæmari en valdi minni skaða. Hún er að hlúa að eigin hagsmunum, og á þann hátt hagar hún sér mjög svipað íslenskum alþingismönnum, sem um leið og þeir eru komnir á þing fara að hlúa að sjálfum sér í stað þjóðarinnar. En allt um það,“ segir Kári. „Hvað gerist svo í framtíðinni? Mér finnst ekki ólíklegt að þriðji skammtur komi til með að veita okkur þá vörn sem við þurfum gegn þessu afbrigði af veirunni og mér finnst ekki ólíklegt að þetta komi til með að fjara út á næsta hálfa ári til eins árs. Mér fyndist þetta lógískt. Treystirðu þér þá til að spá því að veiran almennt verði þá fyrir bí að einhverju leyti? Að við verðum farin að sakna þessarar veiru næsta haust? Ég er ekki viss um það en mér finnst það líklegt,“ segir Kári Stefánsson. Breiðir hraðar úr sér en nokkru sinni fyrr Á milli 40-50 hafa þegar greinst með afbrigðið hér innanlands og gera má ráð fyrir að það verði ráðandi afbrigði hér í upphafi næsta árs. Úti í heimi tala vísindamenn um sögulega útbreiðslu afbrigðisins. „Ómíkron breiðir úr sér hraðar en við höfum nokkru sinni séð nýtt afbrigði gera. Við höfum áhyggjur af því að fólk afgreiði þetta bara sem eitthvað skaðlaust. Það er þannig að jafnvel þótt ómíkron valdi minni alvarlegum veikindum, gæti gífurlegur fjöldi smitaðra einn orðið til þess að ríða vanbúnum heilbrigðiskerfum að fullu,“ segir forseti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landamæratakmarkanir á Íslandi hafi brotið í bága við reglur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins. 15. desember 2021 17:14 Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43 Skynsamlegast að aflétta aðgerðum, ella styðja við veitingamenn Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins telur ótækt að veitingamenn beri kostnaðinn af því að neyðarástand ríki á Landspítala, eins og hann orðar það. Hann hvetur stjórnvöld til að koma til móts við greinina með stuðningsaðgerðum. 15. desember 2021 12:03 130 greindust innanlands 130 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 63 af þeim 130 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 48 prósent. 67 voru utan sóttkvíar, eða 52 prósent. 15. desember 2021 11:01 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Landamæratakmarkanir á Íslandi hafi brotið í bága við reglur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins. 15. desember 2021 17:14
Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43
Skynsamlegast að aflétta aðgerðum, ella styðja við veitingamenn Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins telur ótækt að veitingamenn beri kostnaðinn af því að neyðarástand ríki á Landspítala, eins og hann orðar það. Hann hvetur stjórnvöld til að koma til móts við greinina með stuðningsaðgerðum. 15. desember 2021 12:03
130 greindust innanlands 130 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 63 af þeim 130 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 48 prósent. 67 voru utan sóttkvíar, eða 52 prósent. 15. desember 2021 11:01