Straumar og stefnur 2022: Hvað breytist í vinnunni okkar? Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. desember 2021 07:01 Í raun má segja að breytingaskeiðið sé hafið í atvinnulífinu því áhrifin af sjálfvirknivæðingunni og afleiðingar heimsfaraldursins eru orðin skýrari en áður. Á árinu 2022 verðum við enn meira vör við þessa þróun. Til dæmis breytist fjarvinnan úr því að vera eitthvað sem fyrirtækin þurftu að gera yfir í valmöguleika sem starfsfólk kýs sjálft. Þá verður meiri fókus á hæfni starfsfólks en stöðuheiti og skipurit fara að skipta minna máli en áður. Vísir/Getty Á þessum tíma árs rýnum við í það hvað spámenn segja um strauma og stefnur atvinnulífsins fyrir næsta ár. Í fyrra var það meðal annars aukinn sveigjanleiki, heilsa og öryggi starfsmanna og stuðningur við starfsmenn frekar en endurnýjun. En hvað segja menn um árið 2022? Í stuttu máli má segja að hið eiginlega breytingarskeið atvinnulífsins sé hafið. Þegar var vitað að fjórða iðnbyltingin myndi breyta mörgu og smám saman erum við líka að átta okkur á því hver hin raunverulegu áhrif Covid verða á atvinnulíf. Einn þeirra sem hefur tekið saman nokkur atriði sem talin eru að verði áberandi „trend“ í atvinnulífi ársins 2022 er Bernard Marr, höfundur bókarinnar Business Trends in Practice og greinahöfundur hjá Forbes. Samkvæmt honum eru það helst fimm atriði sem verða einkennandi: Fjarvinnublandan breytist, húsnæði minnka Aukinn sveigjanleiki heldur áfram að skipta máli og valmyndir fjarvinnufyrirkomulaga taka á sig skýrari mynd. Í kjölfar heimsfaraldurs er það þó að breytast að það fyrirkomulag sem starfsfólk fer að festa sig í, verður meira byggt á vali starfsfólks fremur en því hvernig vinnustaðurinn hefur þurft að haga málum á tímum Covid. Þá sýna niðurstöður rannsóknar KPMG að í Bandaríkjunum muni allt að 69% stærri fyrirtækja smækka við sig í húsakostum. Þetta mun þó ekki gerast á næsta ári en er sterk vísbending um í hvað stefnir til framtíðar. Verkefni starfsfólks að breytast The World Economic Forum hefur spáð því að fyrir árið 2025 muni fjórða iðnbyltingin skapa 97 milljónir nýrra starfa. Í raun erum við nú þegar farin að upplifa þessar breytingar því flest störf og flest verkefni eru að breytast með einhverjum hætti, vegna þess að sjálfvirknivæðingin er orðin meiri. Tökum dæmi: Læknir nýtir tæknina í auknum mæli til að hjálpa sér við sjúkdómsgreiningar, sem aftur leiðir til þess að meiri tími fer í að skoða hver rétt meðferð er og meðferðarhlutann frekar en sjálfa greininguna eins og lengi hefur verið. Markaðsfólk nýtir tæknina til að hjálpa sér betur að ná til þess markhóps sem best hentar og ver síðan sínum tíma (hugmyndavinna og fleira) til að ná til þess hóps. Tæknin nýtist bifvélavirkjanum til að sjá hvað þarf að gera til að forðast að til alvarlegrar bilunar kemur og því fer meiri tími hjá honum í að koma í veg fyrir bilanir, frekar en viðgerðir eftir bilun. Og svo mætti lengi telja. Á árinu 2022 mun þróunin áfram verða í þessa átt, verkefni starfsfólks eru nú þegar að taka breytingum eftir því sem tækninni fleygir fram. Breyttar áherslur í mannauðsmálum og ráðningum Áfram mun það sýna sig að áherslur í ráðningum og mannauðsmálum eru að taka stakkaskiptum. Meiri áhersla er á heilsu starfsfólks en áður og nú í sinni víðustu mynd: Andlega og líkamlega heilsu. Fyrir stjórnendur er þetta viss áskorun því samhliða þessu þarf að forðast það að hafa áhrif eða afskipti af persónulegu lífi starfsfólks. Þá hefur heimsfaraldurinn kennt vinnustöðum að þættir eins og seigla og aðlögunarhæfni skipta verulega miklu máli og munu áherslur í ráðningum meðal annars endurspegla þetta. Alls kyns varúðarráðstafanir fyrir reksturinn verða til framtíðar betur festar í sessi. Til dæmis uppsagnarákvæði eða samningar sem gera fyrirtækjum betur kleift að bregðast hratt við hamförum. Hæfni skiptir meira máli en stöðuheiti Í gegnum tíðina hefur mælikvarðinn á velgengni fólks í vinnu oft verið metinn út frá því hvert stöðuheitið er. Þetta gæti þó smám saman breyst því ein af afleiðingum Covid er sögð vera sú að vinnustaðir munu í meira mæli fara að horfa á hæfni starfsfólks frekar en hvert hlutverkið þeirra er. Í raun er þetta enn ein kenningin um að áherslan á skipurit og stöðuheiti er að minnka á meðan áherslan á hæfni og getu starfsmanna verður stærra atriði. Þá er fólk farið að velja meira starf og starfsumhverfi eins og því hentar best eða finnst best falla að sínum styrkleikum eða lífstíl. Eftirlit með starfsfólki og þá hverju? Það eru skiptar skoðanir á því hvort og þá hvernig vinnustaðir ættu að vera með eftirlit með starfsfólki en alls kyns tól eru nú þegar í boði sem gerir vinnustöðum kleift að fylgjast með því. Og hverju er þá verið að fylgjast með: Hegðun starfsfólks eða virkni? Sem dæmi um tækni sem nú þegar er í boði má nefna Hitachi‘s Business Microscope sem nemur hreyfingu starfsmanna. Þetta þýðir að vinnuveitandinn getur í rauninni lesið úr gögnum hversu oft starfsmaður fer til dæmis á klósettið. Annað tól heitir Aware en það gerir vinnuveitendum kleift að fylgjast með tölvupóst-hegðun/virkni starfsfólks og þótt flestir þekki Slacks sem ágætis verkfæri til að hafa yfirsýn til dæmis fyrir hópa í fjarvinnu, er það verkfæri sem í raun gæti verið notað til að meta afköst starfsmanna. Þótt enn sé ekki fyrirséð hvort aukið eftirlit með starfsfólki sé líklegt til að auka framleiðni eða draga úr henni, er talið að á árinu 2022 verði þetta eitt af því sem atvinnulífið heldur áfram að prófa sig áfram með. Starfsframi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir Straumar og stefnur atvinnulífsins 2021 Atvinnulífið mun taka margt með sér frá árinu 2020 og það telst varla fréttnæmt í dag að fjarvinna er komin til að vera. En hver verða „trendin" árið 2021 og hvaða áherslur verða einkennandi fyrir atvinnulífið? 8. janúar 2021 07:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í fyrra var það meðal annars aukinn sveigjanleiki, heilsa og öryggi starfsmanna og stuðningur við starfsmenn frekar en endurnýjun. En hvað segja menn um árið 2022? Í stuttu máli má segja að hið eiginlega breytingarskeið atvinnulífsins sé hafið. Þegar var vitað að fjórða iðnbyltingin myndi breyta mörgu og smám saman erum við líka að átta okkur á því hver hin raunverulegu áhrif Covid verða á atvinnulíf. Einn þeirra sem hefur tekið saman nokkur atriði sem talin eru að verði áberandi „trend“ í atvinnulífi ársins 2022 er Bernard Marr, höfundur bókarinnar Business Trends in Practice og greinahöfundur hjá Forbes. Samkvæmt honum eru það helst fimm atriði sem verða einkennandi: Fjarvinnublandan breytist, húsnæði minnka Aukinn sveigjanleiki heldur áfram að skipta máli og valmyndir fjarvinnufyrirkomulaga taka á sig skýrari mynd. Í kjölfar heimsfaraldurs er það þó að breytast að það fyrirkomulag sem starfsfólk fer að festa sig í, verður meira byggt á vali starfsfólks fremur en því hvernig vinnustaðurinn hefur þurft að haga málum á tímum Covid. Þá sýna niðurstöður rannsóknar KPMG að í Bandaríkjunum muni allt að 69% stærri fyrirtækja smækka við sig í húsakostum. Þetta mun þó ekki gerast á næsta ári en er sterk vísbending um í hvað stefnir til framtíðar. Verkefni starfsfólks að breytast The World Economic Forum hefur spáð því að fyrir árið 2025 muni fjórða iðnbyltingin skapa 97 milljónir nýrra starfa. Í raun erum við nú þegar farin að upplifa þessar breytingar því flest störf og flest verkefni eru að breytast með einhverjum hætti, vegna þess að sjálfvirknivæðingin er orðin meiri. Tökum dæmi: Læknir nýtir tæknina í auknum mæli til að hjálpa sér við sjúkdómsgreiningar, sem aftur leiðir til þess að meiri tími fer í að skoða hver rétt meðferð er og meðferðarhlutann frekar en sjálfa greininguna eins og lengi hefur verið. Markaðsfólk nýtir tæknina til að hjálpa sér betur að ná til þess markhóps sem best hentar og ver síðan sínum tíma (hugmyndavinna og fleira) til að ná til þess hóps. Tæknin nýtist bifvélavirkjanum til að sjá hvað þarf að gera til að forðast að til alvarlegrar bilunar kemur og því fer meiri tími hjá honum í að koma í veg fyrir bilanir, frekar en viðgerðir eftir bilun. Og svo mætti lengi telja. Á árinu 2022 mun þróunin áfram verða í þessa átt, verkefni starfsfólks eru nú þegar að taka breytingum eftir því sem tækninni fleygir fram. Breyttar áherslur í mannauðsmálum og ráðningum Áfram mun það sýna sig að áherslur í ráðningum og mannauðsmálum eru að taka stakkaskiptum. Meiri áhersla er á heilsu starfsfólks en áður og nú í sinni víðustu mynd: Andlega og líkamlega heilsu. Fyrir stjórnendur er þetta viss áskorun því samhliða þessu þarf að forðast það að hafa áhrif eða afskipti af persónulegu lífi starfsfólks. Þá hefur heimsfaraldurinn kennt vinnustöðum að þættir eins og seigla og aðlögunarhæfni skipta verulega miklu máli og munu áherslur í ráðningum meðal annars endurspegla þetta. Alls kyns varúðarráðstafanir fyrir reksturinn verða til framtíðar betur festar í sessi. Til dæmis uppsagnarákvæði eða samningar sem gera fyrirtækjum betur kleift að bregðast hratt við hamförum. Hæfni skiptir meira máli en stöðuheiti Í gegnum tíðina hefur mælikvarðinn á velgengni fólks í vinnu oft verið metinn út frá því hvert stöðuheitið er. Þetta gæti þó smám saman breyst því ein af afleiðingum Covid er sögð vera sú að vinnustaðir munu í meira mæli fara að horfa á hæfni starfsfólks frekar en hvert hlutverkið þeirra er. Í raun er þetta enn ein kenningin um að áherslan á skipurit og stöðuheiti er að minnka á meðan áherslan á hæfni og getu starfsmanna verður stærra atriði. Þá er fólk farið að velja meira starf og starfsumhverfi eins og því hentar best eða finnst best falla að sínum styrkleikum eða lífstíl. Eftirlit með starfsfólki og þá hverju? Það eru skiptar skoðanir á því hvort og þá hvernig vinnustaðir ættu að vera með eftirlit með starfsfólki en alls kyns tól eru nú þegar í boði sem gerir vinnustöðum kleift að fylgjast með því. Og hverju er þá verið að fylgjast með: Hegðun starfsfólks eða virkni? Sem dæmi um tækni sem nú þegar er í boði má nefna Hitachi‘s Business Microscope sem nemur hreyfingu starfsmanna. Þetta þýðir að vinnuveitandinn getur í rauninni lesið úr gögnum hversu oft starfsmaður fer til dæmis á klósettið. Annað tól heitir Aware en það gerir vinnuveitendum kleift að fylgjast með tölvupóst-hegðun/virkni starfsfólks og þótt flestir þekki Slacks sem ágætis verkfæri til að hafa yfirsýn til dæmis fyrir hópa í fjarvinnu, er það verkfæri sem í raun gæti verið notað til að meta afköst starfsmanna. Þótt enn sé ekki fyrirséð hvort aukið eftirlit með starfsfólki sé líklegt til að auka framleiðni eða draga úr henni, er talið að á árinu 2022 verði þetta eitt af því sem atvinnulífið heldur áfram að prófa sig áfram með.
Starfsframi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir Straumar og stefnur atvinnulífsins 2021 Atvinnulífið mun taka margt með sér frá árinu 2020 og það telst varla fréttnæmt í dag að fjarvinna er komin til að vera. En hver verða „trendin" árið 2021 og hvaða áherslur verða einkennandi fyrir atvinnulífið? 8. janúar 2021 07:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Straumar og stefnur atvinnulífsins 2021 Atvinnulífið mun taka margt með sér frá árinu 2020 og það telst varla fréttnæmt í dag að fjarvinna er komin til að vera. En hver verða „trendin" árið 2021 og hvaða áherslur verða einkennandi fyrir atvinnulífið? 8. janúar 2021 07:01