„Þessi fótur lagast seinna, ég er allavega búin að vinna þetta núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2021 09:00 Andrea Sif Pétursdóttir verður í gipsi á næstunni eftir að hafa slitið hásin. stöð 2 Lokadagur Evrópumótsins í hópfimleikum var dramatískur í meira lagi fyrir Andreu Sif Pétursdóttur, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins. Hún sleit hásin en varð Evrópumeistari. Í næstsíðustu stökkhrinu Íslands á dýnu sleit Andrea hásin, lenti á fjórum fótum og óttaðist að þar með væru möguleikar íslenska liðsins á að vinna til gullverðlauna úr sögunni. En svo reyndist ekki vera. Íslenska liðið fékk jafn háa einkunn og það sænska en stóð uppi sem sigurvegari þar sem það vann fleiri áhöld. Íslendingar höfðu lent í 2. sæti á þremur Evrópumótum í röð á eftir Svíum áður en þeim tókst loks að vinna gullið um þarsíðustu helgi. „Við fórum frekar inn í mótið á gleði. Bjössi [Björn Björnsson] yfirþjálfari kom til okkar á einni æfingunni og sagði að þetta væri smá peningakast; hvort lendir peningurinn hjá ykkur eða Svíþjóð,“ sagði Andrea í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Við gerðum tvö áhöld sem gengu mjög vel og mér fannst ég finna smá orku og spennu hjá þjálfurunum þegar við fórum á dýnuna. Það var eins og þeim fyndist við fara að klára þetta. Ég fann það fyrir dýnuna, og við erum margar búnar að tala um það eftir á, að þetta gæti gerst núna.“ Þegar Andrea sleit hásin var hún hrædd um að hún hefði skemmt fyrir íslenska liðinu og möguleikum þess á sigri. „Ég fann að það var eins og það væri slegið aftan á kálfann þegar ég var á leið upp í loftið. Ég kláraði stökkið, ég veit ekki hvernig ég fór að því, lenti á fjórum fótum og fór út af. Þá hugsaði ég: núna fór þetta, þarna klúðraðist þetta,“ sagði Andrea. Áhyggjurnar og sársaukinn hurfu hins vegar eins og dögg fyrir sólu þegar ljóst var að Ísland var orðið Evrópumeistari í fyrsta sinn í níu ár. „Ég hugsaði strax að þetta skipti engu máli,“ sagði Andrea og benti á gipsið á fætinum á sér. „Þessi fótur lagast seinna, ég er allavega búin að vinna þetta núna. Ég er búin að reyna þetta mjög lengi,“ sagði Andrea sem fór upp á verðlaunapall til að taka við verðlaununum sínum áður en hún fór á sjúkrahús. Hún gekkst svo undir aðgerð í síðustu viku. Fimleikar EM í hópfimleikum Sportpakkinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira
Í næstsíðustu stökkhrinu Íslands á dýnu sleit Andrea hásin, lenti á fjórum fótum og óttaðist að þar með væru möguleikar íslenska liðsins á að vinna til gullverðlauna úr sögunni. En svo reyndist ekki vera. Íslenska liðið fékk jafn háa einkunn og það sænska en stóð uppi sem sigurvegari þar sem það vann fleiri áhöld. Íslendingar höfðu lent í 2. sæti á þremur Evrópumótum í röð á eftir Svíum áður en þeim tókst loks að vinna gullið um þarsíðustu helgi. „Við fórum frekar inn í mótið á gleði. Bjössi [Björn Björnsson] yfirþjálfari kom til okkar á einni æfingunni og sagði að þetta væri smá peningakast; hvort lendir peningurinn hjá ykkur eða Svíþjóð,“ sagði Andrea í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Við gerðum tvö áhöld sem gengu mjög vel og mér fannst ég finna smá orku og spennu hjá þjálfurunum þegar við fórum á dýnuna. Það var eins og þeim fyndist við fara að klára þetta. Ég fann það fyrir dýnuna, og við erum margar búnar að tala um það eftir á, að þetta gæti gerst núna.“ Þegar Andrea sleit hásin var hún hrædd um að hún hefði skemmt fyrir íslenska liðinu og möguleikum þess á sigri. „Ég fann að það var eins og það væri slegið aftan á kálfann þegar ég var á leið upp í loftið. Ég kláraði stökkið, ég veit ekki hvernig ég fór að því, lenti á fjórum fótum og fór út af. Þá hugsaði ég: núna fór þetta, þarna klúðraðist þetta,“ sagði Andrea. Áhyggjurnar og sársaukinn hurfu hins vegar eins og dögg fyrir sólu þegar ljóst var að Ísland var orðið Evrópumeistari í fyrsta sinn í níu ár. „Ég hugsaði strax að þetta skipti engu máli,“ sagði Andrea og benti á gipsið á fætinum á sér. „Þessi fótur lagast seinna, ég er allavega búin að vinna þetta núna. Ég er búin að reyna þetta mjög lengi,“ sagði Andrea sem fór upp á verðlaunapall til að taka við verðlaununum sínum áður en hún fór á sjúkrahús. Hún gekkst svo undir aðgerð í síðustu viku.
Fimleikar EM í hópfimleikum Sportpakkinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira