Ætlaði að kynna Guðjón sem nýjan þjálfara en fékk símtal sama dag: „Gaui er að fara upp í flugvél“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 08:00 Guðjón Þórðarson virtist vera að taka við Grindavík eftir tímabilið 2004 og Jónas Þórhallsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, hafði gert allt klárt fyrir blaðamannafund til að kynna Guðjón til leiks. Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur til margra ára, boðaði til blaðamannafundar til að kynna Guðjón Þórðarson sem nýjan þjálfara Grindavíkur árið 2004 en frétti svo af því sama morgun að Guðjón væri í flugi á leið til Englands. Jónas fór yfir þessa sögu í þættinum Foringjarnir á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Jónas hafði lengi haft mikinn áhuga á að fá Guðjón til starfa hjá Grindavík, enda Guðjón þá búinn að ná mögnuðum árangri sem þjálfari á Íslandi og með íslenska landsliðinu. Guðjón tók reyndar við Grindavík undir lok árs 2011 með tilheyrandi dramatík. Löngu áður, eftir tímabilið 2004, höfðu Jónas og félagar ákveðið að halda blaðamannafund til að kynna Guðjón til leiks sem nýjan þjálfara, eftir að hafa náð við hann samkomulagi. Sama dag frétti Jónas af Guðjóni á leið til Englands þar sem þjálfarinn fór í viðræður um að taka við ensku 1. deildarfélagi, eftir að hafa áður þjálfað Barnsley og Stoke City í Englandi. „Ég var alltaf gríðarlega hrifinn af öllu því sem að Gunnar Sigurðsson vinur minn var að gera uppi á Skaga, með Gaua [Guðjón Þórðarson] í brúnni sem þjálfara. Ég reyndi að fá Guðjón 2004-2005 en hann lét sig hverfa af landi brott. Við vorum búnir að gera samninga kvöldið áður og ætluðum að skrifa undir í hádeginu,“ sagði Jónas. Klippa: Foringjarnir - Guðjón flaug í burtu „Það var búið að setja út blaðamannafund. Við ætluðum að vera á skrifstofunni uppi í Þorbirni um klukkan 10-11, þrír fjórir úr baklandinu og Gaui. Fundurinn átti að vera klukkan 12. Svo var hringt í mig klukkan hálfátta að morgni og sagt: „Heyrðu Gaui er að fara upp í flugvél.“ Ég sagði bara: „Nei, nei, nei. Við erum með blaðamannafund hérna klukkan 12.“ „Nei, nei, hann er að fara hérna upp í flugvél.“ Ég byrjaði náttúrulega að hringja en það svaraði ekkert. Þannig fór sú tilraun,“ sagði Jónas. „Síðan kom í ljós að hann var í viðræðum við Keflavík líka. Hann var með 2-3 félög í takinu,“ sagði Jónas en Guðjón samþykkti síðar að taka við Keflavík fyrir tímabilið 2005 en rétt áður en Íslandsmótið hófst snerist honum hugur, hélt á ný til Englands og tók við Notts County. Síðar fór reyndar svo að Guðjón stefndi Grindvíkingum vegna vangoldinna launa þannig að segja má að skipst hafi á skin og skúrir í samskiptum þeirra í gegnum tíðina. Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. UMF Grindavík Foringjarnir Fótbolti Grindavík Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Jónas fór yfir þessa sögu í þættinum Foringjarnir á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Jónas hafði lengi haft mikinn áhuga á að fá Guðjón til starfa hjá Grindavík, enda Guðjón þá búinn að ná mögnuðum árangri sem þjálfari á Íslandi og með íslenska landsliðinu. Guðjón tók reyndar við Grindavík undir lok árs 2011 með tilheyrandi dramatík. Löngu áður, eftir tímabilið 2004, höfðu Jónas og félagar ákveðið að halda blaðamannafund til að kynna Guðjón til leiks sem nýjan þjálfara, eftir að hafa náð við hann samkomulagi. Sama dag frétti Jónas af Guðjóni á leið til Englands þar sem þjálfarinn fór í viðræður um að taka við ensku 1. deildarfélagi, eftir að hafa áður þjálfað Barnsley og Stoke City í Englandi. „Ég var alltaf gríðarlega hrifinn af öllu því sem að Gunnar Sigurðsson vinur minn var að gera uppi á Skaga, með Gaua [Guðjón Þórðarson] í brúnni sem þjálfara. Ég reyndi að fá Guðjón 2004-2005 en hann lét sig hverfa af landi brott. Við vorum búnir að gera samninga kvöldið áður og ætluðum að skrifa undir í hádeginu,“ sagði Jónas. Klippa: Foringjarnir - Guðjón flaug í burtu „Það var búið að setja út blaðamannafund. Við ætluðum að vera á skrifstofunni uppi í Þorbirni um klukkan 10-11, þrír fjórir úr baklandinu og Gaui. Fundurinn átti að vera klukkan 12. Svo var hringt í mig klukkan hálfátta að morgni og sagt: „Heyrðu Gaui er að fara upp í flugvél.“ Ég sagði bara: „Nei, nei, nei. Við erum með blaðamannafund hérna klukkan 12.“ „Nei, nei, hann er að fara hérna upp í flugvél.“ Ég byrjaði náttúrulega að hringja en það svaraði ekkert. Þannig fór sú tilraun,“ sagði Jónas. „Síðan kom í ljós að hann var í viðræðum við Keflavík líka. Hann var með 2-3 félög í takinu,“ sagði Jónas en Guðjón samþykkti síðar að taka við Keflavík fyrir tímabilið 2005 en rétt áður en Íslandsmótið hófst snerist honum hugur, hélt á ný til Englands og tók við Notts County. Síðar fór reyndar svo að Guðjón stefndi Grindvíkingum vegna vangoldinna launa þannig að segja má að skipst hafi á skin og skúrir í samskiptum þeirra í gegnum tíðina. Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
UMF Grindavík Foringjarnir Fótbolti Grindavík Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn