Ungir drengir í áfalli eftir árás á Álftanesi Smári Jökull Jónsson skrifar 11. desember 2021 15:01 Móður annars drengjanna finnst ótrúlegt að svona árás gerist á Álftanesi. Vísir/Vilhelm Ráðist var á tvo 16 ára drengi á Álftanesi í gærkvöldi. Móðir annars drengsins segir þá í hrikalegu áfalli. Að sögn móður annars drengjanna átti árásin sér stað um kvöldmatarleytið í gærkvöldi þegar drengirnir tveir voru á gangi frá sundlauginni og að heimili annars þeirra. Skyndilega verða þeir varir við þrjá aðila fyrir aftan sig. Nánast um leið og einn mannanna spyr hvað úlpa annars drengjanna kostar er drengurinn sleginn í höfuðið og honum skipað að fara úr úlpunni og tæma vasana. Árásarmennirnir rifu úlpuna af honum og hlupu síðan á brott. Sólrún Gunnarsdóttir, móðir annars drengjanna, finnst ótrúlegt að svona lagað gerist á Álftanesi. Hún segir að þeir séu í andlegu áfalli eftir árásina. „Sonur minn svaf ekki vel í nótt,“ segir hún og bætir við að gatan sem þau búa við, þar sem árásin átti sér stað, sé algjör svefngata. Sólrún segir að strákarnir hafi ekki áttað sig á aldri árásarmannanna sem allir báru lambhúshettur. Hún bætir við að lögreglan hafi komið á staðinn og rætt við strákana en hefur engar frekari fréttir fengið af rannsókn málsins. „Það eru myndavélar hjá skólanum og möguleiki að það sjáist til þeirra þar,“ segir hún en hún bjóst við að ræða frekar við lögregluna eftir helgi. Sólrún sagði að öryggismyndavél væri einnig á Álftanesveginum sem er eina leiðin inn á nesið. Sólrúnu finnst ólíklegt að árásarmennirnir séu búsettir á Álftanesi. „Mér finnst það ólíklegt en maður veit auðvitað aldrei.“ Lögregla gat ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um málið. Garðabær Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Að sögn móður annars drengjanna átti árásin sér stað um kvöldmatarleytið í gærkvöldi þegar drengirnir tveir voru á gangi frá sundlauginni og að heimili annars þeirra. Skyndilega verða þeir varir við þrjá aðila fyrir aftan sig. Nánast um leið og einn mannanna spyr hvað úlpa annars drengjanna kostar er drengurinn sleginn í höfuðið og honum skipað að fara úr úlpunni og tæma vasana. Árásarmennirnir rifu úlpuna af honum og hlupu síðan á brott. Sólrún Gunnarsdóttir, móðir annars drengjanna, finnst ótrúlegt að svona lagað gerist á Álftanesi. Hún segir að þeir séu í andlegu áfalli eftir árásina. „Sonur minn svaf ekki vel í nótt,“ segir hún og bætir við að gatan sem þau búa við, þar sem árásin átti sér stað, sé algjör svefngata. Sólrún segir að strákarnir hafi ekki áttað sig á aldri árásarmannanna sem allir báru lambhúshettur. Hún bætir við að lögreglan hafi komið á staðinn og rætt við strákana en hefur engar frekari fréttir fengið af rannsókn málsins. „Það eru myndavélar hjá skólanum og möguleiki að það sjáist til þeirra þar,“ segir hún en hún bjóst við að ræða frekar við lögregluna eftir helgi. Sólrún sagði að öryggismyndavél væri einnig á Álftanesveginum sem er eina leiðin inn á nesið. Sólrúnu finnst ólíklegt að árásarmennirnir séu búsettir á Álftanesi. „Mér finnst það ólíklegt en maður veit auðvitað aldrei.“ Lögregla gat ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um málið.
Garðabær Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira