Að vera atvinnurekandi á aðventunni Drífa Snædal skrifar 10. desember 2021 15:00 Á aðventunni er gott að setja sig í spor annarra og reyna að skilja samferðafólkið betur, hátíð kærleika og friðar og allt það. Þess vegna set ég mig í spor atvinnurekanda sem hefur metnað fyrir að reka öflugt og gott fyrirtæki til langs tíma. Segjum sem svo að ég væri að reka framleiðslufyrirtæki sem þyrfti umtalsverðan fjölda starfsfólks. Velgengni fyrirtækisins væri háð því að starfsfólkið mætti hresst og heilbrigt til vinnu og gæti einbeitt sér að framleiðslunni. Samkvæmt kapítalismanum á fólk að einbeita sér að því sem það er gott í að framleiða og kaupa annað. Ég hef því sem atvinnurekandi engan metnað, kunnáttu eða þörf fyrir að redda starfsfólki húsnæði. Ég vil að starfsfólkið hafi aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því. Það er framleiðslunni líka í hag að starfsfólkið geti treyst á góða heilbrigðiþjónustu og öldrunarþjónustu, leikskóla, frístundaheimil og tómstundir fyrir börn sín. Þá get ég treyst því að fólk þurfi ekki að standa í reddingum í ólaunuðum umönnunarstörfum á vinnutíma og sé ekki undir óþarflegri streitu þegar vinnu lýkur. Sem atvinnurekandi er það mikilvægt fyrir mig að starfsfólkið sé heilbrigt, geti farið í skimanir fyrir alvarlegum sjúkdómum og stundað heilsuforvarnir. Ég vil líka að kerfið grípi fólk þegar í harðbakkann slær en til að koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma, streitu og álag þá er það mest um vert að starfsfólkið sé ekki þjakað af afkomuótta og öryggisleysi. Þegar breytingar verða í fyrirtækinu vil ég líka hafa möguleika á að leita eftir fræðslu fyrir starfsfólk, bæði til að efla það og fyrirtækið sjálft. Og ef ég þarf að gera breytingar og jafnvel segja upp fólki, þá vil ég vita að ég sé ekki að henda því út á guð og gaddinn, heldur sé öryggisnet sem grípur það. Þegar ég set mig í spor atvinnurekenda sem hafa metnað og vilja til að reka fyrirtæki vel þá kemst ég yfirleitt að sömu niðurstöðu, að það er atvinnurekendum í hag að fólk búi við húsnæðisöryggi, hafi aðgang að öflugri heilbrigðisþjónustu og að hér sé sterkt velferðarkerfi sem virkar fyrir okkur öll. Það er því óskiljanlegt að samtök atvinnurekenda leggist ekki af þunga á árarnar með samtökum vinnandi fólks til að vinna að þessum sjálfsögðu réttindum. Húsnæðisöryggi er þar efst á blaði og ég býð atvinnurekendum að vinna með okkur að því á nýju ári að þrýsta á um stórátak í húsnæðismálum. Það er ekki bara mannlegt og réttlátt heldur hlýtur það að vera þeim í hag sem vilja góða umgjörð utan um rekstur fyrirtækja. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á aðventunni er gott að setja sig í spor annarra og reyna að skilja samferðafólkið betur, hátíð kærleika og friðar og allt það. Þess vegna set ég mig í spor atvinnurekanda sem hefur metnað fyrir að reka öflugt og gott fyrirtæki til langs tíma. Segjum sem svo að ég væri að reka framleiðslufyrirtæki sem þyrfti umtalsverðan fjölda starfsfólks. Velgengni fyrirtækisins væri háð því að starfsfólkið mætti hresst og heilbrigt til vinnu og gæti einbeitt sér að framleiðslunni. Samkvæmt kapítalismanum á fólk að einbeita sér að því sem það er gott í að framleiða og kaupa annað. Ég hef því sem atvinnurekandi engan metnað, kunnáttu eða þörf fyrir að redda starfsfólki húsnæði. Ég vil að starfsfólkið hafi aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því. Það er framleiðslunni líka í hag að starfsfólkið geti treyst á góða heilbrigðiþjónustu og öldrunarþjónustu, leikskóla, frístundaheimil og tómstundir fyrir börn sín. Þá get ég treyst því að fólk þurfi ekki að standa í reddingum í ólaunuðum umönnunarstörfum á vinnutíma og sé ekki undir óþarflegri streitu þegar vinnu lýkur. Sem atvinnurekandi er það mikilvægt fyrir mig að starfsfólkið sé heilbrigt, geti farið í skimanir fyrir alvarlegum sjúkdómum og stundað heilsuforvarnir. Ég vil líka að kerfið grípi fólk þegar í harðbakkann slær en til að koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma, streitu og álag þá er það mest um vert að starfsfólkið sé ekki þjakað af afkomuótta og öryggisleysi. Þegar breytingar verða í fyrirtækinu vil ég líka hafa möguleika á að leita eftir fræðslu fyrir starfsfólk, bæði til að efla það og fyrirtækið sjálft. Og ef ég þarf að gera breytingar og jafnvel segja upp fólki, þá vil ég vita að ég sé ekki að henda því út á guð og gaddinn, heldur sé öryggisnet sem grípur það. Þegar ég set mig í spor atvinnurekenda sem hafa metnað og vilja til að reka fyrirtæki vel þá kemst ég yfirleitt að sömu niðurstöðu, að það er atvinnurekendum í hag að fólk búi við húsnæðisöryggi, hafi aðgang að öflugri heilbrigðisþjónustu og að hér sé sterkt velferðarkerfi sem virkar fyrir okkur öll. Það er því óskiljanlegt að samtök atvinnurekenda leggist ekki af þunga á árarnar með samtökum vinnandi fólks til að vinna að þessum sjálfsögðu réttindum. Húsnæðisöryggi er þar efst á blaði og ég býð atvinnurekendum að vinna með okkur að því á nýju ári að þrýsta á um stórátak í húsnæðismálum. Það er ekki bara mannlegt og réttlátt heldur hlýtur það að vera þeim í hag sem vilja góða umgjörð utan um rekstur fyrirtækja. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun