Meiri skjátími, minni hreyfing og lítið grænmeti í faraldrinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. desember 2021 13:01 Hugrún Snorradóttir segir börn hafa varið meiri tíma með foreldrum sínum en það hafi þó ekki endilega verið gæðastundir. Reykjavíkurborg Skjátími barna jókst, þau hreyfðu sig minna og borðuðu minna grænmeti eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst en fyrir hann. Þá voru menntaskólanemar meira einmana en áður. Þetta sýna niðurstöður nýrrar úttektar á heilsu og líðan borgarbúa í faraldrinum. Í gær var birt sérstök skýrsla um niðurstöður lýðheilsumats sem Reykjavíkurborg gerði til að meta áhrif kórónuveirufaraldursins á heilsu og líðan fólks í borginni. Notaðar voru tölur frá síðasta ári. Hugrún Snorradóttir lýðheilsufræðingur er höfundur skýrslunnar en hún segir faraldurinn hafa haft töluverð áhrif á líðan og heilsu fólks. „Bæði neikvæð og jákvæð. Af svona neikvæðu mætti helst nefna eins og bara áhrifin á börn og unglinga. Það er hérna hreyfa sig minna, borða minna grænmeti og það er rosalega aukning í skjátíma barna í 5.-7. bekk, sérstaklega samfélagsmiðlum, það hefur aukist mikið þarna á þessu tímabili og svona áhrif á líðan líka. Þeim fannst þau minna vera við stjórn á þessum tíma og námið þeim þótti það ekki jafn skemmtilegt og áður og svo er rosa áhugavert að bera þetta saman við eins og framhaldsskólanema en þar var allt kennt í fjarnámi og þar sér maður alveg að þetta hafði töluverð áhrif á líðan þeirra. Þau voru meira einmana, andlega og líkamleg heilsa þeirra þau mátu hana verri og þau hérna bara hreyfðu sig minna líka en að sama skapi þá sváfu framhaldsskólanemar meira. Þeir drukku færri orkudrykki og hérna drukku minna áfengi á þessum tíma,“ segir Hugrún. Hugrún segir að áhugavert verði að fylgjast með hver langtímaáhrifin verði á framhaldsskólanemana. Þá segir hún að þó mörg börn hafi varið meiri tíma en áður með foreldrum sínum þá segi það ekki alla söguna. „Þá áttu þau erfiðarar að fá hlýju og umhyggju frá þeim miðað við fyrri mælingu. Þannig það er svolítið svona hvernig var aðstaðan heima fyrir á þessum tíma. Þetta voru meiri stundir saman en ekki gæðastundir.“ Vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað Þá hafði faraldurinn áhrif á fleiri hópa, eins og aldraða sem sögðust hafa fundið fyrir því að dregið hafi verið úr líkamsrækt og að samskipti við aðra hafi minnkað. Daglegt líf fatlaðs fólks raskaðist þá töluvert. Einnig eru vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað á Íslandi frá upphafi faraldursins. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndar og tilkynningum um heimilisofbeldi. En áhrifin voru þó ekki öll neikvæð eins og áður segir. Fram kemur í skýrslunni að ölvunardrykkja fullorðinna minnkaði, grunnskólanemar vörðu meiri tíma með foreldrum sínum, framhaldsskólanemar fengu meiri svefn og drukku færri orkudrykki. Þá segir í skýrslunni að faraldurinn hafi haft jákvæð áhrif á heimilislausa í Reykjavík, þjónusta við hópinn var aukin og aðlöguð aðstæðum. Þá hafi verið komið á sérstöku neyðarúrræði fyrir heimilislausar konur og þeim veittur varanlegur samastaður. Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkudrykkir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í gær var birt sérstök skýrsla um niðurstöður lýðheilsumats sem Reykjavíkurborg gerði til að meta áhrif kórónuveirufaraldursins á heilsu og líðan fólks í borginni. Notaðar voru tölur frá síðasta ári. Hugrún Snorradóttir lýðheilsufræðingur er höfundur skýrslunnar en hún segir faraldurinn hafa haft töluverð áhrif á líðan og heilsu fólks. „Bæði neikvæð og jákvæð. Af svona neikvæðu mætti helst nefna eins og bara áhrifin á börn og unglinga. Það er hérna hreyfa sig minna, borða minna grænmeti og það er rosalega aukning í skjátíma barna í 5.-7. bekk, sérstaklega samfélagsmiðlum, það hefur aukist mikið þarna á þessu tímabili og svona áhrif á líðan líka. Þeim fannst þau minna vera við stjórn á þessum tíma og námið þeim þótti það ekki jafn skemmtilegt og áður og svo er rosa áhugavert að bera þetta saman við eins og framhaldsskólanema en þar var allt kennt í fjarnámi og þar sér maður alveg að þetta hafði töluverð áhrif á líðan þeirra. Þau voru meira einmana, andlega og líkamleg heilsa þeirra þau mátu hana verri og þau hérna bara hreyfðu sig minna líka en að sama skapi þá sváfu framhaldsskólanemar meira. Þeir drukku færri orkudrykki og hérna drukku minna áfengi á þessum tíma,“ segir Hugrún. Hugrún segir að áhugavert verði að fylgjast með hver langtímaáhrifin verði á framhaldsskólanemana. Þá segir hún að þó mörg börn hafi varið meiri tíma en áður með foreldrum sínum þá segi það ekki alla söguna. „Þá áttu þau erfiðarar að fá hlýju og umhyggju frá þeim miðað við fyrri mælingu. Þannig það er svolítið svona hvernig var aðstaðan heima fyrir á þessum tíma. Þetta voru meiri stundir saman en ekki gæðastundir.“ Vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað Þá hafði faraldurinn áhrif á fleiri hópa, eins og aldraða sem sögðust hafa fundið fyrir því að dregið hafi verið úr líkamsrækt og að samskipti við aðra hafi minnkað. Daglegt líf fatlaðs fólks raskaðist þá töluvert. Einnig eru vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað á Íslandi frá upphafi faraldursins. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndar og tilkynningum um heimilisofbeldi. En áhrifin voru þó ekki öll neikvæð eins og áður segir. Fram kemur í skýrslunni að ölvunardrykkja fullorðinna minnkaði, grunnskólanemar vörðu meiri tíma með foreldrum sínum, framhaldsskólanemar fengu meiri svefn og drukku færri orkudrykki. Þá segir í skýrslunni að faraldurinn hafi haft jákvæð áhrif á heimilislausa í Reykjavík, þjónusta við hópinn var aukin og aðlöguð aðstæðum. Þá hafi verið komið á sérstöku neyðarúrræði fyrir heimilislausar konur og þeim veittur varanlegur samastaður.
Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkudrykkir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira