Sitt sýndist hverjum um þessa gjöf spítalans á ári sem einkenndist af farsótt og var sérstaklega róstusamt fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Mátti víða heyra óánægjuraddir innan heilbrigðisstétta og vöktu sumir athygli á því að upphæðin nægði ekki til að kaupa stakt skópar.
Sky Lagoon, Cintamani og Zipline
Í ár er hvergi að finna skó á jólagjafalista mannauðssviðsins en starfsmenn spítalans geta nú valið milli eftirfarandi valkosta:
- 7.000 króna styrkur til Mæðrastyrksnefndar
- 14.000 króna gjafabréf hjá Sky Lagoon
- 9.000 króna gjafabréf hjá Sælkerabúðinni
- 12.000 króna gjafabréf hjá Cintamani
- 12.475 króna gjafabréf hjá FlyOver Iceland sem nýtist fyrir tvo fullorðna og eitt barn
- 14.990 króna gjafabréf hjá Zipline í Vík í Mýrdal
- 12.000 króna gjafabréf hjá Bestseller sem rekur verslanir Selected, Vera Moda, VILA, Jack & Jones og Name-it
Mismunandi upphæðir gjafabréfanna er sagðar skýrast af þeim afsláttarkjörum sem spítalanum bauðst hjá hverjum og einum aðila. Mbl.is greindi fyrst frá jólagjöf ársins.
Ekki hægt að gefa stórar jólagjafir á stærsta vinnustað landsins
Stefán Hrafn Hagalín, deilarstjóri samsiptadeildar Landspítalans sagði í svari við fyrirspurn Vísis í fyrra að gjafir þessarar stærstu heilbrigðisstofnunar landsins væru alltaf mjög litlar því starfsmenn væru sex þúsund talsins.
lang='is' dir='ltr'>gleðilegt ár hjúkrunar + covid hérna er blaut tuska í andlitið, jólakveðjaLSHH a AB3W8wdPsz'>pic.twitter.comtAB3W8wdPszgleðilegt ár hjúkrunar + covid hérna er blaut tuska í andlitið, jólakveðja LSH pic.twitter.com/AB3W8wdPsz
— mjög mikilvæg áminning, drekka vatn (@herreguddm) December 11, 2020
Ásta Bjarnadóttir, þáverandi framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, sagði að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans árið 2020 hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna starfsmanna.
Árið 2019 fengu starfsmenn spítalans gjafabréf upp á 8.500 krónur í búsáhaldaversluninni Kokku á Laugavegi.