„Fyrsti dagurinn var heldur óhefðbundinn, en hann byrjaði á Keflavíkurflugvelli, þar sem ferðinni var heitið til Danmerkur í notendaprófanir. Lísa gengur inn í stöðu verkefna- og vörustjóra og mun vinna náið með stjórnendum fyrirtækisins,“ segir í tilkynningu frá Smitten.
Lísa er með BS gráðu í Rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík en einnig starfar hún við Háskólann sem aðstoðarkennari í áföngunum Rekstur og stjórnun og Sjálfbærni.
„Lísa er vel kunnug þegar kemur að sprotasenunni en hún gegndi stöðu Formanns nýsköpunar- og frumkvöðlanefndar HR sem kom m.a. að stofnun frumkvöðlasetursins SERES og var í verkefnastjórn Gulleggsins,“ segir í tilkynningunni.
„Framundan er mikil og skemmtileg vinna við að skala Smitten á erlenda markaði. Lísa gefur okkur byr undir báða vængi, enda reynslumikil, drífandi og kraftmikil! Við teljum okkur mjög heppin að hafa fengið hana með okkur í lið, sérstaklega á þessum tímapunkti þar sem við erum byrjuð að vaxa talsvert í Danmörku,“ segir Davíð Örn, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Smitten.