Þolendur kynferðisbrota geta fylgst með stöðu rannsóknar á nýju vefsvæði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. desember 2021 15:09 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir unnið að því að bæta þjónustu við þolendur kynferðisbrota. vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu opnaði í dag vefsvæði þar sem þolendur kynferðisbrota geta nálgast upplýsingar um stöðu mála og úrræði sem standa til boða. Hátt í fjögur hundruð kynferðisbrotamál eru nú á borði lögreglu og segir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákall hafa verið um bætta þjónustu. Í nýrri þjónustugátt geta þolendur kynferðisbrota sem hafa lagt fram kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið upplýsingar um stöðu mála sinna og bjargir sem þeim standa til boða. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, líkir þessu við Heilsuveru þar sem fólk getur nálgast ýmsar upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu. „Þetta eru upplýsingar um hvar er málið þitt statt, hvort það sé í rannsókn, komið til ákæruvalds eða hvað. Og það koma líka upplýsingar um hvers þú megir vænta og hversu langan tíma þú megir vænta að málið þitt taki í rannsókn,“ segir Halla Bergþóra. „Við höfum verið með kannanir sem hafa verið framkvæmdar meðal þolenda kynferðisbrota og þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi finnst 88% svarenda þau ekki fá nægar upplýsingar um hvar málið þeirra er statt.“ Um er að ræða tilraunaverkefni sem fyrst um sinn er einungis fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu. Halla Bergþóra segir markmiðið að innan tíðar verði þetta í boði óháð umdæmismörkum og jafnvel í fleiri brotaflokkum. „Við sjáum það alveg fyrir okkur ef þetta gengur vel að þá sé hægt að opna þetta síðan í fleiri tegundum brota.“ Þjónustan er fyrst um sinn einungis í boði fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Vilhelm Hún bendir á að kynferðisbrotin geti tekið langan tíma í rannsókn og málsmeðferðartíminn hefur lengst undanfarið þar sem málum hefur fjölgað á sama tíma og unnið er að því að bæta gæði rannsókna. Þá segir Halla að fleiri starfsmenn vanti til þess að sinna málflokknum. Því sé gott fyrir þolendur að geta fylgst með stöðu málsins. „Hjá kynferðisbrotadeild eru 255 mál í rannsókn en síðan erum við með ákærusvið og aðrar deildir þannig ég held að þetta séu samtals rúmlega 370 mál.“ Hér er má finna nýja þjónustugátt lögreglunnar. Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Í nýrri þjónustugátt geta þolendur kynferðisbrota sem hafa lagt fram kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið upplýsingar um stöðu mála sinna og bjargir sem þeim standa til boða. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, líkir þessu við Heilsuveru þar sem fólk getur nálgast ýmsar upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu. „Þetta eru upplýsingar um hvar er málið þitt statt, hvort það sé í rannsókn, komið til ákæruvalds eða hvað. Og það koma líka upplýsingar um hvers þú megir vænta og hversu langan tíma þú megir vænta að málið þitt taki í rannsókn,“ segir Halla Bergþóra. „Við höfum verið með kannanir sem hafa verið framkvæmdar meðal þolenda kynferðisbrota og þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi finnst 88% svarenda þau ekki fá nægar upplýsingar um hvar málið þeirra er statt.“ Um er að ræða tilraunaverkefni sem fyrst um sinn er einungis fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu. Halla Bergþóra segir markmiðið að innan tíðar verði þetta í boði óháð umdæmismörkum og jafnvel í fleiri brotaflokkum. „Við sjáum það alveg fyrir okkur ef þetta gengur vel að þá sé hægt að opna þetta síðan í fleiri tegundum brota.“ Þjónustan er fyrst um sinn einungis í boði fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Vilhelm Hún bendir á að kynferðisbrotin geti tekið langan tíma í rannsókn og málsmeðferðartíminn hefur lengst undanfarið þar sem málum hefur fjölgað á sama tíma og unnið er að því að bæta gæði rannsókna. Þá segir Halla að fleiri starfsmenn vanti til þess að sinna málflokknum. Því sé gott fyrir þolendur að geta fylgst með stöðu málsins. „Hjá kynferðisbrotadeild eru 255 mál í rannsókn en síðan erum við með ákærusvið og aðrar deildir þannig ég held að þetta séu samtals rúmlega 370 mál.“ Hér er má finna nýja þjónustugátt lögreglunnar.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira